Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 26
26 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR
SENDUM ÍBÚUM
Í VOGUM BESTU
ÓSKIR UM
GLEÐILEG JÓL OG
FARSÆLT NÝTT ÁR
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Combo
Kletthálsi 7, Reykjavík
Fuglavík 18, Reykjanesbæ
settLutool Combo Kit
allt settið að
eins
17.890
Stingsög
Skrúfvél
Fjölno
tatæki
Keflavíkurkirkja skartar sínu fegursta
þessa aðventuna. Endurbótum á inn-
réttingum kirkjuskipsins er lokið og
kirkjan ljómar sem aldrei fyrr. Tón-
listin skipar stóran sess í helgihaldinu
og hafa allir kórar kirkjunnar látið
raust sína hljóma þessa aðventuna.
Leikskóla- og grunnskólabörn hafa
komið og flutt helgileiki við góðar
undirtektir og sungið jólalög. Reykja-
nesbær var með sína árlegu jólaföstu
þar sem öllu starfsfólki bæjarins var
boðið til árlegrar „jólaföstu í Kefla-
víkurkirkju” með tónlist og söng og
endaði svo á að fá sér heitt súkkulaði
og með því. Með þessari venju sem
nær nú áratug aftur í tímann, leggur
starfsmannafélag bæjarins til fé í Vel-
ferðarsjóð á Suðurnesjum, sem ella
hefði verið varið í veisluhöld á að-
ventunni.
Fyrsti sunnudagur í aðventu hófst
með hefðbundnu helgihaldi við messu
klukkan 11:00 og kom það svo í hlut
kórs eldri borgara á Suðurnesjum,
Eldeyjarkórsins, að syngja um kvöldið.
Rúmlega 60 manns eru í þessari gleði-
söngsveit.
Annan sunnudag í aðventu var ljósa-
messa í Keflavíkurkirkju. Fermingar-
börn skiptu á milli sín helgitextum
og tendruðu ljós eftir hvern lestur.
Að kvöldi dags kom það svo í hlut
Kórs Keflavíkurkirkju að syngja í
endurbótamessu. Fagnað var form-
lega endurbótum kirkjunnar, þar sem
Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, for-
maður sóknarnefndar og Páll Bjarna-
son, hönnuður framkvæmdanna,
fluttu ávarp. Kirkjukórinn söng jóla-
sálma og tveir kórfélagar sungu ein-
söng í „Laudate Dominum“ eftir Moz-
art og „Ó, helga nótt“ eftir Adams.
Þriðji sunnudagur í aðventu hófst með
helgistund í kirkjunni en svo tók við
jólaball í safnaðarheimilinu þar sem
yngri hópur úr „Skapandi starfi“ kom
fram. Skapandi starf er verkefni sem
hrundið var af stað í fyrra og hefur
gefist mjög vel. Markmiðið er að hver
og einn einstaklingur læri og þori
að vera hann sjálfur í söng og leik.
75 börn á aldrinum 7 til 15 ára eru í
þessum hópi. Um kvöldið voru það
svo eldri börnin í skapandi starfi sem
komu fram ásamt sönghópnum „Vox
felix“, eða „Hamingjuröddunum“.
Vox felix var stofnaður fyrir fjórum
árum fyrir tilstuðlan Sigurðar Grét-
ars Sigurðssonar, þáverandi Útskála-
klerks. Hópurinn er samstarfsverk-
efni allra sjö sókna á Suðurnesjum
og hefur vaxið mjög á þessum fjórum
árum. Núna skipa 28 manns hópinn,
og hafa meðlimir þar að auki stofnað
hljómsveit, með bassa, gítar og ca-
jon trommu. Vox felix hefur haft nóg
að gera þessa aðventuna og kemur
flokkurinn fram, alls tólf sinnum.
Framundan í kirkjunni eru svo há-
tíðarmessur um jól og áramót. Þetta
er sannarlega innihaldsríkur tími þar
sem hver og einn ætti að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi. Þrjár messur eru
í kirkjunni á aðfangadag: Barnastund
klukkan 16:00, hátíðarmessa klukkan
18:00 og svo miðnæturmessa klukkan
23:30. Í miðnæturmessunni, sem ber
heitið „Nóttin var sú ágæt ein“ er
komin hefð fyrir því að sönghópurinn
Kóngarnir syngi. Kóngarnir er söng-
kvartett skipaður fjórum körlum úr
Kór Keflavíkurkirkju. Stundin er lát-
laus og allt sungið „a-capella“ það er
án meðleiks hljóðfæra.
Hátíðarmessa er á jóladag klukkan
14:00, gamlársdag klukkan 18:00 og á
nýársdag klukkan 14:00.
Óhætt er að segja að Keflavíkurkirkja
ómi og ljómi þessa hátíð sem aðrar og
horfum við björtum augum til kom-
andi tíma um leið og við byggjum á
góðum grunni þjónustu sem nær nú
heila öld aftur í tímann og við þreyt-
umst ekki á að rifja upp.
Gleðileg jól!
Arnór Vilbergsson
organisti Keflavíkurkirkju
Keflavíkurkirkja ómar öll!
Kór Keflavíkurkirkju.
Eldey, kór eldri borgara.
Barnakór Keflavíkurkirkju.
Vox Felix, ungmennakór kirknanna.
Við óskum þér og fjölskyldu þinni
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Við þökkum kærlega vinskapin á árinu
sem senn er að líða.
Við munum vera með lokað frá og með:
23.des - 3.jan 2017.
Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári,
starfsfólk Hjá Höllu.
Gleðilega hátíð
■ Í samráði við Almannavarnir og Reykjanesbæ hefur Valahnúk á Reykjanesi verið lokað fyrir umferð fólks. Stór
sprunga við brún Valahnúks hefur stækkað undanfarið og óhjákvæmilega mun sá hluti hrynja úr hnúknum.
Varhugavert getur verið að vera nálægt brúninni ef og þegar hrun á sér stað.
„Í samráði við almannavarnir og Reykjanesbæ var því tekin sú ákvörðun fyrir síðustu helgi að loka fyrir uppgöngu á
Valahnúk. Lokunin gildir þar til annað verður ákveðið. Ég vona að þið sýnið þessari ákvörðun skilning og upplýsið ykkar
ferðamenn um hættuna sem fylgir uppgöngu ef þeir taka ekki mark á merkingum á svæðinu,“ segir Eggert Sólberg Jónsson
hjá Reykjanes Geopark á vef ferðaþjóna á Reykjanesi á Facebook.
Almannavarnir loka
Valahnúk vegna risasprungu