Morgunblaðið - 30.06.2017, Side 81

Morgunblaðið - 30.06.2017, Side 81
MENNING 81 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Ofan á skáp í stofunni okkar hefur lítil barnaskeið úr silfri átt sinn stað í tæpa fjóra ára- tugi. Þessa fallegu skeið gaf Zukofsky syni okkar Björns þegar hann var skírður. Paul hafði sjálfur fengið hana sem barn. Allt frá þessum tíma hefur verið mikil og dýrmæt vinátta milli fjölskyldu okkar og Pauls. Þótt stundum skær- ist í brýnu milli okkar tveggja út af ýmsu sem viðkom æfing- um eða tónleikum héldu Paul og Björn sínu striki, skiptust á skoðunum um alþjóðastjórnmál og bentu hvor öðrum á áhugaverðar greinar heims- horna á milli. Á árunum sem Paul kom reglu- lega til landsins heimsótti hann okkur gjarn- an. Oft var hann hér á þorranum. Árum saman hefur verið skálað fyrir Paul í brenni- víni með hákarli hjá okkur og verður gert áfram í minningu hans. Paul var stórbrotinn og flókinn persónu- leiki og snillingur á sínu sviði. Þekking hans einskorðaðist þó ekki við tónlistina því með- fram snilli sinni í þeirri list var hann vel að sér á fjölmörgum sviðum, hann var mikill mála- maður, víðlesinn og gjörþekkti bókmenntir margra þjóða auk þess að hafa þróun verð- bréfamarkaða á hreinu. Hann hafði nokkurs konar röntgen- heila sem virtist geta greint hljóð, ryþma, orð og tölur af einstökum hraða og nákvæmi. Við í Kammersveitinni vor- um svo lánsöm að fá hann til liðs við okkur fljótlega eftir að hann hóf starf sitt hér á landi með ungu fólki á Zukofsky-námskeiðunum. Við áttum hann að næstu 25 árin sem stuðn- ingsmann og velgjörðarmann með ótæmandi hugmyndir að prógrömmum og kraftinn til að fylgja þeim eftir þótt ekki væri ljóst hvernig það væri mögulegt. En hugurinn bar okkur hálfa leið með hann í liði. Ég minnist Pauls með mikilli þökk fyrir allt það sem hann kenndi mér og öll frábæru verkin sem ég kynntist undir handleiðslu hans. Stórbrotinn og flókinn persónuleiki Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Sverrir Vinátta Rut Ingólfsdóttir og Paul Zukofsky að loknum tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Langholtskirkju 1. febrúar 2004. Tónleikarnir voru hluti af Myrkum músíkdögum og á þeim var heimsfrumflutt Sería eftir Hauk Tómasson og frumflutt á Íslandi Trois Liturgies pour la Présence divine eftir Olivier Messiaen. Zukofsky starfaði reglulega með Kammersveitinni. Á lífsleiðinni hittir maður stundum fólk sem snertir líf manns sterkar en aðrar mann- eskjur gera. Ekki á því plani sem lífsförunautur kemur inn í lífið og snertir kærleiks- strenginn svo ekki verður um villst og aftur snúið. Heldur fer eitthvað að syngja eða klingja í þeim hluta heilans sem heldur utan um viskuna og tilfinning eins og ást hefur ekki hundsvit á. Ég vissi ekk- ert um tilfinningalíf Pauls Zukofsky og kom það ekki við en af því vitræna fékk ég gullnar gusur sem höfðu varanleg áhrif á líf mitt. Það getur ver- ið varasamt að velta sér óhóflega upp úr til- finningum í listum. Röntgenauga og innsæi hins fagra vits dugar oft betur. Af mörgum sterkum tónlistarupplifunum með Paul sem ég var svo lánsamur að eiga var ein sú eftirminnilegasta þegar við félagar í Blásarakvintett Reykjavíkur lögðum út í það háskaspil að flytja frægan kvintett Arnolds Schönberg á vegum Kammersveitar Reykja- víkur. Þetta verk er skóla- bókardæmi um harðsnúna tón- smíðatækni og mjög tyrfið í flutningi. Okkur sóttist verkið illa og við fengum Paul til að lóðsa okkur í gegnum fjand- ann, sem hann og gerði af ljúf- mannlegri snilld. Þetta