Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 55
Vikublað 8. desember 2017 7 „Æi nei, hrækiði frekar á mig. Ekki vera alltaf að reyna að faðma mig. Ég er broddgöltur. „Ég fíla að vera málaður, fínn og sætur um leið og ég er sveittur og frussandi. Það er eitthvað við það. í samhengi … Ég var til dæmis orðinn unglingur þegar pabbi var rúmlega þrí- tugur, á sama aldri og ég er á í dag. Þetta er auðvitað hálffáránlegt ef maður hugsar út í það. Ég ætti alls ekki að hafa forræði yfir unglingi núna. Hann væri ansi taugaveiklaður held ég,“ segir Atli og flissar um leið og hann þiggur kaffibolla af sambýliskonu sinni. Móðirin ekki hrifin af því að hlusta á frum- burðinn staglast á munnmökum Hann segist hafa búið við gott atlæti í uppeldinu. Pabbi hans þén- aði vel á sjónum og skáldið upp- rennandi naut góðs af því. „Að vera togara- sjómaður er örugglega ömurlega erfitt en vel borgað starf og ég naut þess eflaust meira en pabbi. Hvorki mamma né pabbi lögðu hart að mér að vera eitthvað sérstaklega praktískur þegar kom að námsvali. Ég átti bara að standa mig vel í því sem ég tók mér fyrir hendur. Sama hvað það var. Mamma var samt virkilega fegin þegar ég fór að gefa út bækur, enda þykir henni það fínna en að sonurinn sé bara einhver sveittur rappari. Ég skil það svo sem vel. Ég er voðalega orðljót- ur í rappinu og henni hefur eflaust þótt leiðinlegt að heyra mig staglast endalaust á því að sjúga typpi og þess háttar.“ „Ekki vera alltaf að reyna að faðma mig. Ég er broddgöltur“ Akureyri hefur alla tíð þótt ákaflega borgaralegt samfélag og því liggur beint við að spyrja Atla hvort honum hafi þótt erfitt að alast þar upp, enda lífsstíll skáldsins og viðfangsefni svolítið á skjön við menningargildin sem hafa þótt við hæfi síðustu árin. „Jú, vissulega er þetta mjög dúllulegt og borgaralegt samfélag þarna fyrir norðan. Ég gæti ekki hugsað mér að búa og starfa sem ögrandi listamaður á Akureyri, einfaldlega af því að þetta er svo mikið dúllupleis. Þetta var alltaf mikill iðnaðarbær, svo lokuðu verksmiðjurnar og bærinn þurfti að finna sig upp á nýtt. Varð mennta- bær en núna er þetta fyrst og fremst áfangastaður ferðamanna, sem er frábært því nú eru komnir alls konar barir og kaffihús í bæinn – „happy hour“ og fleira skemmti- legt. Ég myndi samt aldrei nenna að vera kjaftfor og „fríkí“ listamaður í þessum bæ og vera alltaf að standa í einhverju stappi við samborgara mína. Því síður myndi ég vilja að þau lyftu mér upp á einhvern stall … Æi nei, hrækiði frekar á mig. Ekki vera alltaf að reyna að faðma mig. Ég er broddgöltur,“ segir hann kíminn en tekur svo skýrt fram að hann kunni þrátt fyrir allt mjög vel við borgaralega heimabæinn og þangað fari hann reglulega til að heimsækja foreldrana, vini og ættingja. Stóð hæfilega út úr en tilheyrði samt hóp Sem krakki fann Atli sína hillu í rappinu. Stundaði það sem hann kallar eins konar trúarbrögð í nafni rappsveitarinnar Wu Tan Clan og var uppnefndur „skoppari“. „Ég gekk svakalega langt í þessu. Var í risastórum hettupeysum og enn stærri buxum sem héngu niðrum mig. Var hipp hoppari alla leið. Þannig bjó ég mér til sjálfsmynd sem unglingur. Þá stóð maður hæfilega út úr en tilheyrði samt hóp. Ef maður var litinn horn- auga þá var allur hópurinn litinn hornauga um leið: „Hysjiði upp um ykkur þarna skopparar“ var kallað á eftir okkur. Eitt gekk yfir alla. Rapptónlist var meira jaðarfyrir- bæri á þessum tíma en er orðin mikið útbreiddari í dag. Fólk á öllum aldri hlustar á rapp en ég að hlusta á Wu Tang er bara eins og pabbi að hlusta á Led Zeppelin eða eitthvað. Þetta er svona miðaldra stöff.“ Taugaveiklaður og feiminn en alveg tjúllaður á sviði Árið 2013 gaf Kött Grá Pje út sitt fyrsta rapplag, Aheybaró, sem náði fljótlega vinsældum á Rás 2. Hann segist hafa verið að gera vini sínum greiða með því að rappa í laginu en fljótlega myndaðist eftirspurn eftir þeim sem skemmtikröftum og Atli ákvað að fljóta á öldunni. Láta gamla rapparadrauma rætast. „Ég stofnaði band með vini mínum og við byrjuðum að koma fram. Að rappa á sviði er örugglega það skemmtilegasta sem ég geri en mér finnst allt skipulagið í kringum þetta leiðinlegt. Að miða sig við aðra, mæla mér mót við fólk til að æfa og svo framvegis. Ég á voða- lega bágt með alla svona strúktúra. Nema þá sem ég smíða sjálfur – og þeir eru óskaplega hrörlegir,“ segir Atli og strýkur sítt hárið frá bleik- um gleraugunum um leið og hann bætir við að hann sé sjálfur mikill tónlistaramatör sem hafi blessunar- lega fengið tækifæri til að vinna með öðrum sem séu honum mikið færari. Verið svona „live act“. Ég gaf lítið út af lögum en fékk á mig orð fyrir að vera frekar tjúllaður á sviði. Mikill sviti og djöfulgangur. Við stóðum þarna, næstum-því- miðaldra karlar með bumbuna úti að bölva eitthvað, rosa hressir. Fólki hefur örugglega aðallega þótt þetta fyndið en við ákváðum að hundsa það, kusum að trúa því að fólki þætti við töff, en auðvitað hefur það ekkert verið. Ég er alls ekki töff. frussandi fínn & sÆtur fEmínisti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.