Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Qupperneq 32
32 menning Helgarblað 24. nóvember 2017
Á
undanförnum árþúsund
um hefur þróast sú hug
mynd meðal manna að þeir
séu miðja alheimsins, kór
óna sköpunarverksins, aðskildir
frá og yfir náttúruna hafnir. Nátt
úran hefur verið álitin viljalaust og
skyni skroppið efni sem maðurinn
getur notað og nýtt að vild án af
leiðinga eða ábyrgðar.
Í verkinu Traces, eftir dansar
ann og danshöfundinn Rósu
Ómarsdóttur, sem verður frum
sýnt í sviðslistahúsinu Beurs
schouwburg í Brussel um helgina
er hins vegar gerð tilraun til að
hverfa frá þessum mannmiðjaða
hugsunarhætti. Í verkinu er um
hverfið ekki síður fullt af lífskrafti
en mannskepnan, sem er einfald
lega einn hluti af síkvikri og lifandi
náttúru.
Blaðamaður DV leit við á æf
ingu og ræddi við Rósu um náttúr
una, leifar af andadýrkun og dans
lífið í Brussel.
Líkaminn alltaf í
snertingu við hluti
Þrátt fyrir að vera búsett í Belgíu
hefur Rósa Ómarsdóttir verið
nokkuð áberandi í íslensku dans
lífi að undanförnu. Hún stund
aði dansnám í Listdansskóla Ís
lands og Listaháskólanum áður en
hún komst inn í hinn virta dans
skóla P.A.R.T.S. (Performing Arts
Training and Research Studios)
í Brussel þaðan sem hún útskrif
aðist árið 2014.
Frá útskrift hefur hún unnið
náið með Ingu Huld Hákonar
dóttur, dansara og danshöfundi,
meðal annars í verkunum Wil
helm Scream, Dada Dans, sem
þær unnu með Íslenska dans
flokknum, og verkinu The Valley,
sem þær hlutu sviðslistaverðlaun
in Grímuna fyrir, sem danshöf
undar ársins. Af kerskni og húmor
hafa þær skoðað tengsl og sam
runa manns og hluta, þar birtast
hlutir með mannlega eiginleika
eða maðurinn verður sjálfur að
hlut eða formi.
„Mér finnst líkaminn mjög
áhugavert viðfangsefni, en strax
frá byrjun fannst mér svolítið ein
hæft að pæla bara í honum einum
og sér. Við erum aldrei bara líkam
ar heldur erum við alltaf í tengsl
um við ýmiss konar hluti. Homo
Sapiens varð í rauninni til þegar
við byrjuðum að nota tól,“ segir
Rósa.
„Ég hef því verið að pæla í því
hvernig líkaminn tengist umhverfi
sínu og ólíkar birtingarmyndir lík
amans í mismunandi samhengi,
hvaða myndir það eru sem birtast
í sambandi efna, hluta og líkama.
Ég hef bæði verið að skoða þetta
algjörlega myndrænt en líka ver
ið að velta fyrir mér mismunandi
ástandi sem líkaminn fer í þegar
hann tengist tilteknum hlutum.“
Maðurinn ekki lengur í miðjunni
Í nýjasta verki sínu, Traces, sem
á íslensku gæti útlagst leifar, um
merki, eða þræðir fer Rósa lengra
með þessar vangaveltur um áhrif
umhverfisins á manninn. Áhorf
endur sitja á pöllum í myrkvuðu
rými umhverfis dansarana fjóra
og sviðsmyndina. Á gólfinu er lítil
plastsundlaug og nokkrar upp
lýstar pottaplöntur á víð og dreif
um sviðið sem varpa regnskógar
legum skuggum upp á svarta
veggina. Þó að sviðsmyndin og
leikmunir séu tæknilegir og mann
gerðir gefa þeir tilfinningu fyrir lífi:
vatn, þurrís og slím. Víðs vegar
í rýminu eru hljóðnemar sem
dansararnir nota til að mynda
Manneskjan
úr miðjunni
Rósa Ómarsdóttir veltir fyrir sér tengslum manns og náttúru í dansverkinu Traces sem sýnt er í Brussel
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is „Við ættum að reyna að sjá
hlutina í kringum okkur
sem lifandi persónur,
eins og börn gera.
Á uppleið Rósa Ómarsdóttir, dansari
og danshöfundur, hefur búið og starfað
í Brussel undanfarin ár og frumsýnir þar
sitt nýjasta verk um helgina.