Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 25
fólk - viðtal 25Helgarblað 24. nóvember 2017
að vera á feti í nokkra klukkutíma
með halarófuna á eftir sér.“
Byrjuðu á vitlausum enda
Heiðar Örn Kristjánsson hefur
verið samferðamaður Haralds í
tónlist um langt skeið, í hljóm
sveitunum Botnleðju og
Pollapönki. „Heiðar er Hafn
firðingur og við vissum alltaf af
hvor öðrum. Við spiluðum stund
um borðtennis og breikuðum á
pappaspjaldi en við kynntumst
almennilega í Flensborg í kring
um 1990. Við töluðum mikið um
tónlist í frímínútum og heima hjá
mér var trommusett sem bróðir
minn átti. Við fórum því heim í
eyðum til að fikta í hljóðfærun
um.“ Fram að þessum tíma hafði
Haraldur varla snert á trommu
kjuðum af neinu viti.
Haraldur var í tveimur hljóm
sveitum, Dive og Amma rúsína,
áður en hann stofnaði Botnleðju
undir lok árs 1994 með Heiðari
og Ragnari Páli Steinssyni bassa
leikara. Hljómsveitin spilaði ein
falt en þétt rokk og vann Músík
tilraunir Tónabæjar hálfu ári
eftir að hún var stofnuð. Haraldur
hlær þegar hann er spurður að því
hvort þeir hafi verið rokkstjörnur.
„Já, í einhverjum skilningi þess
orðs. Fólk vildi fá eiginhandar
áritanir og við upplifðum okkur
sem semimerkilega á tímabili.
Jarðvegurinn var mjög góður fyrir
eitthvað eins og þetta. Kannski var
einhver ládeyða í gangi á þessum
tíma og við voru sennilega réttir
menn á réttum tíma.“
Fyrir sigurlaunin tók Botn
leðja upp sína fyrstu breiðskífu,
Drullumall, og gaf út sama ár.
„Við tókum hana upp á einhverj
um 24 stúdíótímum sem er ekki
einu sinni lag í dag, við keyrðum
þetta í gegn. Hún er hrá og barn
síns tíma.“ Ári síðar tóku þeir upp
sína aðra plötu en þá var rokk
stjörnulífið tekið upp á næsta stig
því þeir komust í kynni við með
limi bresku hljómsveitarinnar
Blur sem tóku upp breiðskífu hér
á landi.
„Við vorum að spila á Tunglinu
eitt kvöldið og þeir komu á tón
leikana. Þeir urðu svo hrifnir að
þeir komu og töluðu við okkur
baksviðs og við vorum mjög upp
með okkur að hitta slíkar stór
stjörnur.“ Haraldur segist hafa
skotið því inn í umræðurnar að
Botnleðja myndi hita upp fyr
ir Blur einhvern daginn og það
varð raunin skömmu síðar þegar
hljómsveitirnar stigu á svið í
Laugardalshöll. Þetta voru þó
ekki lokin á þeirra samstarfi því
ákveðið var að Botnleðja færi út
til Bretlands til að hita upp á tón
leikaferðalagi Blur.
„Við byrjuðum í þessu á algjör
lega vitlausum enda. Við höfðum
aldrei spilað utan Íslands áður en
þarna fórum við í túr með einu
stærsta bandi Bretlands og það
var uppselt á öll gigg. Þetta var
absúrd.“ Haraldur segir að heima
menn hafi tekið hljómsveitinni
vel. „Fjöldi fólks kom þegar við
vorum að spila en það kunni auð
vitað engin deili á okkur. Að ráð
leggingum Damons Albarn þá
breyttum við um nafn og hétum
Silt. Ég held að það hafi verið mis
tök. Við hefðum átt að heita Botn
leðja áfram.“
Einn þrálátasti orðrómur ís
lenskrar tónlistarsögu er sá að
Blur hafi stælt Song 2, einn
stærsta smellinn, eftir Botnleðju.
„Það vilja margir meina það. Þeir
voru klárlega undir áhrifum en
þetta er ekki stolið. Við vorum
undir áhrifum frá þeim þannig að
það var gaman að sjá að þeir voru
undir áhrifum frá okkur líka. Við
vorum stoltir af því.“
Á þessum tíma snerist allt um
að landa stórum plötusamningi
og „meika'ða“ erlendis. „Allt gerð
ist mjög hratt hjá okkur, við unn
um músíktilraunir og ferðuðumst
með Blur. Okkur fannst eðlilegt að
næsta skref yrði heimsfrægð. En
auðvitað var það ekkert eðlilegt.
