Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 42
42 Helgarblað 8. desember 2017menning Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Súrdeigsbrauðin okkar eru alvöru u Heilkorna u 100% spelt u Sykurlaus u Gerlaus u Olíulaus Í bókinni Anna eins og ég er segir Anna Kristjánsdóttir sögu sína sem Guðríður Haraldsdóttir skráir. Flestir Íslendingar þekkja til sögu Önnu sem vissi snemma að hún hefði fæðst í röngum líkama, fór í kynleiðréttingu og barðist fyrir tilveru sinni sem kona. „Ég er mun opinskárri í þessari bók en ég hef áður verið til dæmis þegar ég fjalla um bernskuna,“ segir Anna. „Ég var tekin frá for­ eldrum mínum vegna drykkju þeirra og fátæktar og sett á barna­ heimili. Frá sjö ára aldri til tólf ára aldurs ólst ég einungis upp á slík­ um heimilum. Ég hef ekkert verið að tala um það áður því í gamla daga skammaðist ég mín fyrir að tala um þetta, enda fylgdi þessu ákveðin skömm. Það var erfitt að rifja upp hluti sem ég hef ekki viljað tala um áður. Það tekur á að rifja upp sárar minningar. Á síðustu árum hefur verið mikil umræða í þjóðfé­ laginu um svokölluð barnaheimili og fleira. Það er miklu auðveldara fyrir mig að tala um þetta í dag en hefði verið fyrir tíu árum. Ég hefði heldur ekki getað staðið í þessum bókarskrifum meðan foreldrar mínir voru lifandi, en þeir eru dánir fyrir mörgum árum.“ Anna leggur áherslu á að foreldrar hennar hafi aldrei beitt hana ofbeldi, drykkja þeirra hafi verið vandamálið. Hún seg­ ir samskipti sín við foreldrana hafa orðið betri eftir því sem hún varð eldri og þau tjáðu sig aldrei nei­ kvætt við hana um kynleiðréttinguna. „Ég held að þeim hafi fundist þetta allt í lagi og ég er heldur ekki viss um að þetta hafi komið þeim svo mikið á óvart,“ segir Anna. Fékk martraðir Anna viðurkennir að hafa orðið mjög kvíðin þegar líða tók að út­ gáfu ævisögunnar. „Maður veit aldrei fyrirfram hvernig mót­ tökurnar verða. Ég fékk jafnvel martraðir,“ segir hún. Hún virðist þó ekki þurfa að hafa áhyggjur því þar sem hún hefur lesið upp hafa viðtökur verið góðar. „Það er yfir­ leitt alltaf skemmtilegt að kynna bókina en engu að síður getur það stundum verið erfitt. Dæmi um það er þegar Reynir Trausta­ son plataði mig upp á Úlfarsfell eldsnemma á sunnudagsmorgni til að lesa upp úr bókinni í vitlausu veðri. Ég fór líka til Vestmannaeyja og las upp og þar var ég veður­ teppt í tvo daga. Það var allt í lagi því það er nóg af skemmtilegu fólki í Eyjum.“ Ætlaði ekki að koma út úr skápnum Í bókinni er ekki hvað síst lýst bar­ áttu Önnu fyrir tilveru sinni sem kona. „Ég ætlaði ekki að koma út úr skápnum,“ segir hún. „Ég bjó í Svíþjóð og þar var félagsskapur transfólks og við vorum nokkur sem vorum mjög ósátt við hvað stjórn félagsins var treg til að tjá sig um málefni okkar út á við. Síð­ an gerðist það að stjórnin sagði af sér og einhver varð að taka við. Ég varð þá formaður félagsins og gat ekki annað en staðið við stóru orðin og tjáð mig opin berlega fyrir hönd félagsins.“ Hún er spurð hvað hafi breyst frá því hún fór í kynleiðréttingu. „Margt hefur gjör­ breyst. Ég miða gjarn­ an við árið 2006 þegar einstaklingur kom út úr skápnum sem var búinn að fara í gegn­ um það sama og ég. Um leið fannst mér allt verða auðveldara. Ég var ekki bara ein. Það voru líka komnir í sviðs­ ljósið einstaklingar sem voru ekki á leið í aðgerð en flokkuðust samt sem transpersónur.“ Var komin út í horn Finnurðu ennþá fyrir fordómum? „Mjög sjaldan. Það er ein og ein manneskja sem getur einfaldlega alls ekki sætt sig við þetta og mun aldrei gera. Það fólk verður bara eins og hvert annað nátttröll, því miður. Ertu hamingjusöm og sátt í dag? „Hvað er að vera hamingju­ söm. Það er spurningin. Ég er sátt. Hamingja er mun flóknara mál.“ Ertu fegin að hafa skipt um kyn? „Já, annars væri ég ekki lifandi í dag. Á sínum tíma var þetta lífs­ spursmál. Ég var komin út í horn og þurfti að leysa úr flækjunum.“ Íhald um jól Anna á þrjú uppkomin börn. Hún býr með tveimur köttum sínum og segist ekkert sérstaklega hafa áhuga á að fara í sambúð. „Ég held að það sé leitun að þeirri mann­ eskju sem vill búa með mér. Ég er dálítið erfið og mjög sérvitur,“ seg­ ir hún. Aðspurð segist hún vera mikið jólabarn. „Jólin mín eru ákaflega hefðbundin. Sumir hlutir tilheyra bara jólunum. Eins og jólatónlist Borgardætra, hamborgarhryggur­ inn og hangikjötið. Ég er mikið íhald hvað jólin snertir.“ n Tekur á að rifja upp sárar minningar Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Maður veit aldrei fyrirfram hvernig móttökurnar verða. Ég fékk jafnvel martraðir. Anna Kristjánsdóttir segir sögu sína í nýrri bók „Ég er mun opinskárri í þessari bók en ég hef áður verið M y n d S ig tr y g g u r A r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.