Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Page 52
Vikublað 24. nóvember 2017 4 Inn lit Íbúar Íris Sævarsdóttir, 32 ára, Andri Ómarsson, 34 ára, Darri Freyr, 8 ára, Hrannar Þór, 2 ára, og þrífætti kötturinn Megas. stærð 100 fermetra íbúð í parhúsi staður Herjólfsgata í Hafnarfirði byggingarár 1945 Bergrún Íris Sævarsdóttir býr í Hafnarfirði ásamt eigin-manni sínum og tveimur sonum. Sjálf er Bergrún alin upp í Kópavogi en maðurinn hennar, Andri Ómarsson, lokkaði listakon- una yfir bæjarmörkin fyrir mörg- um árum þegar þau voru að draga sig saman sem unglingar. „Andri er bæði Vestmann- eyingur og Hafnfirðingur, fæddur í Eyjum en alinn upp í Hafnarfirði. Það er vel hægt að tilheyra báðum trúarhópunum á sama tíma en maður getur samt ekki titlað sig gaflara nema fæðast hérna,“ segir Bergrún og hlær. Fjölskyldan flutti í parhús við Herjólfsgötu fyrir fjórum árum og heimili þeirra er litríkt, einfalt og líflegt í senn – kannski eins og við er að búast þegar um er að ræða blönduð áhrif úr Hafnarfirði og Eyjum. Stíllinn svolítið norrænn en þó laus við að vera steríll eða of minimalískur. „Ég held að ég sé mest fyrir stílinn sem einkennir Mið-Aust- urlönd, eða ég laðast að minnsta kosti mjög að honum. Svo blandast þetta saman við norræna stílinn og úr verður heimili sem mér finnst notalegt. Ég er til dæmis voðalega hrifin af listmunum en þrátt fyrir að ég sé menntuð í listnámi þá er það systir mín sem hefur gefið mér flesta listmuni heimilisins. Hún vann lengi í galleríi og var um- kringd fallegum munum á hverjum degi. Ég naut svo góðs af þessu á afmælum.“ 96 ára karl sem neitar að læra að lesa Á undanförnum fimm árum hefur Bergrún getið sér gott orð sem teiknari. Hún hefur myndskreytt um þrjátíu bækur en nú fyrir jólin sendir hún frá sér sína fyrstu skáld- sögu sem ber titilinn (Lang) Elstur í bekknum. „Þetta er í raun fimmta bók- in mín, hinar fjórar voru meira myndabækur fyrir leikskólaaldur. Þessi bók er hugsuð sem lestrar- hvatning fyrir krakka sem eru að byrja í skóla, eða um fimm til átta ára. Sagan fjallar um stelpuna Eyju sem er að byrja í grunnskóla en með henni í bekk er Rögnvaldur, 96 ára gamall karl sem er fastur í bekknum af því hann neitar að læra að lesa. Með þeim tekst góður vinskapur sem leiðir þau bæði í rétta átt í lífinu,“ segir Bergrún sem skrifaði bókina í Tékklandi þar sem hún dvaldi í rithöfundagestadvöl. „Ég hugsa að ég hefði aldrei fengið vinnufrið til að skrifa þessa bók ef ég hefði verið hér heima enda mikið fjör á heimilinu með tvo litla stráka.“ áhrif úr hafnarfirði og Eyjum bergrún Íris, teiknari og rithöfundur, býr ásamt þrífættum ketti, eiginmanni og sonum í hafnarfirðinum barinn opnaður klukkan sex „Barskiltið tók ég með heim frá Miami. Það er tímastillir á því, kviknar klukkan sex. Þá er barinn opnaður. Svo slekkur það á sér sex tímum síðar, þegar maður á að fara að sofa. Kleinuhringirnir eru eftir myndlistarkonuna Tinnu Royal. Þeir eru úr steypu, handmálaðir, alveg gull- fallegir, svo fallegir að litli frændi minn átti í mesta basli með að skilja að maður mætti ekki borða þá þegar hann var hér í heimsókn um daginn. Það getur ekki alltaf verið veisla.“ elskar myndlist Málverkið fyrir ofan sófann er eftir Svölu Þórarinsdóttur sem Bergrún segist hafa mikið dálæti á. Verk Svölu fást í Gallerí List þar sem systir Bergrúnar vann í nokkur ár en þar er jafnframt hægt að kaupa verk eftir Bergrúnu. Sófinn er úr Dorma en borðið var keypt í Ilvu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.