Morgunblaðið - 30.06.2017, Side 62

Morgunblaðið - 30.06.2017, Side 62
Garðar og gleði MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Vönduð útilýsing getur gert mikið fyrir húsið og garðinn. Hreimur Örn Heimisson hjá S. Guðjónssyni á Smiðjuvegi 3 segir að rétta lýs- ingin geti aukið notagildi garðsins þegar dag- arnir taka að styttast, og dregið fram það fal- legasta í hönnun húss og garðs. „Hús með góða útilýsingu vekur eftirtekt, og þegar byrj- ar að rökkva getur lýsingin jafnvel látið húsið bera af öðrum í götunni þó að arkitektúrinn sé ekki endilega upp á marga fiska.“ Að sögn Hreims er líflegt í versluninni um þessar mundir og virðist sem margir séu að láta garðlýsingardrauma sína rætast nú þegar hagkerfið hefur loksins náð sér á strik. „Eftir hrunið virtist sem fólk skildi garðana eftir en reyndi frekar að klára húsin sín og innbúið. En nú virðist kominn tími til að taka garðinn í gegn og lýsinguna um leið.“ Díóðubyltingin Miklar framfarir hafa orðið í garðlýsingu og hefur ljósdíóðutæknin opnað nýja möguleika í lýsingu. Eru díóðuperurnar endingargóðar, geta þolað erfið skilyrði og nota lítið rafmagn. Bendir Hreimur á að díóðuperur séu samt ekki allar eins, og þurfi t.d. að huga að tækni- legum þáttum við uppsetningu. „Það má kaupa 230 volta díóðuperur, eða velja nið- urspenntar díóður sem nota 24 volta jafn- straum. Seinni kosturinn er yfirleitt betri, því perurnar endast lengur, nota minni orku og ekki er mikil spenna í þeim leiðslum sem lagð- ar eru undir garðinn. En þá þarf að finna mið- lægan stað fyrir spenninn, t.d. inni í geymslu, í sérútbúnum geymslukassa eða inni í bílskúr.“ Hreimur segir að útilýsingin þurfi ekki að vera flókin og oft komi best út að fara hinn gullna meðalveg. Velja þurfi rétta lýsingu fyr- ir ólík svæði umhverfis húsið og vissara að kaupa slitsterkari lampa og perur fyrir þá staði þar sem minna skjól er fyrir roki, vætu, seltu og öðru sem mæðir á útiljósunum. „Lýsingin ætti að vera þannig hönnuð að hún leggi áherslu á og ýki kosti garðsins og hússins. Það þarf ekki að flóðlýsa heimilið og gott að hafa skugga inn á milli til að draga betur fram það besta með ljósunum,“ segir Hreimur og bætir við að það sé hluti af þjón- ustu S. Guðjónssonar að veita vandaða ráðgjöf um hvernig best er að haga lýsingunni. Óþarfi að lýsa upp himininn Nokkrar góðar þumalputtareglur hjálpa til að skapa fallega lýsingu: „Í kringum heita pottinn er t.d. oft gaman að reyna að nota lága og óbeina lýsingu, frekar en að setja lampa beint fyrir ofan pottinn. Óbeina lýsingin skap- ar notalegra yfirbragð, en sterkt ljós yfir pott- inum getur byrgt fólki sýn á næturhimininn þegar skotist er út í pott að kvöldi til.“ Lýsingarþörfin er mismunandi fyrir hvert hús en Hreimur segir alla jafna best að hafa fleiri og smærri ljós, frekar en færri ljós og sterkari og það geri t.d. ekkert fyrir ásýnd hemilis og garðs að hafa eitt sterkt ljós við innganginn og annað yfir bílskúrnum, og um- hverfið að öðru leyti dökkt og ljóslaust. Hann segir líka gott að reyna að beina lýsingunni niður, frekar en upp, til að reyna að sporna gegn þeirri miklu ljósmengun sem einkennir Reykjavík yfir myrkustu mánuði ársins. Hver leynist í myrkrinu? Lýsingin gerir meira en að fegra og getur verið mikilvægt öryggisatriði. Segir Hreimur að með því að hafa hæfilega lýsingu umhverfis heimilið sé hægt að fæla frá skúrka og verða betur var við óeðlilegar mannaferðir. „Það er í dimmu skotunum sem menn geta athafnað sig óséðir. Eitt gott öryggisráð er að koma fyrir ljóskösturum á völdum stöðum og tengja við hreyfiskynjara en hafa ótengda sjálfri útilýs- ingunni. Fólk með misjafnan ásetning er fljótt að hafa sig á brott ef kviknar á ljóskastara þar sem það er að pukrast í myrkrinu.“ Útilýsingin þarf ekki endilega að vera rán- dýr og segir Hreimur að oft sé um mjög góða fjárfestingu að ræða sem getur skilað sér í hærra söluverði þegar eignin fer á markað. „Ef fengin er ráðgjöf sérfræðings má oft spara verulegar fjárhæðir með því að sleppa óþarfa lögn á rafmagnsleiðslum um allan garð og finna einfaldari leiðir til að lýsa upp. Það skiptir líka miklu að fá góðan rafvirkja til verksins sem hefur reynslu af útilýsingu. Fer svo eftir óskum og fjárhag hvers og eins hvað lýsingin þarf að kosta, og er hægt að gera allt frá því að finna einfaldar lausnir sem henta fjárhag hvers sem er, yfir í að fara alla leið og hanna útilýsingu þar sem ekkert er til spar- að.“ Lágstemmt Lýsingin þarf ekki að vera sterk til að hafa mikil áhrif á heildarmyndina. Fjárfesting Með réttri lýsingu er hægt að nota garðinn lengur til útiveru. Að sjá garðinn í réttu ljósi Álag Útiljósin þurfa að þola vætu og seltu.Par Hér vinna tvö ljós saman til að gefa þægilega og dreifða birtu við inganginn.  Góð útilýsing snýst um að nota ljós og skugga til að draga fram það fallegasta í garðinum og á húsinu  Lýsingin getur líka verið öryggisatriði og ljóskastari tengdur við hreyfiskynjara fælir frá óboðna gesti Huggulegt Hreimur segir oftast best að fara meðalveg- inn í lýsingu garðs og húss. Morgunblaðið/Ófeigur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.