Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 22
22 umræða DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 8. desember 2017 fréttaskot 512 7070 abending@dv.is Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri: Kristjón Kormákur Guðjónsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Spurning vikunnar Styður þú ríkisstjórnina? „Ekkert sérstaklega.“ Davíð Þór Elvarsson „Nei. Ég vil hafa Sigmund, Sigurð Inga og Bjarna. En ekki Katrínu.“ Guðrún Jóhannesdóttir „Já. Hún ætlar að koma mjög mörgum góðum málum til leiðar eins og sést í 40 síðna sáttmálanum.“ Ari Teitsson „Þetta er flókin spurning, en jú, ég treysti Katrínu og félögum.“ Tinna Steindórsdóttir Uppgjör við reiðina „Málsvörn þeirra er hins vegar aum, hún ber vott um mann­ fyrirlitningu og stenst ekki. Þ að er bæði rétt og skylt að rifja upp hruntímann þegar óstjórnleg reiði greip um sig á svo sterkan hátt að öll sið- ferðisviðmið röskuðust. Það var öskrað og æpt, lögreglu var ögrað og stjórnmálamenn áttu sumir ekki lengur skjól á eigin heimili. Kvöld eftir kvöld fylltust sjónvarpsfrétta- tímar af myndum af fólki sem hafði engan áhuga á að sýna sjálfstjórn, heldur sleppti reiðinni lausri. Svo sannarlega hefur fólk rétt til að láta í sér heyra og mótmæla. Gleymum því ekki að það var að tapa fjármunum, missa hús sín og atvinnu. Skiljanlega voru margir í tilfinningauppnámi og kenndu útrásarvíkingum og stjórnmála- mönnum ekki síst um ástandið. Svo að segja allir sem höfðu póli- tísk völd eða voru vel efnaðir voru stimplaðir sem sakamenn. Það segir sitthvað um þessa tíma að ef einhver sást á dýrum jeppa þá þótti æskilegt að berja bílinn að utan. Það skiptir alltaf máli hvernig reitt fólk hagar sér í erfiðum að- stæðum. Sjálfsagt er að mótmæla og kalla á aðgerðir. Það er hins vegar dólgsleg aðferð að mæta fyrir utan heimili stjórnmála- manns dag eftir dag. Hver og einn borgari þessa lands getur sett sig í þá stöðu að vera inni á heimili sínu og vita af reiðum hópi fólks fyrir utan. Þetta er ekki fólk sem vill við- komandi vel. Þetta er æst fólk sem er líklegt til alls, eins og til dæmis að meiða. Engum innandyra getur verið rótt við aðstæður eins og þessar, allra síst börnum. Þeir sem stóðu fyrir framan hús Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur, Rögnu Árnadóttur og annarra stjórnmálamanna eftir hrun geta svo sem reynt að rétt- læta gjörðir sínar með því að ekki hafi staðið til að meiða neinn. Þeir geta einnig borið fyrir sig stjórnarskrárvörðum réttindum til að mótmæla og tjá hug sinn. Málsvörn þeirra er hins vegar aum, hún ber vott um mannfyrir- litningu og stenst ekki. Einn mót- mælenda hefur viðurkennt að hópurinn sem mætti fyrir framan hús Steinunnar Valdísar hafi áttað sig á því að hún var óttaslegin en það hafi bara fyllt þá eldmóði. Ein- hverjir mótmælendur iðuðu sem sagt hreinlega af ánægju vegna þess að þeir höfðu vakið óttatilf- inningu. Ekki þarf að hafa mörg orð um siðferðiskennd þeirra sem haga sér á þennan hátt. Fólk gerir mistök í lífinu og meiðir aðra, en þá ætti tími iðrun- ar að renna upp. Það er leitt að vita til þess að í hópi mótmælenda við heimili Steinunnar Valdísar voru menn sem sjá ekki eftir neinu. n Breytt staða Dags Ekki er ýkja langt síðan talið var að framtíð Dags B. Eggertssonar í stóli borgarstjóra væri tvísýn. Nú er staðan nokkuð breytt. Dagur birtist mjög víða, sást til dæm- is á sjónvarpsskjáum stinga sér tignarlega til sunds eftir endur- bætur á Sundhöll Reykjavíkur. Hann er líka að leggja fram mál sem líklega eru til vinsælda fall- in, það nýjasta snýr að ókeyp- is námsgögnum í grunnskól- um Reykjavíkur. Á meðan gerist lítið hjá andstæðingum Dags í Sjálfstæðisflokknum. Þar er leit- að ljósum logum að nýjum leið- toga sem komið getur atkvæð- um í hús en talið er næsta víst