Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 92
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 181. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Heitustu piparsveinar landsins 2. Gísli Friðjónsson skattakóngur... 3. Erfiðar seinni níu hjá Ólafíu... 4. Lést vegna læknamistaka »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kartöfluæturnar er nýtt íslenskt verk eftir Tyrfing Tyrfingsson sem verður frumsýnt á Litla sviði Borgar- leikhússins í september. Áður hefur Borgarleikhúsið sýnt eftir hann leik- ritin Bláskjá og Auglýsingu ársins ásamt stuttverkinu Skúrinn á slétt- unni, en Tyrfingur starfaði sem hús- skáld Borgarleikhússins 2014 og 2015. Í Kartöfluætunum fjallar Tyrf- ingur um venjulega en jafnframt skrautlega íslenska fjölskyldu sem tekst á við meðvirkni, stjórnsemi og baráttuna við að lifa af. Örvænting, skömm, sektarkennd, leyndardómar og lygi koma við sögu og er þessum tilfinningum lýst með húmor og stíl sem einkenna höfundinn. Ólafur Egill Egilsson leikstýrir og leikarar eru Atli Rafn Sigurðarson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjáns- son, Sigrún Edda Björnsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir. Morgunblaðið/Eggert Nýtt íslenskt verk eftir Tyrfing í haust  Tónskáldið Atli Örvarsson hefur tekið sæti í bandarísku kvikmyndaakademí- unni sem velur Óskarsverðlaunahafa og tilnefningar. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt er- lendum miðlum bauðst alls 744 lista- mönnum frá 57 löndum innganga í aka- demíuna þetta árið. Akademían hefur sætt ámæli fyrir einsleitni síðustu ár, en árið 2016 voru 92% með- lima hvít og 75% karlkyns. Fráfarandi forseti akademí- unnar, Cheryl Boone Isaacs, vildi auka fjöl- breytnina og þannig eru tæplega 40% nýrra meðlima kon- ur og 30% dökk á hörund. Tekur sæti í kvik- myndaakademíunni Á laugardag og sunnudag Norðlæg átt, 5-10 en hægari vestlæg eða breytileg átt sunnan heiða. Skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 8 til 15 stig, mildast á Suðurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlægari í dag en í gær og þéttari skúrir seinnipartinn, en úrkomulítið á Austfjörðum. Hiti 8 til 18 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. VEÐUR „Þetta hefði alveg getað farið á hvorn veginn sem er, en heilsan hefur alltaf verið í fyrirrúmi. Ég hefði hvorki andlega né líkamlega verið tilbúin að takast á við af- leiðingarnar ef ég hefði far- ið of fljótt af stað,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir, sem vann sér sæti í EM-hópnum og er farin að skora á ný fyr- ir Stjörnuna eftir að hafa fætt annað barn sitt fyrir fjórum mánuðum. »4 Gat farið á hvorn veginn sem er „Það er óljóst hvað tekur við hjá mér núna. Ég er bara að fara yfir stöðuna. Einn af möguleikunum sem koma til greina er að spila á Íslandi í sumar,“ sagði knatt- spyrnumað- urinn Sölvi Geir Ottesen sem er nú án félags eftir að hafa gert starfsloka- samning við taí- lenska liðið Bur- iram. »1 Hvað gerir Sölvi Geir Ottesen? Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 74 höggum eða þremur höggum yfir pari á fyrsta hring KPMG-risamótsins í golfi í Ill- inois í Bandaríkjunum í gær. Hún fór vel af stað en missti dampinn þegar á leið. Ljóst er að Ólafía Þórunn verður að leika vel í dag til þess að komast í gegnum niðurskurðinn svo hún geti leikið seinni hringina tvo. »1 Ólafía Þórunn er í erf- iðri stöðu í Illinois ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Ólafur Vigfússon og María Anna Clausen, sem eiga og reka veiðivöruverslunina Veiðihornið í Síðumúla í Reykjavík, eru lengstum í versluninni en þegar dag tekur að stytta bregða þau undir sig betri fætinum og fara í fluguveiði í heit- um sjó á fjarlægum slóðum. Fiska- búr með skrautfiskum kemst næst lýsingu þeirra á umhverfinu, en næst á dagskrá er fimm hjóna ferð í Kyrrahafið. Ólafur og María hafa veitt lax og silung saman á Íslandi í nær 40 ár. Fyrir nokkrum árum ákváðu þau að slaka á veiðinni heima á sumrin, einbeita sér að rekstrinum og kanna fjarlægari mið utan helsta veiðitímabilsins hérlendis. Bandarískir vinir þeirra komu þeim á bragðið á framandi stöðum. „Fyrir um sjö árum fórum við með þeim í einfalda veiði á bonefish eða silfurbogga við Bahamaeyjar og síðan höfum við fært okkur upp á skaftið og farið lengra og víðar,“ segir Ólafur. Hafa farið víða Þau hafa meðal annars farið í veiðiferðir í Karíbahafið, Mexíkó- flóa, Indlandshaf og nú síðast í Kyrrahaf en í haust hafa þau skipu- lagt fimm hjóna ferð til Kíríbatí eða Jólaeyjar. „Við erum venjulega á veiðum í viku,“ segir María og bæt- ir við að með veiðileyfinu fylgi gjarnan bátur, leiðsögumaður og gisting í landi. Jólaeyja er afskekkt rétt sunnan við miðbaug í Kyrrahafinu. Þegar flogið er þangað frá Havaí er farið yfir daglínu. „Havaí er 10 tímum á eftir okkur en Jólaeyja er 14 tímum á undan okkur,“ útskýrir Ólafur. Aðeins er eitt flug á viku þangað frá Havaí, vél millilendir á leið til Fídji. Lagt er af stað á hádegi á þriðjudegi og komið um miðjan dag á miðvikudegi eftir þriggja tíma flug. „Þarna er mjög góð veiði og margar tegundir,“ segir María. Ólafur og María leggja áherslu á að veiði sé alltaf jafnskemmtileg, jafnt á Íslandi sem í útlöndum. „Munurinn er 20 gráður á celsíus,“ segir Ólafur og kímir. „Það er tölu- verður munur að standa léttklædd í sólinni í ylvolgum sjónum,“ áréttar María. Þau segja líka gott að lengja sumarið með því að fara til heitari svæða á haustin, en næsta ferð verður í lok október. Fiskarnir séu líka sterkari en hérlendis, fjöl- breytnin meiri og svo sé allt annað að stunda sjónveiði en veiði þar sem kastað sé upp á von og óvon. „Þú sérð fiskinn, þar sem þú kastar en kastar ekki eitthvað í blindni,“ seg- ir María. „Það er allt annar heimur að veiða í söltum, heitum sjó,“ botn- ar Ólafur. Í slag við stóra skrautfiska  Skipuleggja veiðiferðir á fjarlæga staði Í Indlandshafi María Anna og Ólafur með Peach Face, eina tegund af Triggerfish, sem er við Seychelles-eyjar. Veiði Við Jólaeyju má fá Giant Trevally, sem geta orðið 200 pund að þyngd. MBera virðingu fyrir … »18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.