Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 62

Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 62
62 fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR - Tónlistarkonunni Elízu Newman Geirsdóttur líkar vel að búa í fá- menninu í Höfnum ásamt fjölskyldu sinni. Það sinnir hún tónlistar- gyðjunni og vinnur að nýrri plötu sem mun koma út eftir jól. FRÁ LONDON TIL HAFNA -viðtal pósturu eythor@vf.is Frá London til Hafna Elíza íhugaði að flytja í Hafnir áður en flutti til London á sínum tíma. „Ég bjó í miðbæ Reykjavíkur fyrsta árið og það er bara ekki í raunveru- leikanum að fjárfesta í Þingholt- unum, þar sem ég vildi vera búa. Þannig að næsti kostur var Suður- nesin og Hafnirnar eru náttúrulega algjör perla.“ Elíza á rætur að rekja til Hafna því faðir hennar, Geir Newman, er alinn upp þar. „Amma og afi bjuggu hérna, langamma og meira að segja langalangamma í móðurætt líka. Þannig að allir vegir liggja til Hafna, eins og mál- tækið segir,“ segir Elíza og hlær. Húsið sem hún býr í er sögufrægt því faðir söngvasystkinanna Ellýjar og Vilhjálms, Vilhjálmur Hinrik Ívarsson, byggði húsið snemma á fjórða áratug síðustu aldar. Elíza segir góðan anda vera í húsinu. „Já og mjög góð stemning. Mikið hlegið í þessu húsi í gegnum árin, held ég, og mikil tónlist.“ Í húsinu hefur verið útbúið sérstakt tón- listarherbergi og segist Elíza sífellt vera að semja nýja tónlist. „Ég get ekki hætt þótt ég reyni. Það er bara nóg pláss þar sem við semjum og ég er að vinna að plötu núna.“ Nördahópur úr Keflavík Elíza hefur grúskað í tónlist síðan árið 1992. Spurð um hvort ekki sé komið gott svarar hún hlæjandi: „Ertu að segja mér að hætta? Ég hugsa þetta ekki þannig. Ég hef þetta í mér og það kemur mjög eðlilega hjá mér að semja. Ég hugsa ekki, jæja nú er ég orðin svona gömul og verð að hætta þessari vitleysu. Þetta virkar ekki þannig. Maður slekkur ekki á tónlist sem list. Ég geri bara það sem ég vil og það virkar mjög vel. Þetta er líka rosa fín leið til að tjá sig, halda geð- heilsu og vera glaður.“ Elíza sigraði Músíktilraunir með rokkstelpna- bandinu Kolrössu krókríðandi og vakti sigurinn mikla athygli á sínum tíma. „Við vorum svona vinkonuhópur, nördahópur úr Keflavík. Vorum ekki í íþróttum, heldur í leikfélaginu og alltaf með einhver atriði á árshátíðum og svoleiðis. Með mikla athyglisýki og okkur fannst besta leiðin til að fá athygli og hneyksla sem flesta á sama tíma vera að stofna þessa hljómsveit. Það virkaði alveg eins og við vildum. Svo ákváðum við að fara í músíktilraunir upp á grín. Það gekk bara svona ljómandi vel,“ rifjar Elíza upp og bætir við að þær hafi ekki átt von á sigrinum. „Ekki þegar við fórum inn í keppnina, en eftir fyrsta kvöldið fékk ég ein- hvern svona meðbyr; eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður. Þá vissi ég inni í mér að við ættum góðan séns. Hinar trúðu því ekki fyrr en búið var að kalla upp nafn hljóm- sveitarinnar.