Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Page 4
4 Helgarblað 24. nóvember 2017fréttir A lls voru 349 einstaklingar skráðir utangarðs um mitt ár 2017. Hefur fjölgunin orðið veruleg frá sambæri- legri kortlagningu árið 2012. Karlar eru þar í meirihluta, 238 talsins, eða 68 prósent. Langflestir eru af íslenskum uppruna en 6 prósent koma frá Póllandi en 5,3 prósent frá tólf öðrum löndum. Um helm- ingur utangarðsfólks er á aldrin- um 21–40 ára. Fæstir eru í yngstu og elstu aldurshópunum, 2 prósent eru á aldrinum 18–20 ára og 7 pró- sent 61–80 ára. Áfengisvandi og misnotkun annarra vímuefna er talin helsta orsök þess að einstaklingar lenda utan garðs en næstalgengasta orsök- in er geðræn vandamál. Oft haldast þessi tvö vandamál í hendur. Nýtt úrræði í bígerð Úrræði Reykjavíkurborgar eru þónokkur en virðast þó ekki duga til. Velferðarsvið rekur sjö heimili fyrir 60 íbúa sem eiga í margháttuðum félags- legum vanda, meðal annars vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Þá styrk- ir borgin rekstur áfangaheimila sem rekin eru af þriðja aðila. Alls tekur borgin þátt í að greiða kostnað vegna 142 rýma á áfangaheimilum. Þá mun fljótlega tekið í gagnið nýtt úrræði í Víðinesi þar sem velferðarsvið Reykja- víkurborgar mun bjóða upp á 14 her- bergi í leigu sem tímabundna lausn fyrir fólk sem annars væri húsnæðis- laust. Þess má geta að uppbyggingar- áætlun borgarinnar gerir ráð fyrir 200 nýjum íbúðum fyrir fatlað fólk, þar af verður einn íbúðakjarni ætlaður fólki sem glímir við áfengis- og vímuefna- vanda. Í Gistiskýlinu við Lindargötu er pláss fyrir 25 manns í nætur- gistingu. Þar er fullt all- ar nætur og færri kom- ast að en vilja. Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljós- myndari DV, fékk að eyða degi í vikunni með skjólstæðingum Gistiskýlisins og fá innsýn í hvar þeir verja tíma sínum yfir daginn, þegar Gistiskýlið er lok- að, og einnig hvert þeir leita þegar þeir eru svo óheppnir að fá ekki næturgistingu. n „Sjáðu, hér eru til dæmis sprautunálar og rusl. Þetta verðum við að taka. Ef svona er skilið eftir hérna þá verður séð til þess að við getum ekki gist hérna. Hvar halla heimilis- lausir höfði sínu? n DV slóst í för með útigangsmönnum í Reykjavík Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.