Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2016, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 22.12.2016, Qupperneq 22
22 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Háskólabrú í janúar Flugvirkjanám í janúar Tæknifræði í júní Háskólabrú í ágúst Íþróttaakademía í janúar Atvinnuflugnám í júní Atvinnuflugnám í janúar Háskólabrú í júní Íþróttaakademía í júní Leiðsögunám í júní Til hamingju útskriftarnemendur! Árið 2016 útskrifaði Keilir 296 nemendur úr öllum deildum skólans. Við óskum þeim til hamingju með þennan áfanga og þökkum þeim fyrir árið sem er að líða. Fjöldi íbúa Reykjanesbæjar mætti á íbúafund í Stapa á miðvikudags- kvöld í síðustu viku þar sem rædd var ófyrirséð mengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík. Verksmiðjan hóf framleiðslu í haust og upp úr miðjum nóvember fóru íbúar að finna fyrir lyktar- og reykmengun og hafa Um- hverfisstofnun borist fjölmargar ábendingar vegna þess. Að loknum framsögum á fundinum frá fulltrúum Reykjanesbæjar, United Silicon, Um- hverfisstofnun og Orkurannsóknum Keilis gafst fundargestum kostur á að bera fram spurningar. Ýmis mál tengd uppbyggingu stóriðju í Helgu- vík brunnu á fundargestum og stóð fundurinn í rúmlega þrjár klukku- stundir en þá var mælendaskrá lokað. Óttast að íbúar flytji vegna mengunar Íbúi í næsta nágrenni við kísilverið lýsti því hvernig gasskynjari hafi farið gang þegar hann hafði útidyrahurð á heimili sínu opna um tíma. Hann lýsti yfir áhyggjum af því að önnur efni en þau sem verið er að mæla streymi frá verksmiðjunni. Íbúi við Heiðarholt benti á að leikskólinn Heiðarsel væri nálægt verksmiðjunni. Annar kvaðst upplifa stöðuna sem svo að hann væri staddur í skipulagslegu stórslysi þar sem hver vísi á annan. Þá lýsti íbúi í Reykjanesbæ yfir áhyggjum af því að ungt fólk myndi í framtíðinni flytja frá bæjarfélaginu vegna mengunar. „Við erum að ala upp kynslóð hér sem hefur staðið sig vel í Pisa-könnunum og við viljum hafa hana hér áfram, er það ekki?,“ sagði sá íbúi og uppskar lófaklapp fundargesta. Segjast vilja gott samstarf við nágranna Kristleifur Andrésson, stjórnandi ör- yggis- og umhverfismála hjá United Silicon, sagði í framsögu sinni að fulltrúum fyrirtækisins þætti miður að íbúar hafi orðið fyrir óþægindum vegna byrjunarörðugleika sem þeir hafi glímt við. Hann sagði þá leggja áherslu á að eiga gott samstarf við ná- granna sína, íbúa og bæjaryfirvöld. 11 frávik frá ákvæðum starfsleyfis Í framsögu Sigríðar Kristjánsdóttur, teymisstjóra eftirlitsteymis Umhverf- isstofnunar, kom fram að skráð hafi verið 11 frávik frá ákvæðum starfs- leyfis kísilvers United Silicon í Helgu- vík. Hún sagði skráningar United Silicon ekki hafa verið fullnægjandi og upplýsingar sem fulltrúar fyrir- tækisins gáfu stofnuninni misvísandi. Þá lýsti hún því að sérfræðingar Um- hverfisstofnunar hafi haft áhyggjur af samskiptum við fulltrúa fyrirtækisins. Hún minna fundargesti á að eftirlits- skýrslur um starfsemina væru að- gengilegar á vef stofnunarinnar. Umhverfisstofnun beitti þvingarúr- ræði í þar síðustu viku eftir að hafa skráð frávik en ekki fengið þau við- brögð frá fyrirtækinu sem þau vonuð- ust til. Þvingunarúrræðið fólst í því að fyrirtækið skyldi ekki kveikja aftur á ofni eftir að slökkt var á honum í kjölfar vinnuslyss. Sigríður sagði að þá hafi fulltrúar United Silicon brugð- ist hratt við og sent gögn sem farið var yfir. Því var fyrirmælum aflétt og fyrirtækinu heimilt að kynda aftur upp í ofninum. Fjöldi á fundi um mengun frá kísilveri ●● Fulltrúi●United●Silicon●baðst●afsökunar●á●mengun ●● Margir●íbúar●tóku●til●máls●á●fundinum Fulltrúar United Silicon við háborðið, Helgi forstjóri þriðji frá hægri. Þeim til hliðar eru Sigríður Kristjánsdóttir og Þorsteinn Jóhannsson frá Umhverfisstofnun. VF-myndir/pket. Fjölmenni var í Stapa á fundinum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.