Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 20
20 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Lífið eftir körfuboltann Þegar halla fór á síðari hluta ferils Brenton í körfuboltanum fór hann að hugsa um hvað tæki við. Hann ákvað að opna húsgagnaverslun við Hafnar- götu í Reykjanesbæ árið 2006 og rak hana í tvö ár. Brenton og Berglind fóru að vera saman þegar Brenton var að fara að spila í Frakklandi en þar bjuggu þau saman. Þau eignuðust son saman 2004 en fyrir átti hún einn son. „Það var gaman í upphafi að reka búð- ina. Svo tekur raunveruleikinn við. Til þess að fyrirtækið virki þurftum við að njóta ákveðinnar velgengni. Svo kom kreppan og við þurftum að ákveða hvort við ættum að segja skilið við búðina,“ segir Brenton um hús- gagnaævintýrið. Það stóð aldrei til að verða eftir á Ís- landi þegar körfuboltanum lauk. „Berglind er ástæðan fyrir því að ég varð eftir á Íslandi. Eftir Frakkland þá varð Ísland heimahöfnin fyrir mér þar sem hún var hér. Það var ekki erfið ákvörðun að setjast að á Íslandi. Ef þú elskar einhvern þá skiptir staðsetn- ingin engu máli. Ég sakna auðvitað fjölskyldu minnar í Bandaríkjunum mjög mikið en er að reyna að lifa mínu eigin lífi.“ Fyrir tilviljun fékk Brenton spurnir af námi flugumferðastjóra. Það er starf þar sem enska er fyrirferðamikil og mikilvægt er að vera yfirvegaður undir álagi. „Ég elska þessa vinnu og hlakka til þess að mæta á hverja vakt,“ segir Brenton sem hafði alltaf áhuga á flugi en var ekki áhugasamur um að vera flugmaður. „Ég er ekki flug- hræddur en kýs frekar að vera á jörðu niðri.“ Brenton skráði sig í námið hjá Keili árið 2009 og stóð sig mjög vel. Hann var ráðinn til Isavia í kjölfarið og kláraði réttindin ári síðar. „Margir hafa ákveðnar hugmyndir um starfið. Einn spurði mig til dæmis um daginn hvort við værum byrjaðir að starfa innandyra, hann hélt að við værum gaurarnir með ljósin sem leiðbeina flugvélunum við rampinn,“ segir hann og hlær. „Það eru mismun- andi tegundir af flugumferðarstjórum. Þeir sem eru í turninum, en ég fæst við það núna. Svo eru það þeir sem stýra flugumferð á flugvöllum á Íslandi og í íslenska flugstjórnarsvæðinu sem er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í heiminum. Svo eru aðrir sem stjórna aðflugi og rat- sjánum. Það er svo ótalmargt í þessu sem fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir. Við verðum að vera með það á hreinu hvað fer fram á öllum flug- brautum þar sem umferð bíla og flug- véla er talsverð, svo er oft mikið um framkvæmdir á flugbrautunum og við fylgjumst vel með því.“ „Þessu starfi fylgir ákveðin streita og þú þarft að vera mjög einbeittur. Við erum auðvitað ekki eins og Heathrow í London og umferðin er ekki mikil miðað við þessa stóru flugvelli. Eins undarlega og það hljómar þá er það stundum þannig að okkar umferð er erfiðari en á þessum stóru völlum. Hér eru námsvélar og oft hervélar í bland við almenna umferð.“ „Við verðum að vera tilbúin að kveikja á okkur og takast á við verkefni á örskotsstundu. Það er ekki hægt að hita upp og teygja í þessum geira og hlutirnir gerast hratt.“ Þannig getur ýmislegt komið upp á og mistök geta haft alvarlegar afleiðingar. „Það gerist auðvitað ýmislegt þar sem mannlegi þátturinn er stór í starfinu. Góður flugumferðarstjóri getur séð eitthvað gerast fyrir og brugðist fljótt við án þess að frjósa eða fara á taugum.“ Brenton segir að liðsvinnan sé mikil eins og í körfuboltanum. Allir hafi sömu markmið og mikil áhersla er á samskipti. Brenton sér fyrir sér að starfa á þessum vettvangi lengi enda mjög hamingjusamur í starfi. Fjórir strákar og fjörugt heimili Brenton er mikill fjölskyldumaður. Þau Berglind eiga saman þrjá stráka og Berglind átti soninn Rúnar fyrir sem Brenton hefur verið uppeldis- faðir. „Ég elska fjölskyldulífið og það er fullkomið að ala upp börn á Ís- landi.“ Strákarnir eru í körfubolta og tekur Brenton þar mikinn þátt. Hann er eiginlega „all in“ þar eins og maður segir. Mætir á öll mót og ráðleggur stákunum. „Ég segi þeim að þeir þurfi ekki að spila körfubolta út af mér. En ef þeir vilja spila körfubolta þá finnst mér að þeir verði að leggja 120% á sig og þá er ég til í að hjálpa.“ Stoltur Íslendingur sem öskrar yfir fótbolta Brenton er eins og áður segir vel liðinn í samfélaginu en hann hefur þó fundið fyrir því að vera öðruvísi á stundum. „Að vera svartur maður á Íslandi, þá líður manni stundum eins og utanað- komandi. Vegna þeirra sem eru mér nærri, fjölskyldu og vina sem mér þykir vænt um, þá gerist það mjög sjaldan.“ Brenton var eins og allir Íslendingar með fótboltaæði í sumar þegar EM stóð yfir. Brenton sjálfur lék á sínum tíma 19 landsleiki fyrir Íslands hönd. „Þegar við spiluðum við England, hver var ekki hoppandi og öskrandi af gleði? Ég bý yfir miklu íslensku stolti. Ég hef verið hér í 18 ár, næstum hálfa ævina, auðvitað er ég stoltur Íslend- ingur. Nú til dags skilgreini ég mig sem Íslending með bandarískt vega- bréf,“ segir hinn geðþekki Brenton. Góður í Grindavík: „Ég er mikill Njarðvíkingur en ber líka til- finningar til Grindavíkur. Mér var nokkurn veginn ýtt þangað á sínum tíma. Ég hefði líklega spilað allan minn feril hjá Njarð- vík á Íslandi ef þetta hefði ekki farið svona. Þetta snýst líka um viðskipti og tryggðin nær aðeins visst langt á báða bóga.“ Frægðarhöllin: Brenton átti frábæran feril í Manhattan skól- anum. Brenton prófaði einu sinni að drekka í háskóla fyrir forvitnissakir. „Það var bara tilraun. Ég vissi strax að það yrði í eina skiptið.“ Fingur-rúll: Eitt af einkennismerkjum Brenton, er hið svo- kallaða. „finger roll. Hann átti það nú líka til að troða bolt- anum hressilega. Spilaði 19 landsleiki: „Jón Arnór er erfiðasti andstæðingurinn. Hann er besti leik- maður sem Ísland hefur átt. Hann er líka tíu árum yngri en ég og því var stundum erfitt að líta á hann sem andstæðing á sama stigi.“ Sú eina rétta: „Berglind er ástæðan fyrir því að ég varð eftir á Íslandi. Eftir Frakk- land þá varð Ísland heimahöfnin fyrir mér þar sem hún var hér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.