Morgunblaðið - 30.06.2017, Page 89

Morgunblaðið - 30.06.2017, Page 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Þegar Halle Berry tók árið 2002 við Óskarsverðlaunum fyrir bestan leik í aðalhlutverki, fyrst hörundsdökkra kvenna, tileinkaði hún verðlaunin „öllum nafnlausum, óþekktum hör- undsdökkum konum sem eiga núna möguleika vegna þess að brautin hefur verið rudd“. Fimmtán árum seinna hefur engin önnur hörunds- dökk kona bæst í hópinn. Í viðtali við Teen Vogue segist Berry sorgmædd yfir því hversu lít- ið fjölbreytnin hafi aukist hjá banda- rísku kvikmyndaakademíunni á liðnum árum og tekur fram að sér hafi sérstaklega sárnað þegar allir 20 leikararnir sem tilnefndir voru fyrir leik í aðal- og aukahlutverki ár- ið 2015 reyndust hvítir á hörund. „Mér sárnaði þetta,“ segir Berry og tekur fram að ofangreindar til- nefningar hafi veitt sér innblástur. „Þetta hvatti mig til þess að leggja mitt lóð á vogarskálarnar með ein- hverjum hætti og þetta er ástæða þess að mig lang- ar að leikstýra. Mig langar að framleiða sjálf. Mig langar að fjölga tækifær- unum fyrir hör- undsdökka leik- ara,“ segir Berry og bendir á að ekki sé þó nóg að fjölda bara leikurunum. „Hörundsdökkir leikarar hafa ekki möguleika á að vinna nema þeim bjóðist bitastæð hlutverk. Mér finnst einboðið að fjölga þarf hörundsdökkum handritshöfundum, leikstjórum og framleiðendum – ekki bara leikurum. Við þurfum að fara að segja sögur okkar.“ Sam- kvæmt frétt BBC hafa aðeins fjórar hörundsdökkar leikkonur verið til- nefndar fyrir besta leik í aðal- hlutverki frá því að Berry vann, en fyrir 2002 höfðu aðeins sex hörunds- dökkar leikkonur verið tilnefndar í 72 ára sögu Óskarsins. silja@mbl.is Breytti Óskarinn í reynd engu? Halle Berry »Tónlistarhátíðin á Hróarskeldu í Dan- mörku hófst 24. júní og lýkur á laugardaginn, 1. júlí. Skv. upplýsingum á vef hátíðarinnar sækja hana um 130 þúsund manns, þar af um 100 þúsund gestir, en við bætist mikill fjöldi flytj- enda og fylgdarliðs, sjálfboðaliða og ýmiss konar starfsmanna. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Foo Fighters, The Weeknd og The xx en íslenskir flytjendur eru Mammút, Auðn, Gangly og Ayia. 130 þúsund manns í sumargleðinni á Hróarskeldu Ofurgestur? Tónleikagestir tóku á sprett þegar hliðin að hátíðarsvæðinu voru opnuð enda nauðsynlegt að fá gott tjaldstæði. Kóngulóarmaðurinn fór þar fremstur í flokki og hlýtur að hafa nælt sér í gott stæði. Vinsæll Kanadíski tónlistarmaðurinn The Weeknd skemmti í fyrrakvöld. Leðurrokk Söngvari sænsku sveitarinnar Hellacopters, Nicke Anderson. Réttlæti Franska raftónlistartvíeykið Justice, þ.e. Réttlæti, lék í gær. AFP Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 5.40 ÍSL. TAL SÝND KL. 3.50 ÍSL. TAL SÝND KL. 8, 10.20 ÍSL. TAL SÝND KL. 5, 8, 10.25 SÝND KL. 8, 10.20 SÝND KL. 3.50, 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.