Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 62
2 Gjafabréf Helgarblað 8. desember 2017KYNNINGARBLAÐ Það er 15% afsláttur af gjafabréfum í Matar-kjallarann fram að jól- um. „Þetta er fullkomin jóla- gjöf handa fólki sem þú ert í vandræðum með að finna gjöf fyrir,“ segir Valtýr Berg- mann hjá Matarkjallaranum. Segir hann að gjafabréfin geti verið fyrir hvaða upp- hæð sem er, eða einhvern af samsettu matseðlunum sem gefandinn velur. Samsettu matseðlarnir eru fimm alls, þar á meðal er Leyndarmál Matarkjallarans, sem er sex rétta matseðill að hætti kokksins; Upplifðu Ísland – fjögurra rétta mat- seðill; Vegan matseðill; Haf og Hagi sem inniheldur meðal annars steikarplanka með humarhala; og svo er það sjávarréttamatseðillinn með fiskitvennu og fiskisúpu. Matarkjallarinn er til húsa í kjallaranum að Aðalstræti 2, í gamla Geysishúsinu, í sömu salarkynnum og Sjávar kjallarinn var í áður, en kominn er nýr inngangur að framanverðu. „Þetta er íslenskt brass- erie með áherslu á góðan og einfaldan mat, án tilgerðar,“ segir Valtýr, en gott jafnvægi er á milli fisk- og kjötrétta, auk þess sem grænmetis- réttirnir koma sterkir inn. Matarkjallarinn er rúmgóð- ur veitingastaður sem getur með hámarksnýtingu tekið um 130 manns í sæti en eðli- leg nýting er 90–100 manns í einu. Að sögn Valtýs er hlutfall erlendra ferðamanna og Íslendinga jafnt. Einfaldur hádegismatseðill er vinsæll á staðnum en þar er hægt að fá fiskitvennu fyrir aðeins 2.350 krónur. „Eldhúsið er opið til 23.00 en á föstudags- og laugar- dagskvöldum er „happy hour“ milli kl. 23.00 og 1.00, þar sem tilboð er á völdum kokteilum, dælubjór og rauð- og hvítvíni. Síðan er lifandi píanótónlist hér öll kvöld og á „happy hour“ er yfirleitt lifandi tónlist,“ segir Valtýr. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www. matarkjallarinn.is. Gjafabréfin má nálgast á staðnum eða með því að hringja í síma 558-000. Gjafabréf í Matarkjallarann er frábær jólagjafahugmynd FiSkFéLAGið Heimsreisur við matarborðið Það færist í vöxt að fólk gefi hvort öðru heill-andi upplifun í jólagjöf og víst er að gjafabréf á Fiskfélagið er gjöf sem nærir bæði líkamann og andann. Fiskfélagið var opnað í gamla kjallaranum í hinu sögulega Zimsenhúsi árið 2008 og hefur frá upphafi skapað sér þann sess að vera einstaklega spennandi veitingahús. Það var Lárus Gunnar Jónasson, eigandi og meistarakokkur, í félagi við teymi hans af orku- miklum og hressum kokkum, sem hleypti nýju lífi í húsið með undraverkum í matar- gerð. Spennandi matargerð Fiskfélagsins endurspeglast í matreiðslubókinni Ferða- lag um Fiskfélagið sem gefin var út fyrir nokkrum miss- erum. kokkar Fiskfélagsins, undir handleiðslu Ara Þórs Gunnarssonar yfirmatreiðslu- manns, bjóða gestum sínum daglega í ferðir kringum Ísland og heimsreisur um veröld víða – án þess að þeir þurfi að fara frá borðinu. Allt starfsfólk staðarins leggur sig fram við að gera máltíð á Fiskfélaginu að eftirminnilegri upplifun. Gjafabréf og spennandi jólatilboð Núna er í boði spennandi tilboð þar sem innifalið er matseðill í heimsreisu fyrir tvo og bókin Ferðalag um Fiskfé- lagið fylgir með. Þessi pakki kostar vanalega 29.800 krónur en fæst núna á 23.000. Hér er komin frábær hugmynd að jólagjöf. 15% afsláttur er af gjafabréfum hjá Fiskfélaginu fyrir jól. Réttirnir hjá Fiskfélaginu eru gerðir með norrænum „fusion“-blæ en byggðir á grunni hefðbundinna ís- lenskra rétta. En kokkarnir hjá Fiskfélaginu eru líka þekktir fyrir að senda bragðlauka matargesta út um allan heim enda einkennist matreiðslan af fjölbreytni og tilrauna- mennsku. Í hádeginu eru bæði þriggja og fjögurra rétta matseðlar í boði á Fisk- félaginu auk þess sem þá er hægt að gæða sér á nokkrum réttum sem eru annars ekki í boði á kvöldin og eru á sanngjörnu verði, þar á meðal má nefna franska sushi-ið og humarsalatið. Saltfiskurinn er á meðal vinsælustu rétta staðarins ásamt humarforréttinum. klassískir réttir sem hafa verið óbreyttir frá opnun Fiskfélagsins eru svínasíða í forrétt, bleikja í aðalrétt og tiramisú í eftirrétt. Fiskisúpan hjá Fiskfélaginu þykir líka vera ógleymanleg. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni fisk- felagid.is og á Facebook-síð- unni Fiskfélagið Veitingahús. Gjafabréf er hægt að kaupa á staðnum, Vesturgötu 2a, Grófartorgi. Einnig er hægt að hringja í síma 552-5300 fyrir frekari upplýsingar um gjafabréf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.