“ Í beinni hjá Al Jazeera Kolrassa krókríðandi gaf út þrjár pötur og hljómsveitin Bellatrix, angi úr Kolrössu, síðan tvær. Í dag eru hljómsveitarmeðlimir saman í saumaklúbbi. „Fyrst var draumur- inn okkar að fara til Reykjavíkur og spila á einhverjum tónleikum. Við gerðum það og þá varð stærri draumur að gefa út plötu hjá Smekkleysu. Enn stærri draumur var síðan að fara einu sinni til London og svo að búa í London og fá samning þar. Draumarnir stækk- uðu því alltaf. Snjóboltinn bara rúllaði áfram,“ segir Elíza, sem fékk aldeilis gott tækifæri og kynningu upp í hendurnar þegar Eyjafjalla- jökull gaus árið 2010. „Allt sem gerist í mínu lífi dettur bara svona inn. Ég var bara í skólanum og fékk símtal frá Al Jazeera stöðinni þar sem spurt var hvort ég vildi hjálpa þeim að bera fram orðið Eyjafjalla- jökull. Buðu mér bílstjóra til að keyra með mig úr skólanum og um alla London. Þeir spurðu hvort ég vildi semja lag og ég gerði það á fimm mínútum í bílnum og flutti það svo í beinni útsendingu. Svo fékk ég að vita viku seinna að þetta hefði orðið vinsælasta fréttin þeirra frá upphafi eða eitthvað. Fólk farið að spotta mig í lestinni í London, sem gerist aldrei nema um sé að ræða skrýtið fólk. Svo var þetta bara komið út um allt. Voða fyndið í viku,“ segir Elíza og brosir. Sólóplata í vinnslu Elíza hefur gefið út þrjár sólóplötur og sú fjórða er í bígerð, kemur út eftir jól. „Ég ætla ekki að koma mér út í jólavitleysuna. Gaf út eitt lag fyrir nokkrum vikum sem heitir Flöskuskeytið.“ Spurð um hvernig henni hafi fundist tónlistarlífið í Keflavík þegar hún varst að stíga sín fyrstu skref á þeirri braut, segir Elíza að til staðar hafi verið miklir áhrifavaldar, eins og Pan- dóra sem urðu Deep Jimi and the Zep Creams. „Við litum mjög upp til þeirra og stofuðum hljóm- sveitina okkar m.a. til þess að verða kúl eins og þeir. Við vorum 14 ára eða eitthvað. Musterið, æf- ingahúsnæðið við Hafnarfgötuna sem brann, margar flottar hljóm- sveitir æfðu þar, m.a. fólk sem er í hljómsveitum eins og Hjálmum,“ segir Elíza og bætir við að það sé bæði gott og slæmt að hafa byrjað snemma í tónlist. „Ég var búinn að gera ótrúlega margt aðeins 23ja ára. Það halda kannski allir að ég sé fimmtug eða eitthvað. Það er allt í lagi, það er bara skemmtilegt,“ segir hún hlæjandi. Hafnir dálítið gleymd perla Í dag leitar Elíza að lífsgæðum sem passa við sig. „Þó að það komi ekki fram í tónlistinni þá er ég stundum dálítið æst. Ég fíla þess vegna vel vera svona við sjóinn, hafa smá víð- áttu í kringum mig og ekkert rugl.“ Margir (m.a.s. Suðurnesjamenn) viti ekki mikið um Hafnir. „Það tekur aðeins sex mínútur að keyra héðan að Fitjum. Þetta er dálítið gleymd perla, úti í horni, sem er fínt. Mér finnst gott að það sé ekki margt fólk hérna. Þetta er rosalega fallegur staður og allt svo fallegt í kringum mann. Það gleymist stundum að Hafnir eru líka hluti af Reykjanesbæ og hægt að brydda upp á ýmsu hér. Hér var ein stærsta verstöð landsins og margar sögur hér sem bíða eftir að fá að heyrast aftur,“ segir Elíza. Þetta er líka rosa fín leið til að tjá sig, halda geðheilsu og vera glaður ■■ Elíza Newman Geirsdóttir fann lífsgæði sem hún leitaði að í Höfnum sem hún segir vera dálítið gleymda perlu:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.