Morgunblaðið - 30.06.2017, Síða 74
74 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir, iðjuþjálfi og eigandi fyrirtæk-isins Félagsfærni – lesblinda, er fimmtug í dag. Hún vinnurfulla vinnu á barna- og unglindageðdeild Landspítalans –
BUGL, en sinnir fyrirtæki sínu síðdegis og um helgar.
„Ég er búin að vera með námskeið í lesblindu frá 2005 en fyrstu
námskeiðin í PEERS-félagsfærni verða næsta haust og heimasíðan er
komin í loftið. Við á BUGL erum búin að vera með þessi PEERS-
félagsfærni námskeið og þau hafa reynst mjög vel. Þau eru fyrir 12 til
18 ára en lesblindunámskeiðin eru fyrir fólk á öllum aldri.“
Guðrún ætlar að halda sérstakt afmælismót í golfi í dag hjá Golf-
klúbbi Kópavogs og Garðabæjar, GKG, og mæta yfir 20 manns á mót-
ið. „Ég kynntist golfinu árið 2015 og er orðin alveg forfallin. Ég gat
ekki hugsað mér afmælisdaginn minn án þess að taka smá golfleik.
Svo verður 60-70 manna veisla um kvöldið.“
Golfið er ekki eina íþróttin sem Guðrún stundar því hún æfir einnig
handbolta, crossfit og svo er hún á fullu að hjóla. Hún fór í kringum
landið á Wow air-mótinu í síðustu viku. „Ég hjólaði með Hjólakrafti
en þá hjóluðu saman 80 unglingar og 30 fylgiliðar og við tókum hring-
inn á 59 tímum. Við leggjum af stað á sama tíma og einstaklingskepp-
endurnir, sólarhring á undan hópliðunum og sluppum því við óveðrið
og komumst alla leið. Veðrið var samt ekki gott og mun verra en þeg-
ar ég tók þátt í þessu í fyrra.“
Guðrún er í sambúð með Jóhanni T. Steinssyni. Börn hennar eru
Benedikt Rafn, Ágúst Már og Helga Jóna Guðjónsbörn og hún á þrjú
barnabörn, eitt þeirra er nýfætt.
Hjólreiðakappinn Guðrún með Hjólakrafti á ferð í kringum landið.
Heldur afmælismót
í golfi hjá GKG
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir er 50 ára
Þ
órey Edda Elísdóttir
fæddist á Landspít-
alanum í Reykjavík
30.6. 1977 en ólst upp í
Hafnarfirði: „Lang-
amma mín, Ráðhildur Björnsdóttir,
var úr Álftaverinu og á sumrin fór
ég þangað með henni, eða ömmu,
eða foreldrum mínum.“
Þórey ólst upp í Hvömmunum í
Hafnarfirði og gekk í Öldutúns-
skóla. Með grunnskóla- og hálfri
framhaldsskólagöngu stundaði hún
áhaldafimleika hjá fimleikafélaginu
Björk í Hafnarfirði og keppti með
landsliði Íslands í um fimm ár: „Ég
fór í FG, lauk þar þremur náms-
brautum og tók síðan hlé til að
skoða mig um í Kaliforníu, hjá
móðursystur minni sem þá var þar
búsett. Þá hafði ég lagt stund á
stangarstökk og fékk að æfa þar
með háskólaliði í nokkra mánuði.“
Þórey Edda Elísdóttir verkfræðingur – 40 ára
Hjólreiðafólk í einni kös Fjölskyldan tekur sér hvíld frá hjólunum. F.v.: Ingi, Þórey Edda, Guðmundur og Bragi.
Afrekskona kom sér
fyrir á Hvammstanga
Á toppi tilverunnar Guðmundur og Þórey Edda einhvers staðar í Ölpunum.
Reykjanesbær
Manúel Nói Guðna-
son fæddist 31. júlí
2016 á Heilbrigðis-
stofnun Suður-
nesja kl. 16.41.
Hann vó 3.360 g og
var 51 cm á lengd.
Foreldrar hans eru
Guðni Oddur Jóns-
son og Jóhanna
Ósk Kristinsdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Hver er Þinn uppÁHalDs Djæf?
EK
TA
ÍSLENSKUR
FRÁ EMMES
SÍ
S