Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 8. desember 2017fréttir Vinsæl ummæli 48 „Af því flestir vinir mínir tala ensku, margir ekki íslensku, og ég vildi útskýra skyndilegt brotthvarf fyrir þeim svo enginn héldi að ég hefði hrokkið upp af.“ Gunnar Hrafn Jónsson útskýrir fyrir Páli Þorgeirssyni af hverju hann greindi frá því á ensku að hann væri á leið í áfengismeð- ferð. Greindi Píratinn frá því að hann hefði verið nálægt því að svipta sig lífi. 8 „Hægrimenn fá sér kók, vinstrimenn fá sér gras og miðjumennirnir taka í nefið. Þegar allir hittast þá er svo fengið sér í glas.“ Hallgeir Ellýjarson um frétt DV þar sem Katrín Jakobsdóttir þvertók fyrir að hafa verið undir áhrifum í þætti Gísla Marteins. Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi og Katrín voru svo hress að sumir áhorfendur töldu þau vera undir áhrifum áfengis. „Þetta heitir að vera „high on life“,“ sagði Katrín við DV. 5 „Er ekki bara upplagt að Dagur svari þessum pistli hennar Ragnheiðar og græi þessa meinsemd hjá Borginni strax með endurgreiðslu og miðum í rúðurnar hjá þessu fárveika fólki.“ Gummi og Dista tjáðu sig við frétt DV sem greindi frá því að fjölskyldufaðir, sem glímir við krabbamein, hafi greitt um 60 þúsund í bílastæðagjöld við Landspítalann. 7 „Það að ofsækja fólk að heimilum þeirra, þar sem börn eru til staðar er ljótur blettur. Samfylkingarfólk þorði ekki að slá skjaldborg um ofsóttan einstakling sem sætti pólitískum ofsóknum.“ Eiríkur Stefánsson við frétt um að aðförin að heimili Steinunnar Valdísar væri ljótur blettur á íslenskri stjórnmálasögu. Steinunn greindi frá því í vikunni að nafngreindir menn hefðu hvött aðra karlmenn til að nauðga henni. við fréttir DV í vikunni Þessar fréttir bar hæst í vikunni Mohamed í gæsluvarðhaldi DV greindi frá því að erlendur maður að nafni Mohamed sæti í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa beitt íslenska fyrrverandi kærustu sína hrottalegu ofbeldi. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Maðurinn, sem kallar sig Josh, er grunaður um að hafa tekið konuna hengingartaki þar til hún missti meðvitund. Hún rankaði við sér og hljóp út á götu þar sem nágrannar heyrðu köll hennar. Mohamed var handtekinn í Meðalholti í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Þá fjallaði frétt DV um að maðurinn hefði lifað tvöföldu lífi og væri álitinn hættulegur. Síðar í vikunni var manninum sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Lögmaður mannsins sagði að tvær hliðar væru á öllum málum. dv.is Köttur í bóli Árna Skemmtifrétt vikunnar var án efa umfjöllun Pressunnar um Árna Ragnar sem svaf værum svefni þegar Dagbjört, konan hans, kom að honum með óvenjulegan nætur- gest í fanginu. Í rúminu svaf eiginmaðurinn værum svefni með kött í fanginu. Það er ekki furða að Dagbjört hafi orðið hissa þar sem hjónin eiga ekki kött. „Ég var sofandi og man ekkert eftir þessu,“ sagði Árni Ragnar. pressan.is É g vil gefa fjölskyldum ógleyman leg jól í staðinn fyrir enginn jól,“ segir snapp­ arinn Skúli Jóhannsson, betur þekktur sem Skúli Jóa. Skúli starfar sem sjómaður og vill hann láta gott af sér leiða fyrir hátíðarn­ ar. Síðustu ár hefur hann gefið fá­ tækum fjölskyldum fisk um jólin. Skúli nýtur vinsælda á Snapchat, hefur mörg þúsund fylgjendur og vill nota þann með­ byr til góðs. „Ég ætla að gefa fisk því ég er sjómaður. Þá eru nokkur fyrirtæki sem gefa kjöt og annan glaðning. Ég óska eftir aðstoð frá fyrirtækj­ um sem vilja leggja sitt af mörkum. Fyrirtæki sem vilja leggja þeim sem berjast í bökkum lið geta haft samband við mig á Snapchat. Ég hvet líka einstaklinga sem hafa áhuga á að leggja hönd á plóg að hafa samband.