Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2016, Síða 16

Víkurfréttir - 22.12.2016, Síða 16
16 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@vf.is Búið er að tryggja rekstur Bjargar- innar, geðræktarmiðstöðvar Suður- nesja, út árið 2017. Sú staða kom upp fyrir um ári síðan að útlit væri fyrir að vegna niðurskurðar hjá Reykjanesbæ þyrfti að loka Björginni um mitt þetta ár. Með samstilltu átaki einstaklinga, félagasamtaka, sveitarfélaga og ríkis- ins var lokuninni afstýrt. Nú síðast á dögunum var undirritaður samningur um tveggja milljóna króna styrk frá Rauða krossinum til Bjargarinnar. Að sögn Díönu Hilmarsdóttur, forstöðu- konu Bjargarinnar, er nú unnið að því hörðum höndum að tryggja að reksturinn verði til framtíðar. Hún er bjartsýn á að það takist. Díana tók við forstöðu Bjargarinnar fyrr á árinu eftir að forveri hennar, Hafdís Guðmunds- dóttir, lést eftir stutta en erfiða baráttu við krabbamein. Áður hafði Díana starfað hjá Björginni frá árinu 2014. Björgin er athvarf þar sem veitt er endurhæfing og eftirfylgd fyrir fólk með geðheilsuvanda. Að sögn Díönu er athvarfið fyrir einstaklinga sem flestir eru á endurhæfingarlífeyri og örorku, eru annað hvort í hlutastarfi eða óvinnufærir. „Endurhæfingin er einstaklingsbundin og helsta mark- miðið með henni er að aðstoða einstaklinginn til sjálfshjálpar. Ein- staklingar eru hér í endurhæfingu í skemmri eða lengri tíma, allt eftir því hvar þeir eru staddir. Frá okkur fara þeir svo í nám, út á vinnumarkaðinn eða á örorku ef heilsa þeirra er slík,“ segir hún. Mikil áhersla er lögð á að rjúfa félagslega einangrun einstakl- inga hjá Björginni og efla sjálfstæði þeirra sem þangað leita og draga úr innlögnum á stofnanir. Díana segir starfið hjá Björginni mjög gefandi og þá sérstaklega að geta hjálpað fólki til sjálfshjálpar. „Það er yndislegt að fá að fylgja fólki og sjá það byggja sig upp, ná bata og geta gert það sem það vill, hvort sem það er nám, vinna, sjálfboðastarf eða annað. Mér finnst yndislegt að geta verið til staðar fyrir fólkið mitt.“ Þörf á öðrum geðlækni Pétur Hauksson, geðlæknir, kemur í Björgina einu sinni í viku og er hann eini geðlæknirinn sem starfar á Suður- nesjum. Díana segir mikla ásókn í tíma hjá honum og að fyrir hafi komið að töluverð bið myndist eftir tíma. Því sé ekki vanþörf á að fá annan geðlækni til starfa á Suðurnesjum. Starfið hjá Björginni hefur þróast frá stofnun árið 2005 og hefur fjöldi þeirra sem þangað sækja þjónustu aukist jafnt og þétt síðan. Aðspurð að því hvort farið sé eftir fyrirmynd annars staðar frá við starfið í Björg- inni segir Díana nokkrar stofnanir hér á landi fást við svipuð verkefni og Björgin. „Ég vil þó leyfa mér að segja að það sé enginn staður eins og Björgin starfræktur hér á landi.“ Björgin vinnur einnig að því að auka þekkingu almennings á geðheil- brigðismálum. Björgin var á sínum tíma með verkefni sem hét Geðveik hönnun, félagar í Björginni gáfu út ljóðabók og föndruðu ýmislegt sem var svo selt til styrktar Björginni. Ár- lega var farið í göngu á alþjóða geðheil- brigðisdaginn þann 10. október hér í Reykjanesbæ ásamt fleiru. Björgin hefur tekið þátt í listasýningum og núna síðast List án landamæra þar sem myndir eftir einstaklinga í Björg- inni voru á veggjum í húsnæði Mið- stöðvar símenntunar á Suðurnesjum að Krossmóa 4. Óvissan erfið Síðastliðið ár hefur verið mjög þungt í skauti vegna óvissu með starfsemi Bjargarinnar, að sögn Díönu. „Við vorum undirmannaðar stóran hluta árs og þurftum því miður að draga úr ákveðinni þjónustu um tíma. Nú erum við fullmannaðar á nýjan