Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Side 24
24 fólk - viðtal Helgarblað 24. nóvember 2017 Haraldur Gíslason, gjarnan kallaður Halli í Botnleðju eða rauði polli, hefur mörgu áorkað í gegnum tíðina. Hann hefur unnið titla í íþróttum, leikið aðalhlutverk í vinsælu leikriti, unnið Músíktilraunir, tekið þátt í Eurovision og verið á hljómleikaferðalagi með einu stærsta bandi heims. Nú er hann þekktastur fyrir störf sín sem formaður Félags leikskólakennara. DV leit inn til hans á skrifstofuna í Kennarahúsinu og ræddi við hann um æskuna, tónlistina, kennarastörfin og nýútkomna barnabók. H afnarfjörður er lykilatriði þegar ævi Haralds Freys Gíslasonar er skoðuð. „Hluti af sjálfsmyndinni er að vera Hafnfirðingur. Hafnar­ fjörður er „the capital of the uni­ verse““ segir hann með mikilli áherslu. Haraldur gaf út plötu með þeim titli en viðurkennir bros­ andi að hún hafi ekki fengið mikla hlustun. Haraldur fæddist í Hafnarfirði árið 1974 og er þriðja barn hjón­ anna Gísla Þrastar Kristjánssonar og Ernu Björnsdóttur. Hann ólst upp í bænum, gekk í Öldutúns­ skóla og Flensborg, var í Leikfélagi Hafnarfjarðar og FH. Nánast alla ævi hefur hann búið í bænum sem hann ann. Haraldur var virkur á æsku­ árunum, bæði í tómstundum og íþróttum. „Ég hafði allt of mikið að gera og tók þátt í öllu. Ég vildi vera alls staðar.“ Körfubolti, borð­ tennis, snóker, hestaíþróttir, leik­ list og tónlist voru meðal þess sem hann stundaði en framan af átti fótboltinn huga hans allan. Í fimmta flokki spilaði hann með fyrsta karlaliði FH sem varð Ís­ landsmeistari og sá árangur var jafnaður í fjórða flokki. „Ég var ágætur í fótbolta. Við vorum með mjög sterkan hóp en ég var ekki alltaf í byrjunarliðinu.“ Aldrei kom til greina að spila neins staðar nema í sókninni. „Ég sé engan til­ gang með fótbolta nema að skora mörk. Ég skildi ekki þá sem vildu vera annars staðar á vellinum en þar sem mörkin komu. Það að ég vildi ekki mikið verjast átti senni­ lega sinn þátt í að ég varð ekki betri.“ Þegar kom fram á unglingsárin fór Haraldur að dragast aftur úr í íþróttunum af annarri ástæðu. „Ég var mjög lágvaxinn og seinþroska og á tímabili hætti ég að stækka. Ég fór í rannsóknir og það kom til tals að gefa mér eitthvert hormóna­ trukk. En ég vildi það ekki því ég stóð þokkalega sterkt félagslega og þetta háði mér ekkert allt of mikið. Mér leið ekki illa út af þessu en það fór að halla undan fæti í íþróttun­ um þegar félagarnir tóku út vöxt og þroska.“ 50 sýningar fyrir fullu húsi Seinþroskinn hamlaði Haraldi í íþróttunum en hjálpaði honum að vissu leyti á sviði leiklistarinn­ ar þegar Leikfélag Hafnarfjarðar auglýsti eftir leikurum til að taka þátt í uppfærslu á Emil í Kattholti árið 1988. „Ég var alveg fullkom­ inn í þetta, ég var þrettán ára og leit út fyrir að vera sjö ára. Aug­ lýst var eftir krökkum til að koma fram í verkinu og það varð algjör sprengja því svo margir vildu taka þátt.“ Hann fékk hlutverkið og sýn­ ingin vakti mikla athygli, ekki að­ eins í Hafnarfirði heldur um land allt. „Emil í Kattholti gekk fyr­ ir fullu húsi í vel yfir 50 sýningar. Þetta kom aftur fótunum undir leikfélagið og þar var stofnuð ung­ lingadeild.“ Haraldur tók þátt í tveimur uppsetningum til viðbót­ ar með Leikfélagi Hafnar fjarðar, verkunum Þetta er allt vitleysa Snjólfur og Þú ert í blóma lífsins fíflið þitt. „Ég á það til að vera feiminn, ég er ekki félagslyndur þótt ég hafi verið það sem krakki,“ segir Haraldur. Þetta gæti komið mörg­ um á óvart enda hefur hann ver­ ið nokkuð áberandi síðastliðin 30 ár eða svo. Hann segist ekki vera haldinn eiginlegum sviðsskrekk. „Að koma fram á sviði getur verið erfitt en einhvern veginn blessast þetta nú oftast.“ Tamningamaður í 15 ár Annað sem ekki margir vita af er ástríða hans fyrir hestamennsku en það er íþróttagrein sem ent­ ist honum mun lengur en aðrar. „Pabbi var alltaf með hesta. Ég er alinn upp í hestamennsku og hef átt fjölda hesta í gegnum tíðina.“ Haraldur keppti í hestamennsku og í um fimmtán ár starfaði hann við tamningar. „Ég byrjaði sem tittur hjá tamningamanni og svo gekk ég í hús. Ég var svona hnakkróni. Þetta var frábært og átti vel við mig. Hestamennska og tamningar snúast um að gera ekki mistök því það getur verið erfitt að leiðrétta þau. Ef hestur þekkir styrkleika sinn þá getur þú ekkert setið á honum. Þú verður að bera virðingu fyrir skepnunni sem er miklu öflugri og sterkari en þú. Þú verður að gera þetta í sátt við hana.“ Haraldur segist hafa dregið sig alfarið út úr hestamennskunni og hann seldi hesta sína árið 2011 þegar hann var kjörinn formaður Félags leikskólakennara. „Þetta er svo mikið starf og ég var líka með tvö ung börn. Hestamennska er mjög tímafrek og öll fjölskyldan verður að vera í þessu ef þetta á að ganga. Ég nenni ekki að vera í hestamennsku bara stundum. Maður verður að sinna henni al­ mennilega. Ég hef ekkert gam­ an af því að fara bara á hestbak heldur vil ég vera með eitthvert verkefni, eitthvað til að stefna að. Ég starfaði nokkur sumur á hestaleigu við að fara með túrista. Það er nú ekki beint skemmtilegt „Vildi ekki vera tuðari á kaffi- stofunni“ Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Einhverra hluta vegna náði ég til ákveðins hóps barna, sérstak- lega stráka sem létu hafa mikið fyrir sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.