“ Snapchat Skúla Jóa er @skulijoa. Skúli mun leita til sveitarfélaga til að fá ábendingu um fjölskyldur sem þurfa aðstoð yfir jólin. „Ég ætla að gefa fimm fjölskyld­ um sem eiga um sárt að binda um jólin glaðning. Ég er sjómaður og ætla því að flaka fisk fyrir þau. Ég hef gefið fjögurra manna fjöl­ skyldum nóg af fiski fyrir minnst þrjár máltíðir seinustu ár. Nú vil ég bæta í og gera enn betur. Stefn­ an er að fá fyrirtæki með mér í lið til að styðja fjölskyldur. Á Snapchat ætla ég að greina frá hvaða fyrir­ tæki ætla að hjálpa þeim sem minna mega sín og eru ekki aðeins að hugsa um hagnað eða græðgi rétt fyrir jól. Það eiga allir að geta haldið gleðileg jól.“ n gudrunosk@dv.is Skúli gefur fátækum fisk Í slenskur karlmaður situr í einangrun vegna alvarlegrar hnífaárásar á Austurvelli að­ faranótt sunnudags. Maður­ inn liggur undir grun um að hafa stungið tvo menn sem báðir eru frá Albaníu. Annar þeirra var stunginn ítrekað og meðal annars hitti ein hnífsstungan hann í hjartastað. Sá liggur enn í lífs­ hættu á gjörgæsludeild Landspít­ alans. Samkvæmt heimildum DV er með öllu óvíst að hann lifi árásina af. Hitt fórnarlambið meiddist minna og var fljótlega útskrifað af sjúkrahúsi. Sá sem er grunaður um árásina er 24 ára gamall. Að öllu óbreyttu verður hann í gæsluvarðhaldi til 15. desember. Hann flúði af vett­ vangi eftir árásina en var hand­ tekinn í Garðabæ skömmu síðar. Maðurinn hefur búið hjá ömmu sinni og afa undanfarið en þau eru búsett í sveitarfélaginu. Þegar hinn meinti árásarmaður var handtekinn var hann undir áhrif­ um vímuefna og reyndist ógerlegt að yfirheyra hann fyrr en daginn eftir. Þá voru vitni að árásinni og hafa þau verið yfirheyrð af lög­ reglu. Rannsókn málsins heldur áfram. Samkvæmt heimildum DV komu hinir voveiflegu atburðir fjölskyldu mannsins í opna skjöldu. Hann hefur ekki áður komist í kast við lögin og hefur aldrei sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun. „Þetta er góður drengur. Fjölskyldan er í áfalli, þetta er al­ gjör harmleikur,“ segir aðstand­ andi mannsins í samtali við DV. Samkvæmt heimildum DV hefur málið nokkra forsögu. Ís­ lendingurinn ungi varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir nokkrum vikum þar sem hópur albanskra manna gekk í skrokk á honum. Í kjölfar árásarinnar varð hann mjög stressaður og var um sig í miðbæ borgarinnar og vopn­ aðist hníf til þess að verja sig. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort fórnarlömb árásarinnar hafi tengst fyrrnefndri líkamsárás eða ekki. Það eina sem liggur fyrir er að til ágreinings kom milli þeirra og Íslendingsins með þeim af­ leiðingum að Albanirnir tveir lágu óvígir eftir. n Stunginn í hjarta- n 24 ára Íslendingur grunaður n Varð fyrir alvarlegri líkamsárás Albana Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Þetta er góður drengur. Fjölskyldan er í áfalli, þetta er algjör harmleikur. Alvarleg árás Fjölskylda drengsins er í áfalli vegna málsins. Stað við auSturvöll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.