Við héldum að við værum að fá
plötusamning hjá Island Records
og það samtal var komið nokkuð
langt á veg. En starfsmaðurinn
sem vildi fá okkur á samning var
rekinn og því varð ekkert úr okk
ar samningi.“ Síðar gerðu þeir
samning við norskt plötufyrir
tæki og fóru í hljómleikaferðalag
um Noreg. „Við hefðum ábyggi
lega getað farið með þetta miklu
lengra ef við hefðum haft þolin
mæðina og skipulagið í það. Við
höfðum alltaf gaman af þessu og
lögðum mikinn metnað í allt sem
við gerðum. Að verða heimsfrægir
hætti að vera eitthvert mál fyrir
okkur.“
Náði til fjörugra stráka
Botnleðja hefur aldrei hætt en
starfsemin hefur verið mismikil
í gegnum tíðina. Haraldur segir
hljómsveitina hafa verið „í híði“
síðan 2013. Haraldur og Heiðar
hafa hins vegar verið þekktir sem
rauði polli og blái polli í hljóm
sveitinni Pollapönk sem hófst
sem útskriftarverkefni þeirra í
Kennaraháskólanum. Báðir unnu
þeir sem leiðbeinendur á leik
skóla og fyrir tilviljun hófu þeir
nám í leikskólakennarafræðum á
sama tíma.
„Það hentaði mér afar vel að
vinna í leikskóla. Ég fékk að vera
ég sjálfur og nálgaðist hlutina
ekki alltaf eins og samkennarar
mínir. Ég hafði ólíkan bakgrunn
en flestir sem störfuðu með mér.
Einhverra hluta vegna náði ég til
ákveðins hóps barna, sérstaklega
stráka sem létu hafa mikið fyrir
sér. Ég átti mjög auðvelt með að
eiga við þannig týpur.“ Hann seg
ist þekkja það af eigin raun. „Ég
var sjálfur fjörugur sem barn. Mér
finnst svona börn skemmtileg
þótt þau geti verið krefjandi. Þau
eru orkumikil og þurfa ákveðið
rými og ramma til að funkera.“
Haraldur hafði lítið spilað á gítar
áður en hann byrjaði að vinna á
leikskóla og kunni aðeins nokk
ur grip. „Þarna færðu mikið frelsi
og þú ert að skapa. Gítarinn var
þarna og ég fór að búa til lög strax
og börnin tengdu við það.“ Árið
2001 gaf hann út barnasólóplötu
sem hét Hallilúja. „Sú plata er að
miklu leyti sýn óþekka stráksins á
tilveruna.“
Haraldur hafði ekki klárað
stúdentsprófið í Flensborg en
komst inn í Kennaraháskólann
vegna aldurs og starfsreynslu. „Ég
vissi ekkert hvort ég gæti þetta.
Mér gekk vel í námi fram á ung
lingsár en þá hætti ég að nenna
þessu. Ég er þannig að ég get náð
árangri í því sem ég hef áhuga
á og þetta gekk mjög vel.“ Hann
segir takmarkið með útskriftar
verkefninu ekki hafa verið að
stofna hljómsveit og dregur upp
úr skúffu innbundna ritgerð með
áföstum geisladisk. „Þetta er rit
gerðin. Við skrifuðum um barna
menningu og tengdum lögin við
ýmislegt fræðilegt í okkar námi.
Platan sjálf var í raun yfirvinna.“
Upp úr riðlinum
Haraldur segir ekki reginmun
á því að spila fyrir börn og full
orðna, nema hvað varðar tíma
setningarnar því hann er ekki
mikill næturhani. „Við höfum
reynt að nálgast Pollapönk út frá
því að bæði börn og fullorðnir geti
tengt við það á sinn hátt. Við setj
um okkur ekki í neinar stellingar
til að semja lög sérstaklega fyrir
börn og textarnir eru oft tvíræðir.“
Pollapönk náði gífurlegum
vinsældum og sennilega er ein
hver plata þeirra til í hverjum ein
asta skutbíl landsins. Hápunkt
inum var náð þegar þeir unnu
Söngvakeppni sjónvarpsins árið
2014 og héldu til Kaupmanna
hafnar á Eurovision. Þar náðu
þeir 15. sæti og eru síðasta ís
lenska atriðið til að komast upp
úr undanriðlinum.
„Þessi Eurovisiontími var
klikkaður, þetta var geggjað stuð.
Mig minnir að við höfum unnið.
Þegar við komum heim var kom
ið fram við okkur þannig af því að
við komumst upp úr riðlinum.
Við vissum að við værum ekki að
vinna en takmarkið var að komast
upp úr riðlinum því það er bara
þrautin þyngri. Við lögðum
„Ég fór í
rannsóknir
og það kom til
tals að gefa
mér eitthvert
hormónatrukk
Gaflari „Hluti af
sjálfsmyndinni er að
vera Hafnfirðingur.“
MyNd SiGtryGGUr Ari
rauði polli „Mig minnir að við höfum unnið.“