Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Side 53
Vikublað 24. nóvember 2017 5 áhrif úr hafnarfirði og Eyjum Kanína, önd, litlir sætir sKór og disKósveppur „Systir mín keypti þessa skó handa yngri syni mínum þegar hann var ný- fæddur. Hún gaf honum líka þessa sætu önd sem hann notaði til að svæfa sig þegar hann var lítill. Hún heitir Hrönn og honum Hrannari þykir voðalega vænt um hana. Kanínan kemur frá Lapplandi en sveppurinn er gjöf frá bestu vinkonu minni. Það er reyndar diskópera í honum af því hér þarf að vera stuð.“ Hvað er KluKKan? „Kork klukkan er úr Litlu hönnunarbúðinni við Strandgötu í Hafnar- firði en músina fékk sonur minn að gjöf. Hún situr á litlum Not Knot-púða sem var notaður sem hringapúði við giftingu okkar hjóna.“ gult og ljósblátt Ynsti sonurinn getur sjálfur sótt sér bækur í hillurnar en Bergrún leggur mikið upp úr því að börnin geti sjálf sótt leikföng og aðra afþreyingu. Á veggnum má sjá myndskreytingu úr Múmínálfunum eftir Tove Jansson. döKKfjólugrár griðastaður Vegginn í hjónaherberginu málaði Bergrún nýlega í dökkfjólugráum lit í tilefni þess að herbergið hefur nú þann eina tilgang að vera griðastaður hjónanna, en ekki barnaherbergi og vinnustofa á sama tíma. Fjaðurljósið í loftinu er úr Ilvu en tunglið hægra megin á myndinni er úr Litlu hönnunarbúðinni eins og svo margt annað á þessu hafnfirska heimili. elstur í beKKnum Elstur í bekknum, e r fyrsta skáld- saga Bergrúnar. Sagan fjallar um Rögnvald , 96 ára, sem neitar að læra að lesa og situr því fastur í s ex ára bekk með vinkonu sinni Eyju. Heimli megasar og píanóið Hennar ömmu „Húsbóndinn spilar mjög oft á þetta píanó og yngri sonurinn tekur undir. Þetta gerist yfirleitt þegar ég fer í bað, þá taka þeir konsert fyrir mig. Kattarhúsið hans Megasar kemur úr Litlu hönnunarbúðinni.“ bæKur í svefnHerberginu „Ég les hvar sem er, ekkert frekar uppi í rúmi en annars staðar. Mér finnst ég bara ekki vera heima hjá mér nema ég hafi bæk- ur nálægt og þess vegna finnst mér líka gott að hafa þær í svefnherberginu.“ bergrún og þrífætti Kötturinn megas Rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris ásamt kettinum Megasi í stofunni við Herjólfs- götu í Hafnarfirði. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.