Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Á ári Hanans 1.-19. sept. 2017 með KÍNAKLÚBBI UNNAR Farið verður til SHANGHAI, SUZHOU, TONGLI, GUILIN, XIAN og BEIJING. Einnig siglt á LI fljótinu og farið upp á KÍNAMÚRINN. Heildarverð á mann: Kr. 660 þúsund NÚ ER HVER AÐVERÐA SÍÐASTUR AÐ FARA MEÐ Í FERÐINA! Allt innifalið, þ.e. full dagskrá skv. ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4-5 stjörnu hótelum (einb. + 100 þ.), fullt fæði með máltíðardrykkjum, skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta verður 39. hópferðin, sem hún skipuleggur og leiðir um Kína. Ferðaskráin er á vefnum. Til Kína með konu sem kann sitt Kína Kínaklúbbur Unnar Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími: 551 2596, farsími: 868 2726 Vefsíða: kinaklubbur.weebly.com Netfang: kinaklubbur@simnet.is Garðar og gleði Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Garðurinn nýtist ekki vel ef réttu húsgögnin vantar. Hjá IKEA fæst mikið úrval af fallegum sumar- vörum fyrir garðinn og segir Aldís Axelsdóttir sölustjóri að garð- húsgögn IKEA séu vönduð og sterkbyggð og eigi að henta vel við íslenskar aðstæður. „Eins og með öll garðhúsgögn þarf að umgangast þau rétt og selj- um við þar til gert efni sem gott er að bera á viðarhúsgögnin einu sinni á ári til að næra og verja. Síðan er alltaf góð regla að taka húsgögnin inn yfir vetrartímann, ef þess er kostur, og stilla þeim upp svo að þau halli í vætuveðri til að forða því að rigningarvatnið safnist upp ofan á láréttum flötum, eða breiða yfir húsgögnin til að vernda þau,“ segir Aldís en IKEA selur yfir- breiðslur af öllum stærðum og gerðum. Skoða má úrvalið á heimasíðu IKEA undir flokknum „sumar- vörur“. Selur IKEA m.a. línu af samanfellanlegum útistólum og -borðum, ASKHOLMEN, sem smíðuð eru úr gegnheilum akasíu- við. Er hægt að kaupa staka stóla, borð og smáborð, eða fjárfesta í heilu setti. TUNHOLMEN-línan hentar líka vel til notkunar utan- dyra og þau húsgögn eru gerð úr lökkuðu áli og pólýamíðplasti, en hönnunin þannig að stólarnir og borðin stinga ekki í stúf innandyra. Sólhlífar til varnar smáskúrum Sumarvörur IKEA eru af öllum stærðum og gerðum og spanna allt frá litríkum glösum yfir í stóra garðskála. „Garðskálarnir okkar eru að verða uppseldir og Íslend- ingar virðast greinilega spenntir fyrir að skapa þetta evrópska and- rúmsloft í garðinum hjá sér,“ segir Aldís en ÄPPLARÖ-garðskálinn er með þakdúk úr sterku pólýester- efni sem stendur á fjórum súlum úr akasíuvið. „Það er heilmikið pláss í þessum skálum og þar má hæglega koma fyrir uppdekkuðu veisluborði fyrir 10-12 manns.“ Sólhlífarnar seljast líka ágæt- lega, þó Ísland sé kannski ekki þekkt fyrir brakandi heita sól. Bendir Aldís á að sólhlífin gefi garðveislunni skemmtilegt yfir- bragð, geti rammað hana inn og að auki veitt skjól fyrir léttum skúr- um. Ef sólhlífin er tiltæk þarf ekki að hlaupa í skjól og taka grillmat- inn af borðum þó að bresti á ör- stutt sumarskúr á óheppilegum tíma. Nýjar sessur fyrir sumarið Til að kóróna útlitið á sælureit- num í garðinum þarf að velja réttu aukahlutina. Selur IKEA sessur og púða í úrvali sem gera mikið fyrir bæði útlitið og þægindin. „Sess- urnar á útihúsgögnin er ekki hægt þvo í þvottavél, en þær eru gerðar úr þannig efnum að auðvelt er að hreinsa óhreinindin af með rökum klút og sápu. Þá eru sessurnar ekki dýrar og margir grípa til þess ráðs að kaupa nýjar sessur fyrir hvert sumar og endurnýja þannig hjá sér garðsvæðið með litlum tilkostnaði.“ Blómapottar eiga mjög upp á pallborðið hjá Íslendingum um þessar mundir og fer vel á því að skreyta pallinn eða svalirnar með nokkrum vel völdum pottum og lit- ríkum blómum eða skrauttrjám. Eru fjórir meginlitir í blómapotta- framboði IKEA þetta sumarið: fjólublár, mintugrænn, skærrauður og grár. „Við erum líka að vanda með úrval af sumarblómum til sölu, ræktuð hjá garðyrkjustöðinni Flóru í Hveragerði,“ útskýrir Al- dís. Garðkanna sem sómi er að Einn lítill aukahlutur sem getur gert mikið fyrir pallinn eða sval- irnar er voldug og snotur garð- kanna. Þetta garðyrkjuáhald er ómissandi, enda þarf að vökva beð- in reglulega, en um leið eru fal- legar garðkönnur vandfundnar. „SOCKER og SALLADSKÅL- garðkönnurnar eru stílhreinar og fást í mörgum litum. Þegar þær eru ekki í notkun má einfaldlega stilla þeim upp í glugga eða við blómapott eins og skrautmun.“ Aldís bendir sérstaklega á ódýru hægindastólana sem geta hentað við sumarbústaðinn, eða í útileg- una. VÅGÖ-plaststóllinn er litríkur og þægilegur, en kostar undir þrjú þúsund krónum. „Hægindastóllinn og strandstóllinn í HÅMÖ-línunni eru líka mjög ódýrir en hægt að brjóta þá saman og stinga í skottið á bílnum og hafa klára þegar kom- ið er á tjaldstæðið. Er ómissandi að hafa t.d. góðan strandstól í brekku- söngnum til að slaka á og njóta lífs- ins, og blotna ekki á bossanum.“ Til að fá meiri lit í sumarið  Stóri garðskálinn hjá IKEA hefur nærri selst upp en hann getur rúmað stórt veisluborð  Litríku garðkönn- urnar og blómapottarnir lífga upp á svalir og palla  Sólhlíf kemur sér vel ef gengur á með léttum sumarskúrum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þarfaþing Aldís Axelsdóttir segir léttu og ódýru strandstólana kjörna í sumarbústaðinn eða útileguna. Heillandi Stóri skálinn skapar evrópska stemningu í garðinum. Slökun Einn góður og litríkur stóll getur gjörbreytt sumrinu. Þeir sem eiga ekki garð og þurfa að láta sér nægja sval- irnar ættu að athuga hvort DYNING-svalaskjólin geta ekki komið að gagni. Um er að ræða dúka sem auðvelt er að festa á svalahandriðið og þannig skapa meira næði á svölunum og mynda skjól gegn vindi. „Línan fæst í hvítu og svörtu og lítið vesen að festa þetta skjól svo það sitji fast og þétt,“ segir Aldís. Skjól fyrir svalirnar „Margir grípa til þess ráðs að kaupa nýjar sessur fyrir hvert sumar og endurnýja þannig hjá sér garðsvæðið með litlum tilkostnaði“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.