Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Side 58
Vikublað 24. nóvember 2017 10 tali nú sem formaður íslenskra tón- skálda og textahöfunda,“ segir Bragi og bætir við að það hlutverk gangi aðallega út á að fara á fundi og gera dauðaleit að einhverjum peningum fyrir tónlistarfólk. „Tónlistarveiturnar eru einn risinn sem við erum að berjast við. Á Spotify þóknast þeim til dæmis ekki að geta höfunda laga eða texta. Það er hvergi minnst á þá eins og var gert á plötuumslögum hér áður. Þetta er auðvitað mikil barátta fyrir tónlistarmenn enda hefur þarna heill bransi þurrkast út, það er að segja plötuútgáfan. Á móti kemur að tónleikum hefur fjölgað. Það eru ótal tónleikar úti um allt, öll kvöld vikunnar,“ segir Bragi sem ætlar sjálfur að demba sér í heilmikla tónleikavertíð með Baggalút á næstu vikum en framundan eru átján tónleikar í desember. „Við höfum auðvitað heilan horngrýtis helling upp úr þessu“ „Við erum að slá nýtt innanhússmet með tónleikum í Háskólabíói. Eft- irspurnin hefur aukist með hverju árinu og við verðum alltaf jafn hissa, glaðir og þakklátir. Setjum status á Facebook í byrjun september og allt selst upp. Nú er svo komið að við flytjum inn í bíóið fyrsta desember og fáum ekki að fara út fyrr en á aðfangadag,“ segir hann og skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hvort þeir fái ekki sjúklega mikinn pening fyrir þetta. „Jú, við höfum auðvitað heilan horngrýtis helling upp úr þessu enda er þetta jólavertíðin,“ segir hann og bendir á að reyndar sé innkomunni dreift á ansi marga. Ekki bara félagana í Baggalút heldur marga fleiri tónlistarmenn og skemmtikrafta. „Bara uppi á sviðinu erum við sextán manns og svo eru um tíu til fimmtán aðrir sem koma að sýn- ingunni með fjölbreyttum hætti. Við erum með litla verslun, rótara, flokk af japönskum blöðrugerðarmeisturum og fleira skemmtilegt. Það verður að vera smá flipp.“ Fagmenn í flippi Orðið flipp á vel við Baggalútana sem hafa sérhæft sig í tvenns kon- ar flippi frá árinu 2001. Jólaflippi og orðaflippi. Orðaflippið birtist fyrst á fréttavefnum baggalutur.is sem fór í loftið upp úr 2001 en fyrsta platan, Pabbi þarf að vinna, kom út árið 2005. Ári síðar leit fyrsta jólaplata þeirra, Jól og blíða, dagsins ljós og framhaldið þekkja flestir. „Okkur fannst svo absúrd og fyndið að fólk væri að taka einhver topplög og gera jólatexta við þau svo við tókum fyr- irtaks Iron Maiden-lag og gerðum jólatexta við það. Nú hefur þetta grín alveg snúist í höndunum á okkur því jólatónlist, aðallega þekkt lög með íslenskum textum, er okkar stærsta útgerð í dag,“ segir hann og skýtur inn að fljótlega sé von á nýju lagi sem þeir félagar sömdu í samstarfi við Friðrik Dór sem hann hefur miklar mætur á. „Lagið heitir Stúfur. Eðlilega. Eða eins og segir í laginu: Frábær gaur, fáránlega nettur.“ Er ekki jólabarn heldur jólakarl Spurður að því hvort hann sjálfur sé mikið jólabarn segist reyndar orðinn svolítið gegnsósa af jólastemningu þegar aðfangadagur renn- ur loksins upp en þó hafi hann alla tíð notið sín á jólunum. „Það er þó varla hægt að kalla mig jólabarn lengur. Ég er bara jólakarl. Jólin fyrir vestan í gamla daga voru fín, það var alltaf hægt að treysta á jólasnjó- inn og svo vorum við þarna í góðri stemningu með kettinum ef við fór- um ekki suður. Hvað varðar jólahald með fjölskyldunni í dag þá höldum við í þessar helstu hefðir. Við drögum inn tré sem við horfum síðan á, visna upp og deyja, hægt og rólega í stofunni. Svo setjum við upp fullt af seríum, borðum piparkökur og alls konar kvikindi, hreindýr, naut og svín eða þessi helstu húsdýr svona. Þetta er allt eftir bókinni, bara jól 101 – eða 103 kannski?“ Að lokum. Ertu hættur að trúa á jólasveininn? „Nei, þvert á móti. Í ár hef ég til dæmis fulla trú á Stúfi. Get alls ekki sagt að ég sé hættur að trúa á hann. Ég hef bara fulla trú á þessum öldruðu mönnum sem brjótast inn á nóttunni til að fikta í skótauinu okkar. Það er allt mjög eðlilegt við það. Bara skóblæti.“ „Við drögum inn tré sem við horfum síðan á, visna upp og deyja, hægt og rólega í stofunni. Svo setjum við upp fullt af seríum, borðum pipar- kökur og alls konar kvikindi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.