var daginn fyrir tónleika í Áskirkju og við grátbáðum hann um að stjórna verkinu. „Nei, þið gerið þetta sjálfir, piltar,“ og svo kom fallega hlýja brosið. Við uxum ekki lítið við þessa reynslu. Ég var orðinn atvinnumaður í tónlist þegar við kynntumst og losnaði því við hárbeitt skeyti hans til unglinganna sem hann vann með í flutningi erfiðustu sinfónískra verka og gleymdust seint eða ekki. En þessi snillingur vissi. Og þvílíkt framlag til tónlistarlífs á Íslandi. Morgunblaðið/Golli Röntgenauga og innsæi hins fagra vits Einar Jóhannesson klarínettuleikari Ég á aðeins góðar minningar um snillinginn Paul Zukofsky. Facade Suite eftir William Walton var fyrsta verkefnið sem ég vann með Paul. Ég fór hálfkvíðinn á fyrstu æfingu, þar sem ég hafði heyrt að hann væri mjög kröfuharður. Hann byrjaði á „presto“-kaflanum, sem varð „prestissimo“ í höndum hans. Verkið er fyrir kammersveit og tvo sögu- menn, var ég annar þeirra en Rut Magnússon hinn. Ég man ekki eftir að hafa nokkru sinni fyrr talað á því- líkum hraða. Eftir að hafa rennt í gegnum kaflann spurði ég hvort þetta væri hraðinn sem hann stefndi að. Hann játaði því. „Allt í lagi,“ sagði ég „en ekki hraðar þar sem ég hef þegar brennt á mér tunguna á þessum hraða.“ Þarna hitti ég í mark, þetta var akkúrat hans húmor og eftir það átti ég upp á pallborðið hjá honum. Í annað skipti vorum við að æfa Serenade Op. 24 eftir Schönberg. Þar er oft erfitt að finna rétta nótu fyrir söngvarann og spurði ég hann eftir hverju ég ætti að hlusta til að finna rétta tóninn. Hann var mjög fljótur að svara. „Hlustaðu á sellóið hér …mandólínið hér …klarínettuna hér …o.s.frv.“ Hann fór í gegnum raddskrána á nokkrum mínútum og fann svar við öllum spurningum mínum. Þannig þekkti hann verkin út og inn og vissi nákvæmlega hvað hann vildi. Ég hef alltaf borið djúpa virðingu fyrir tón- listarmanninum Paul Zukofsky og líkaði vel við hann. Lát hans er mikill missir fyrir tónlistarheiminn. Svar við öllum spurningum John Speight tónskáld Morgunblaðið/RAX Ég fluttist til Íslands í septem- ber 1981 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fyrstu vikuna, þegar allir komu til baka eftir langt sumarfrí, átt- um við að spila fyrstu sinfóníu Mahler og stjórnandinn var hinn alræmdi Paul Zukofsky. Orðspor hans var þekkt og ég var svolítið kvíðinn að byrja nýja starfið mitt undir slíku álagi. Mér til mikils léttis reynd- ist hann vera mjög elskulegur, sýndi meðlimum hljómsveit- arinnar faglega kurteisi og var jafnvel góður félagi. Næstu árin kynntist ég Paul betur, ekki með Sinfóníuhljómsveitinni heldur í vinnunni með Kammersveit Reykjavíkur, þar sem við tók- umst á við ævintýralega fræg, erfið verk eins og Kammersinfóníu nr. 1 eftir Schönberg, Dumbarton Oaks eftir Stravinskíj, Sjöundu sin- fóníu Bruckner í útsetningu Schönberg og síðar Frá gljúfrunum til stjarnanna eftir Messiaen. Einu sinni spilaði hann m.a.s. aðra fiðlu við hlið Rutar Ingólfsdóttur í Oktett Schuberts og leiddi og mótaði allan flutninginn um leið. Stíll Pauls sem hljóðfæraleikara var jafn umdeildur og hann var sem persóna, en með innsæi sínu og gáfum tókst honum að gera þennan flutning einn þann eftirminnilegasta sem ég hef upplifað í kammermúsík. Um miðjan níunda áratuginn bað Rut Magn- ússon mig að vera aðstoðarmann Pauls í nýju og spennandi verkefni, Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar, SÆ. Mér var falið að þjálfa málmblás- arasveitina og fannst það mjög spennandi. Fyrstu verkefnin voru sakleysisleg með vinsæl verk á