leik með öflugt starfsfólk sem er stútfullt af hugmyndum fyrir Björgina og starfs- semi hennar. Við höfum hugsað okkur að koma annað slagið með fróðleik í formi pistla eða greina inn á heima- síðu Bjargarinnar www.bjorgin.is með það að markmiði að okkar fólk sem og aðstandendur og almenningur lesi sér til fróðleiks og upplýsinga til að draga úr fordómum og vanþekkingu á geðrænum vanda. Það er verið að vinna í heimasíðunni okkar hörðum höndum, gera hana aðgengilega fyrir alla, að fólk geti leitað sér upplýsinga um geðsjúkdóma á síðunni og þau úr- ræði sem eru í boði í samfélaginu. Við erum með ýmislegt á takteinunum þannig að endilega fylgist með okkur.“ Díana segir mjög mikilvægt að auka þekkingu almennings á geðheil- brigðismálum, bæði til að fólk skilji að fólk með geðrænan vanda er eins og hver annar. Einnig sé brýn þörf á að fólk fái fræðslu á mannamáli um það hvernig geðsjúkdómar virka. „Það hefur verið ákveðinn stimpill á fólki með geðsjúkdóma í gegnum tíðina og einnig á Björginni, að það sé svo veikt fólk hér. Ef einstaklingur fótbrotnar þá fer hann í gifs og þarf hækjur. Einstaklingur sem glímir við andleg veikindi hefur þann möguleika að koma í Björgina og fá sitt gifs og sínar hækjur hér,“ segir Díana. Hún segir vanta meira hér á Suðurnesjum að einstaklingar með geðrænan vanda og sömuleiðis með skerta starfsgetu fái tækifæri á vinnumarkaði til að sýna hvað í þeim býr. „Flestir þessara ein- staklinga hafa ekki verið á atvinnu- markaði um tíma og þurfa tíma til aðlögunar, fá að byrja í hlutastarfi og auka við sig hægt og rólega. Sumum hverjum hentar hlutastarf og öðrum hentar fullt starf. Það þarf að sýna skilning og sveigjanleika. Það á ekki að vera feimnismál þegar maður sækir um vinnu að maður eigi við geð- rænan vanda að stríða, það á ekki að eyðileggja fyrir manni.“ Fólkið sem leitar til Bjargarinnar fær tilvísanir frá fagaðilum hérna á Suður- nesjum og höfuðborgarsvæðinu, meðal annars frá Virk, Vinnumála- stofnun, Samvinnu, Miðstöð Símennt- unar á Suðurnesjum, Landspítalanum, Reykjalundi og frá sveitarfélögunum á svæðinu. Einnig kemur fólk í Björgina af sjálfsdáðum eftir að hafa heyrt af starfinu frá öðrum. Stofna sjóð til minningar um Hafdísi Guðmundsdóttur ■ Undirritaður var samningur um styrk að upphæð tvær milljónir frá Suðurnesjadeild Rauða krossins til Bjargar- innar á dögunum. Á myndinni má sjá Hannes Friðriksson frá Rauða krossinum og Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, við undirritunina, ásamt fólkinu í Björginni. Kjartan þakkaði Hannesi fyrir elju og dugnað sem hann hefur sýnt við baráttu fyrir áframhaldandi starfsemi Bjargarinnar. Styrkurinn frá Rauða kross- inum er upp á tvær milljónir og hefur þegar rúmlega einni milljón verið varið til kaupa á ýmsum húsgögnum og búnaði. Það sem eftir er verður nýtt til að stofna sjóð til minningar um Hafdísi Guðmundsdóttir, fyrrum forstöðu- konu Bjargarinnar, sem lést á árinu. Úr sjóðnum verða veittir styrkir til menntunar fólks sem sótt hefur Björgina. „Það á ekki að vera feimnismál þegar maður sækir um vinnu að maður eigi við geðrænan vanda að stríða, það á ekki að eyðileggja fyrir manni“ Hjá Björginni, geðræktarmiðstöð Suðurnesja, hefur líðandi ár verið erfitt vegna óvissu um framhald starfseminnar en nú horfir til bjartari tíma. Díana Hilmarsdóttir, forstöðukona Bjargarinnar, segir mikilvægt að uppræta fordóma gagnvart andlegum veikindum. ENGINN STAÐUR EINS OG BJÖRGIN Díana Hilmarsdóttir, forstöðu- kona Bjargarinnar, ásamt Emil N. Ólafssyni. VF-mynd/dagnyhulda

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.