að enginn sitjandi borgarfulltrúa hafi styrkleika til að fella Dag. Nú er talið líklegt að Unnur Brá Kon- ráðsdóttir taki af skarið og helli sér í baráttu við Dag. Sigur Katrínar Ný skoðanakönnun Frétta- blaðsins sem sýnir 78 prósenta stuðning við ríkisstjórnina kemur eins og himnasending fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Hluti af hennar eigin flokksmönnum snerust gegn henni þegar hún hóf stjórnarmyndunar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Katrín hafði þó sitt fram og sannaði sig sem leiðtogi. Nú er að sjá hvort niðurstaða þessarar könnun- ar verði til þess að villikettirnir innan Vinstri grænna hafi hægt um sig eða fari á stjá og geri formanninum áfram lífið leitt. Hvað sem verður ætti Katrín að vera hæstánægð með góðan stuðning hjá þjóðinni. V andinn vegna kirkjuheim- sókna skóla er margþættur. Það sem er kannski aug- ljósast er að það er ekki hlutverk skóla að sinna trúarupp- eldi barna. Skólar hafa ekki endi- lega upplýsingar um trúarskoðan- ir fjölskyldu hvers barns, og skólar eiga heldur ekki að þurfa þess enda ætlaðir öllum óháð lífsskoðun. Skólinn á að forðast, frekar en skapa, aðstæður þar sem börn eru tekin úr hópnum. Með því að fara í kirkju er verið að skapa aðstæður þar sem foreldrar þurfa annaðhvort að láta barnið sitt fara með gegn vilja sínum, eða óska eftir að barnið sitji eftir og þar með gefa upp trúarafstöðu, sem flokkast sem viðkvæmar upplýsingar samkvæmt lögum. Heimsóknirnar hafa einnig valdið kvíða og vanlíðan hjá börnum, þar sem þeim er kennt eitthvað sem fer gegn því sem foreldrar þeirra halda á lofti. Einnig eru því miður dæmi þar sem börn fara að óttast um helvítisvist trúlausra foreldra sinna eftir þannig heimsóknir. Ef foreldrar fara hins vegar sjálfir með börnin sín í kirkju utan skólatíma, þá fá börn kristinna að kynnast kristnum jólum, hin- ir geta haldið sín jól eins og þeir kjósa, enginn þarf að gefa upp trúarlega afstöðu og ekkert barn þarf að vera tekið út úr hópnum. É g lít svo á að heimsóknir skólabarna í kirkju á aðventunni séu af hinu góða enda taki þær mið af reglum Reykjavíkurborgar um samskipti grunnskóla við trúar- og lífsskoðunar félög. Heimsóknirnar eru í dag settar upp sem fræðsla og rammi utan um aðventuhátíðir skólanna. Þær eru því í fullu samræmi við aðalnámskrá og stefnu Reykjavíkurborgar í fræðslumálum. Ekkert barn á því að þurfa að sitja eftir þegar farið er í slíkar heim- sóknir. Ekki frekar en að barn velji hvort það hlusti á suma rithöfunda kynna bækur sínar í skólunum fyrir jólin, taki þátt í jóga á vegum skólans eða ekki eða hvort börn á frístundaheimilum fari í heimsókn á Domino's að baka pítsur. Ég vil hvetja öll trú- og lífsskoðunarfélög til þess að bjóða grunnskólabörn- um í heimsókn í sínar kirkjur, moskur, hof eða samkomusali á hátíðum er tengj- ast þeirra trú- eða lífsskoðun og kynna fyrir börnum sínum hugmyndir eða trú. Þar með fá börn virkilega möguleika til að kynna sér ólík trúarbrögð og lífsskoð- anir. Það er nefnilega ekki nóg að segja að barnið eigi að fá að velja sjálft sína lífsskoðun þegar þar að kemur en kynna það síðan ekki fyrir öðru en því sem foreldrarnir aðhyllast, enda tel ég það ekki í anda umburðarlyndis og víðsýni. Ég er sannfærð um að opið samfélag sem gefur öllu fólki rými til að tjá lífs- og trúarskoðun sína óáreitt sé betra en samfélag þar sem alið er á tortryggni og ótta við trú og trúariðkun enda þrífast öfgar best í ótta og skömm. Trú og trúar- iðkun er órjúfanlegur hluti af lífsflórunni og þegar upp er staðið eru það for- eldrarnir sem hafa ríkustu áhrifin á barnið. Kirkjuheimsóknir skólabarna á aðventunni Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogi Elsa Nore, ritari Vantrúar MEð oG á MóTi MEð á MóTi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.