efnisskránni, t.d. Brahms- sinfónía og Scheherazade eftir Rimskíj-Korsakov. En fljótlega fór hinn alkunni Zukofsky að sýna snilligáfu sína og metnað með endalausri röð spennandi og krefjandi stríðsfáka sem oft voru fluttir í fyrsta sinn á Íslandi, þar sem jafnvel Sinfóníuhljómsveit Íslands hafði ekki látið sig dreyma um að takast á við svo krefjandi tónverk. Næstum ein- samall lyfti hann væntingum heillar kynslóðar íslenskra tón- listarmanna í nýjar og hærri hæðir, sem átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á viðmið í íslensku tónlistarlífi. Andstætt elskulegum, brosandi og við- felldnum Zukofsky sem ég hitti fyrst í Háskólabíói 1981 gat Paul líka verið ósveigjan- legur, óviðkunnanlegur og stundum hreint og beint dónalegur, sérstaklega (en ekki eingöngu) við nemendurna sem spiluðu undir stjórn hans. Þar var eins og hann teldi það skyldu sína að sýna þeim „þá harðneskjulegu velvild“ sem biði þeirra úti í hörðum alvöruheimi. Fyrir unga nemendurna var það ögrandi þolraun að vinna með Paul, þar sem hæfileikar hvers og eins voru þandir til hins ýtrasta. Okkur sem unnum við hlið hans leið líka þannig en hann veitti okkur öllum ómetanlega reynslu sem líkja má við að læra til meistaragráðu í að greina tónverk, í að koma fram og að stjórna. Formlegu námi mínu áður en ég kom til Íslands lauk með BA-gráðu, þess vegna lít ég á árin sem ég vann með Paul sem lokastig þeirrar þjálfunar sem gerði mig að þeim tónlistarmanni sem ég er nú. Ég er þakk- látur fyrir að hafa kynnst honum. Joseph Ognibene hornleikari Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hæfileikar hvers og eins þandir til hins ýtrasta Leiðir okkar Pauls Zukofsky lágu fyrst saman í gegnum æfingar og frumflutning Kammersveitar Reykjavíkur hér á landi á tímamótaverkinu Pierrot Lunaire eftir Schön- berg, þar sem ég lék píanópartinn. Eftir á að hyggja var það kannski „smá- geggjun“ af mér að taka þetta flókna og erfiða verkefni að mér. Ég var hikandi í fyrstu þegar Rut Ingólfsdóttir bauð mér að taka þátt en svo ákvað ég að láta slag standa þó að ég vissi að þetta yrði mikil vinna, (hafði þó enga hug- mynd á því stigi hvað hún yrði mikil) því mér fannst það líka spennandi áskorun. Paul þekkti verkið gjörsamlega og vissi upp á hár hvernig hann vildi móta hvern tón og hverja hendingu og sýndi það með marg- slungnum handahreyfingum hvernig túlka bæri hvert smáatriði. Þar sem ég hafði enga þekkingu á verkum Schönberg og lág- marksreynslu af því að fylgja stjórnanda fór ekki hjá því að æfingaferlið tæki stundum á. Að lokinni einni slíkri æf- ingu þar sem ég fann fyrir reynsluleysi mínu, varð mér á að spyrja: „Af hverju fékkstu ekki bara reyndan píanista frá Bandaríkjunum til að flytja þennan erfiða píanópart í Pierrot Lunaire?“ Mér er svar hans mjög minnisstætt: „En þá myndir þú ekki læra þetta.“ Í þessu svari hans finnst mér felast kjarninn í örlæti hans og óeigingjörnu starfi hér á landi, að gefa sér tíma til að leiðbeina þeim sem höfðu ekki kynnst slíkri tónlist og tónmáli. Hann valdi sem sagt ekki auðveld- ari leiðina, til dæmis með því að koma hing- að með erlenda hljóðfæraleikara sem héldu tónleika og sýndu snilli sína, en hefðu svo farið án þess að skilja þekkinguna eftir. Ég tel að það sé ekki spurning að Paul hafi lyft Grettistaki í íslensku tónlistarlífi, nokkuð sem mun lifa áfram og halda minningu hans á lofti. Með þökk fyrir allt. Lyfti Grettistaki í íslensku tónlistarlífi Anna Málfríður Sigurðardóttir píanóleikari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.