Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 4
4 Helgarblað 24. nóvember 2017fréttir A lls voru 349 einstaklingar skráðir utangarðs um mitt ár 2017. Hefur fjölgunin orðið veruleg frá sambæri- legri kortlagningu árið 2012. Karlar eru þar í meirihluta, 238 talsins, eða 68 prósent. Langflestir eru af íslenskum uppruna en 6 prósent koma frá Póllandi en 5,3 prósent frá tólf öðrum löndum. Um helm- ingur utangarðsfólks er á aldrin- um 21–40 ára. Fæstir eru í yngstu og elstu aldurshópunum, 2 prósent eru á aldrinum 18–20 ára og 7 pró- sent 61–80 ára. Áfengisvandi og misnotkun annarra vímuefna er talin helsta orsök þess að einstaklingar lenda utan garðs en næstalgengasta orsök- in er geðræn vandamál. Oft haldast þessi tvö vandamál í hendur. Nýtt úrræði í bígerð Úrræði Reykjavíkurborgar eru þónokkur en virðast þó ekki duga til. Velferðarsvið rekur sjö heimili fyrir 60 íbúa sem eiga í margháttuðum félags- legum vanda, meðal annars vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Þá styrk- ir borgin rekstur áfangaheimila sem rekin eru af þriðja aðila. Alls tekur borgin þátt í að greiða kostnað vegna 142 rýma á áfangaheimilum. Þá mun fljótlega tekið í gagnið nýtt úrræði í Víðinesi þar sem velferðarsvið Reykja- víkurborgar mun bjóða upp á 14 her- bergi í leigu sem tímabundna lausn fyrir fólk sem annars væri húsnæðis- laust. Þess má geta að uppbyggingar- áætlun borgarinnar gerir ráð fyrir 200 nýjum íbúðum fyrir fatlað fólk, þar af verður einn íbúðakjarni ætlaður fólki sem glímir við áfengis- og vímuefna- vanda. Í Gistiskýlinu við Lindargötu er pláss fyrir 25 manns í nætur- gistingu. Þar er fullt all- ar nætur og færri kom- ast að en vilja. Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljós- myndari DV, fékk að eyða degi í vikunni með skjólstæðingum Gistiskýlisins og fá innsýn í hvar þeir verja tíma sínum yfir daginn, þegar Gistiskýlið er lok- að, og einnig hvert þeir leita þegar þeir eru svo óheppnir að fá ekki næturgistingu. n „Sjáðu, hér eru til dæmis sprautunálar og rusl. Þetta verðum við að taka. Ef svona er skilið eftir hérna þá verður séð til þess að við getum ekki gist hérna. Hvar halla heimilis- lausir höfði sínu? n DV slóst í för með útigangsmönnum í Reykjavík Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.