Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 38
Helgarblað 8. desember 20178 Bækur E in athyglisverðasta ljóða­ bókin fyrir þessi jól er ör­ ugglega Slitförin eftir Fríðu Ísberg. Nafnið vísar fyrst og fremst til slitfara á líkama móður en einnig til þess ferðalags sem hvert barn þarf að leggja á sig frá æsku til unglingsára og loks full­ orðinsára, til þess að þroskast og að lokum „slíta naflastrenginn“ svo við vísum nú í útjaskað mynd­ mál sem er auðvitað hvergi að finna á síðum Slitfaranna/farar­ innar nema ef því sé snúið á haus. Með titlinum setur Fríða upp­ hafstóninn í verkinu; hún tekur þetta hversdagslega orð, slitför, úr samhengi og setur í nýtt. Eitt orð verður að ferðalagi sem verður að heilli ævi. Fríða er snillingur þegar kemur að skemmtilegu, jafnvel einföldu myndmáli sem sett er í nýtt og áhugavert samhengi. Lesandi er þá neyddur til þess að endur­ hugsa og endurmeta allt sem viðkemur umræddu myndmáli. Við annan lestur skýrist ýmis­ legt sem var lesanda ráðgáta við fyrsta lestur. Þannig má segja að hún kallist á við skáldsystur sína Svövu Jakobsdóttur sem má telj­ ast eitt mesta myndmálsséní sem Ísland hefur átt, þar til nú. Einnig vitnar Fríða í Steinunni Sigurðar­ dóttur í upphafi bókarinnar sem bindur verkið saman. Myndmál­ ið í ljóðabók Fríðu verður í senn auðskilið og ráðgáta á sama tíma. Hver getur annars staðist ljóðlín­ ur sem þessar: „í loftinu liggur sætur ilmvatnsþefur sem lyktar eins og leiðinleg stelpa“? Allavega ekki gagnrýnandi. Ljóðabókin er uppfull af kunnug­ legum andartökum sem við flest höfum gengið í gegnum á þroskaferlinum. Hvort sem við reynum að finna okkur sjálf, móta okkur sjálf, máta persónuleika annarra á okkur sjálfum eða lend­ um í tímabundnum samskipta­ örðugleikum við okkur sjálf. All­ ur þessi sannleikur er settur fram í Slitförunum/Slitförinni og við hvern lestur dýpkar skilningur okkar á ljóðmælanda sem og okk­ ur sjálfum. Ljóðin í Slitförunum/ Slitförinni eru líka svo vel meitluð að það mætti stundum halda að Fríða hefði höggvið þau út í stein. Þar er engu ofaukið og það er ná­ kvæmlega nóg sagt í hverju ljóði fyrir sig. Einnig treystir hún les­ anda fyrir því að þurfa ekki alltaf að skilja allt sem kemur fram í hverju ljóði fyrir sig. Það kann gagnrýnandi að meta. Því hver er tilgangurinn með því að gefa út skáldskap sem allir skilja eins? Það er líka svo fallegt að uppgötva texta upp á nýtt þegar maður les eitthvað í annað sinn og setur nýja merkingu í orðin. Þannig virka bestu fagurtextarnir að mati gagnrýnanda en það mega auðvitað allir vera ósammála. Ef þú, lesandi góður, ert hins vegar traustsins verður, þá mæli ég hik­ laust með þessari bók. n Dýrðarinnar Slitför meitluð í stein Jóhanna María Einarsdóttir johanna@dv.is Bækur Slitför Höfundur: Fríða Ísberg Útgefandi: Partus 61 bls. Togstreita unglinga B ókin Er ekki allt í lagi með þig? sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í ár, tekur á heimi unglingsins en sá heimur getur sannarlega verið margslunginn. Sagan er sögð af tveimur aðalpersónum sem koma úr mismunandi umhverfi, önnur upplifði mikið einelti og hin kemur úr forréttindahópi. Þess­ ir ólíku karakterar verða vinkon­ ur og sagan segir frá þeim, hvern­ ig þær takast á við daglegt líf og vináttuna. Höfundur lýsir vel tog­ streitunni milli þess að vera barn og unglingur. Frásögnin lýsir vel þeim að­ stæðum sem margir unglingar upplifa sig í. Þarna er togstreita um vini, og unglingarnir skilja hlutina á mismunandi hátt. Það sem einum finnst vera fullkom­ lega eðlileg hegðun upplifir annar á mjög neikvæðan hátt. Fjallað eru um málefni sem flestir kannast við og boðið upp á lausnir til að auð­ velda unglingunum að þroskast og taka rétt á aðstæðum. Stíll bókarinnar er góður og þar er aldrei talað niður til þess aldurshóps sem bókin fjallar um. Meginþemað í gegnum alla bók­ ina er einelti og hvernig fólk lítur það mismunandi augum. Mikið er lagt upp úr að skoðanir og sýn unglinganna komi fram þó að á stöku stað komi inn hugleiðingar frá fullorðnum. Mjög vel skrifuð bók þar sem efnið kemst vel til skila. n Elísabet Hrund Salvarsdóttir elisabet@dv.is Bækur Er ekki allt í lagi með þig? Höfundur: Elísa Jóhannsdóttir Útgefandi: Forlagið 315 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.