Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 68

Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 68
68 fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR SENDUM BÆJARBÚUM OKKAR BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR - jólaspurningar Eru einhverjar hefðir hjá ykkur á bæjarskrifstofunni þegar kemur að jólunum? Bæjarskrifstofan er skreytt áður en aðventa gengur í garð. Starfsfólkið kemur saman og borðar jólamat í aðdraganda jólanna. Hvernig eru jólahefðir hjá þér? Jólahefðir eru ýmsar. Skreytingar á húsi, rölt um Laugaveginn á Þor- láksmessukvöld, yfirleitt hef ég reykt hangilæri hangandi í eld- húsinu fyrir jól og við fáum okkur flís af kjöti af og til. Síðan eru ýmsar hefðir á aðfangadag. Síðan er fastur liður að borða hangikjöt hjá tengdamömmu á jóladag. Hver er besta jólamyndin? Gamla Dickens sagan um Skrögg er mjög klassísk og góð. Hvaða lag kemur þér í jólaskap? Raggi Bjarna, Er líða fer að jólum. Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ég er mjög vanafastur um jólin. Fyrir utan aðfangadag (sjá að neðan), þá er bókalestur og sam- vera með sem flestum í fjölskyld- unni. Oftast fer ég í jólamessu og horfi á hátíðarmessu í sjónvarpi. Hvernig er aðfangadagur hjá þér? Það er alltaf heimabakað brauð og hangikjöt á borðum um hádegi á aðfangadag. Eftir það förum við feðgar og látum ljós á leiði forferðra og -mæðra í kirkjugarðinum. Fjöl- skyldan borðar síðan saman og eftir það eru opnaðar jólagjafir, það er framkvæmt eftir föstum hefðum. Oft fer ég í messu á aðfangadag. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Margar góðar og eftirminnilegar jólagjafir gegnum tíðina. Líklega er það þó rafmagnsbílabrautin sem ég fékk í jólagjöf þegar ég var 10-11 ára sem er eftirminnilegust. Hvað er í matinn á aðfangadag? Við höfum yfirleitt kalkún í matinn á aðfangadagskvöld. Eftirminnilegustu jólin? Ætli eftirminnilegustu jólin séu ekki þegar ég var rúmlega tvítugur og var einn í Reykjavík vegna þess að ég var mikið að spila með Upp- lyftingu um þau jól. Það er eftir- minnilegt að hafa verið einn á að- fangadagskvöld og öll fjölskyldan var vestur í Ólafsvík. Hvað langar þig í jólagjöf? Góð bók er alltaf sígild. Borðar þú skötu? Já ég borða skötu tvisvar á ári. Annars vegar þegar haldin er skötumessa í Garðinum á Þorláks- messu að sumri. Síðan borða ég alltaf skötu í góðra vina hópi á Þor- láksmessu fyrir jól. Það er órjúfan- legur hluti í aðdraganda jóla. Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? Borða skötu í hádeginu, síðan höfum við nú í mörg ár farið í bæinn og rölt um Laugaveginn á Þorláksmessukvöld. Lengi vel var ég á síðustu stundu með að kaupa jólagjöf fyrir konuna og gerði það gjarnan á Þorláksmessu, kannski verður það þannig líka í ár! ■■ Magnús Stefánsson: Gjöfin fyrir kon- una oft keypt á síðustu stundu Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garðinum fer í skötu á Þorláks- messu.Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garðinum snæðir yfirleitt kalkún á aðfangadag með fjölskyldunni. Hann er frekar vanafastur yfir hátíðarnar og fær sér t.a.m. alltaf skötu í góðra vina hópi á Þor- láksmessu. Lagið Er líða fer að jólum, með Ragga Bjarna, kemur bæjarstjóranum söngglaða alltaf í jólaskapið. Hvít lagkaka með súkkulaðikremi Ég er í uppskriftagírnum þessa dagana eins og margar aðrar húsmæður og mig langar til að gefa ykkur uppskrift að ljósri lagköku með súkkulaðikremi á milli en þetta er kaka sem ömmur mínar langt aftur i móðurlegg hafa bakað árum saman fyrir jólin. Börnunum mínum finnst þessi kaka æði og nú er ég búin að setja hana í hollustubúning því það er svo notalegt að fá sér eina köku- sneið. Það er frábært að halda í þessar gömlu fjölskylduhefðir síðan maður var að alast upp og bragðið vekur óneitanlega upp góðar æskuminningar. Gleðilegan jólabakstur! Hvít lagkaka: 4 egg 250 g smjör 1 msk mjólk 1 tsk vanilluduft 260 g lífrænt heilhveiti 260 g Sukrin sykur 2 tsk vínsteinslyftiduft Súkkulaðikrem: 1-2 egg 250 g smjör 2 msk kalt kaffi 2-3 vanilluduft 2 msk hreint kakóduft 500 g Sukrin melis flórsykur 200 g lífrænt 70% súkkulaði Kakan. Smjör, egg og sykur þeytt vel saman. Þurrefnum blandað saman í sér skál og öllu svo hrært saman. Skiptið deiginu í 3 hluta og smyrjið út 1 hluta í einu á bökunarpappír á ofnplötu. Baka 1 ofnplötu í einu í ofninum. Bakið við 200°C í 10 mín. Kremið. Smjör, egg og sykur þeytt vel saman, súkkulaði og kakó brætt saman við lágan hita. Rest af kremuppskrift bætt við og hrært vel saman við. Kremi smurt á milli laga þannig að verði 3 lög af köku og kremi. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterset.com/grasalaeknir, www.instagram.com/asdisgrasa HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR Heimilisfólk og starfsmenn Hrafnistu Reykjanesbæ Bestu jóla- og nýárskveðjur sendum við til ættingja og vina með þakklæti fyrir liðnar stundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.