Víkurfréttir - 22.12.2016, Page 63
63fimmtudagur 22. desember 2016 VÍKURFRÉTTIR
Verð pr. mann að kvöldi kr. 4.250,-
Verð pr. mann í hádegi kr. 3.500,-
Börn yngri en 12 ára 1.600,-
Borðapantanir í síma 421 7080 eða duus@duus.is
Skata
Kæst skata
Saltfiskur
Hangiflot
Hnoðmör
Hamsatólg
Plokkfiskur
Sjávarréttagratín
Bayonnes skinka
Hangikjöt með uppstúf
Kartöflur
Kartöflusalat
Rúgbrauð
Smjör
Harðfiskur
Hákarl
Rófur
Síldarþrenna
Laufabrauð
duus@duus.is - Sími 421 7080
Skötuhlaðborð
á Þorláksmessu
frá kl. 12 - 14.30 og kl. 18 - 22
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða
nokkur íslenskunámskeið. „Það tók
okkur langan tíma að læra íslenskuna
og fyrstu þrjú til fjögur árin á Íslandi
þá töluðum við ensku. Svo fæddist
eldri strákurinn og fór í leikskóla og
lærði íslensku og auðvitað vildum
við skilja það sem hann sagði og líka
hvað var að gerast þar. Núna er eldri
strákurinn okkar í 1. bekk og er að
læra að lesa og skrifa sögur og við
lærum íslensku líka með honum. Það
er erfitt að læra nýtt tungumál en ég
held að þeir sem virkilega vilji læra ís-
lenskuna geti það,“ segir Ania. Marcin
segir Íslendinga alltaf hafa verið já-
kvæða þegar hann var að reyna að tala
íslensku í byrjun. „Ég fór bara í bank-
ann og á pósthúsið og talaði við fólk á
íslensku. Ég hef engar áhyggjur af því
að ruglast, stundum skilur fólk mig
ekki strax en það er allt í lagi.“ Ania
segir að fæðing eldri sonarins hafi ýtt
við þeim að læra íslensku enda gátu
þau ekki hugsað sér að hann myndi
þurfa að túlka fyrir þau þegar hann
yrði eldri.
Fjölskyldan talar yfirleitt saman á
pólsku heima og horfir saman á
barnaefni á pólsku. „Stundum eftir
langan dag í skóla og á íþróttaæfingu
þá spyr sá eldri hvort hann geti ekki
bara sagt okkur frá einhverju atviki á
íslensku og þá er það auðvitað í lagi,“
segir Ania.
Bæði pólskir og íslenskir
jólasveinar
Í Póllandi tíðkast að borða ekki kjöt
á aðfangadag, heldur fisk, súrsað kál,
sveppi og fleiri smárétti og heldur
fjölskyldan jólin að pólskum sið. Þar
tíðkast líka að bíða eftir að fyrsta
stjarnan sjáist á himni og setjast þá
við matarborðið. Það er reyndar erfitt
að halda í þá hefð á Íslandi þar sem
oft er lélegt skyggni í vetrarhörkum
í desember. Ania og Marcin halda
alltaf upp á jólin með pólskum vinum
sem búa í Reykjavík. Fjölskyldurnar
skiptast á að bjóða heim til sín á að-
fangadagskvöld. „Þau eru í sömu
stöðu og við og eiga ekki fjölskyldu
á Íslandi. Við erum eiginlega orðin
eins og fjölskylda og það er gaman
að halda saman upp á jólin, sérstak-
lega eftir að börnin fæddust,“ segir
Marcin. Synirnir Alex og Kacper fá
í skóinn frá íslensku jólasveinunum
og hittu líka þann pólska 6. desember
en sá dagur er jólasveinadagurinn í
Póllandi. Þá kemur jólasveinn heim
til fólks, spjallar við börnin og gefur
þeim pakka.
Komin með íslenskan
hugsunarhátt
Ania og Marcin eru sammála um að
hugsunarháttur Íslendinga og Pól-
verja sé að sumu leiti ólíkur. Þau út-
skýra það þannig að vegna þess lífs-
baráttan sé erfið í Póllandi láti fólk það
ganga fyrir að vinna, ekki endilega
til að kaupa sér fallega hluti heldur
til að þess að lifa af. „Þessi hugsun
er einfaldlega í blóðinu,“ segja þau.
Eftir áramót ætlar Ania að hefja nám í
förðun við Reykjavík Make-up School
og hlakkar mikið til. „Ég er pínu
stressuð að skilja ekki allt sem verður
sagt á námskeiðinu en þetta verður
alveg örugglega gaman. Mig langar að
breyta til og gera eitthvað fyrir sjálfa
mig. Það væri gaman að geta tekið
að sér að farða fólk fyrir sérstök til-
efni. Ætli þetta sé ekki hluti af því að
hugsunarhátturinn okkar er búinn að
breytast og orðinn meira eins og hjá
Íslendingum, að kunna líka að njóta
lífsins.“
Kannski
væri gott að
senda ungt fólk
á Íslandi til Pól-
lands eða Lit-
háens í eitt ár?
Ania hefur starfað hjá matstofunni Réttinum frá því fyrirtækið var stofnað fyrir tæplega átta árum og er vaktstjóri þar.