Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Síða 28
28 sakamál Helgarblað 24. nóvember 2017 n Peter var auðugur svartagaldursbrallari n Margaret ásældist auð hans M iðvikudaginn 5. júlí, 2006, var Margaret James, þá 58 ára, frá Porthoustock í Cornwall á Bretlandi, dæmd, í dómhúsinu í Truro í Cornwall, til 20 ára fangelsisvistar. Orme bjó í Valhöll Þungamiðja málsins var Peter nokkur Solheim heitinn. Í lif- anda lífi hafði Peter verið auðug- ur, sveitarstjórnarmaður í Budock Water í Cornwall og fyrrverandi prentari. Hann hafði haft mikið dálæti á göldrum og þóttist vera seiðskratti mikill, Orme (dreki), og kallaði heimili sitt Valhöll. Auður Peters var af öllu jarðneskari toga, meðal annars tilkominn vegna höndlunar með antíkskotvopn og klám og hann átti skuldlaust heimili sitt í Carn- kie og heimili móður sinnar í Budock Waters. Svartigaldur og heiðni Peter og Margaret höfðu deilt rekkju um þónokkurt skeið ásamt því að eiga sameiginleg áhugamál önnur; peninga, kynlíf, galdra, pillur og töfraseyði ýmiss konar, heiðni og svartagaldursbrall og var trúleysi Peters alkunna. Að sögn fannst Margaret og Peter indælt að sitja niðri á strönd og horfa á sólsetrið, en lítið fór fyrir trausti í sambandi þeirra. Skilnaður í bígerð En blikur voru á lofti í sambandi Peters og Margaret og ýmisleg í bí- gerð sem Margaret hugnaðist lítt. Hún hafði nefnilega hlerað að Pet- er hygðist kasta níu ára sambandi þeirra fyrir róða og taka saman við Jean Knowles sem hann hafði þekkt í tvo áratugi og reyndar átt í ástarsambandi við. Til að bíta höfuðið af skömminni þá myndi Margar- et ekki fá einn eyri úr fjárhirslum Peters. Veiðiferð á meginlandinu Við slíkt varð ekki unað og Margar- et sá að aðgerða var þörf, engin vettlingatök dygðu og óþarfi að draga lappirnar. Þann 16. júní, 2004, sást Peter síðast á lífi en smáskilaboð sem Jean Know- les bárust gáfu til kynna að hann hefði skroppið með vinum sínum til meginlands Evrópu, Frakklands eða Spánar nánar tiltekið, í veiði- ferð. Mannauð skekta Skekta Peters fannst á reki skammt frá Falmouth á suðurströnd Cornwall þann 17. júní og daginn eftir sáu sjómenn líkið af Peter þar sem það maraði í hálfu kafi um átta kílómetra út af Black Head- höfða á Lizard-skaga í Cornwall. Nokkuð ljóst mátti telja að Peter var ekki við veiðar á meginlandi Evrópu, en engu að síður bárust Jean enn smáskilaboð frá Peter sem gáfu slíkt til kynna. Fjármunir á röngu heimili Áhugi lögreglunnar var vakinn og jókst enn frekar þegar í ljós kom að Peter hafði verið byrluð ólyfjan, hann sætt pyntingum og að lokum drukknað. Sjónir lögreglunnar beindust að Margaret og þótti fljótlega ljóst að hún hefði óhreint mjöl í poka- horninu. Peter hafði geymt fúlg- ur fjár á heimili sínu en við leit þar fann lögreglan ekki nema 20 sterlingspund. Á heimili Margaret hins vegar fundust tæplega 25.000 sterlingspund. Pyntaður tímum saman Sökum líkamsburða Margaret var talið víst að hún hefði ekki verið ein að verki. Hún hafði ráð- ið til starfa tvo hrotta sem gengu í skrokk á Peter í um 36 klukku- stundir að Margaret viðstaddri. Honum var gefið lyf og hann síðan barinn víða um skrokkinn. Liðamót voru illa farin, önnur hnéskelin kurlið eitt og önnur stóra táin hékk á lyginni. Einnig báru fingur hans þess merki að hr- ingar hefðu verið fjar- lægðir með valdi. Peter hafði síðan verið varpað lifandi í hafið. Síðbúin smáskilaboð Margaret hafði að þessu loknu gripið til þess ráðs að nota síma Peters til að senda Jean smáskilaboð, en far- ið örlítið fram úr sér og sent nokkur þeirra eftir að lík Peters hafði fundist. „Það sem þú skipulagðir var hræði- legur og hægur dauð- dagi,“ sagði dóm- arinn þegar hann kvað upp tuttugu ára dóm yfir Margaret James. n Peter Solheim og Margaret James (t.h.) Svartigaldur og töfraseyði voru þeirra ær og kýr. Pyntaður og myrtur Margaret sætti sig ekki við áform Peters.„Það sem þú skipulagðir var hræðilegur og hægur dauðdagi. Helreið Heiðingjans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.