Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Þegar Halle Berry tók árið 2002 við Óskarsverðlaunum fyrir bestan leik í aðalhlutverki, fyrst hörundsdökkra kvenna, tileinkaði hún verðlaunin „öllum nafnlausum, óþekktum hör- undsdökkum konum sem eiga núna möguleika vegna þess að brautin hefur verið rudd“. Fimmtán árum seinna hefur engin önnur hörunds- dökk kona bæst í hópinn. Í viðtali við Teen Vogue segist Berry sorgmædd yfir því hversu lít- ið fjölbreytnin hafi aukist hjá banda- rísku kvikmyndaakademíunni á liðnum árum og tekur fram að sér hafi sérstaklega sárnað þegar allir 20 leikararnir sem tilnefndir voru fyrir leik í aðal- og aukahlutverki ár- ið 2015 reyndust hvítir á hörund. „Mér sárnaði þetta,“ segir Berry og tekur fram að ofangreindar til- nefningar hafi veitt sér innblástur. „Þetta hvatti mig til þess að leggja mitt lóð á vogarskálarnar með ein- hverjum hætti og þetta er ástæða þess að mig lang- ar að leikstýra. Mig langar að framleiða sjálf. Mig langar að fjölga tækifær- unum fyrir hör- undsdökka leik- ara,“ segir Berry og bendir á að ekki sé þó nóg að fjölda bara leikurunum. „Hörundsdökkir leikarar hafa ekki möguleika á að vinna nema þeim bjóðist bitastæð hlutverk. Mér finnst einboðið að fjölga þarf hörundsdökkum handritshöfundum, leikstjórum og framleiðendum – ekki bara leikurum. Við þurfum að fara að segja sögur okkar.“ Sam- kvæmt frétt BBC hafa aðeins fjórar hörundsdökkar leikkonur verið til- nefndar fyrir besta leik í aðal- hlutverki frá því að Berry vann, en fyrir 2002 höfðu aðeins sex hörunds- dökkar leikkonur verið tilnefndar í 72 ára sögu Óskarsins. silja@mbl.is Breytti Óskarinn í reynd engu? Halle Berry »Tónlistarhátíðin á Hróarskeldu í Dan- mörku hófst 24. júní og lýkur á laugardaginn, 1. júlí. Skv. upplýsingum á vef hátíðarinnar sækja hana um 130 þúsund manns, þar af um 100 þúsund gestir, en við bætist mikill fjöldi flytj- enda og fylgdarliðs, sjálfboðaliða og ýmiss konar starfsmanna. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Foo Fighters, The Weeknd og The xx en íslenskir flytjendur eru Mammút, Auðn, Gangly og Ayia. 130 þúsund manns í sumargleðinni á Hróarskeldu Ofurgestur? Tónleikagestir tóku á sprett þegar hliðin að hátíðarsvæðinu voru opnuð enda nauðsynlegt að fá gott tjaldstæði. Kóngulóarmaðurinn fór þar fremstur í flokki og hlýtur að hafa nælt sér í gott stæði. Vinsæll Kanadíski tónlistarmaðurinn The Weeknd skemmti í fyrrakvöld. Leðurrokk Söngvari sænsku sveitarinnar Hellacopters, Nicke Anderson. Réttlæti Franska raftónlistartvíeykið Justice, þ.e. Réttlæti, lék í gær. AFP Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 5.40 ÍSL. TAL SÝND KL. 3.50 ÍSL. TAL SÝND KL. 8, 10.20 ÍSL. TAL SÝND KL. 5, 8, 10.25 SÝND KL. 8, 10.20 SÝND KL. 3.50, 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.