Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 18
18 Helgarblað 8. desember 2017fréttir H ann var villingur úti á Nesi en var samt vin- sæll, ekki síst hjá stelp- unum. Eftir grunnskól- ann hvarf hann hins vegar af yfirborði jarðar. Ég vissi bara að hann hefði farið út af sporinu,“ segir maður sem ólst upp með Alexander Manrique Elíassyni á Seltjarnarnesi. Alexander er ný- sloppinn úr gæsluvarðhaldi þar sem hann hefur setið í heila viku ásamt eiginkonu sinni sem er frá Perú. Þau eru grunuð um aðild að umfangsmiklu vændismáli sem lögreglan hefur nú til rannsókn- ar. Leigði Alexander íbúð í Ártúns- holti þar sem starfsemin er talin hafa farið fram. Ekki grunur um mansal Grunur leikur á að Alexander og eiginkona hans hafi gert þrjár perúskar konur út í vændi. Í upp- hafi rannsóknarinnar beindist grunur lögreglu að því að hjónin hefðu gerst sek um mansal. Sá grunur var hins vegar ekki á rök- um reistur ef marka má yfirlýs- ingar lögreglu. Vændiskonurnar þrjár virðast hafa komið til lands- ins af fúsum og frjálsum vilja og stundað hér ábatasama útgerð. Vegabréf vændiskvennanna voru í þeirra eigin vörslu og héldu þær til síns heima fljótlega í kjölfar að- gerða lögreglu. Við húsleit lögreglu var lagt hald á á tölvur, síma og um þrjár milljónir króna í reiðufé. Þá virð- ist hafa verið haldin skrá yfir fjöl- marga viðskiptavini og má gera ráð fyrir því að þessir aðilar verði boðaðir í yfirheyrslu hjá lögreglu innan tíðar. DV hefur undir höndum sam- skipti vændiskonu sem var á hrakhólum og leitaði að vernd eftir að parið var handtekið. Í samskiptunum segir vændiskonan að líf hennar hafi verið þyrnum stráð og hana langaði út úr þessari myrku veröld. Hét áður Jón Alexander Ferill Alexanders hef- ur vakið talsverða athygli í fjölmiðlum, ekki síst fyrir þá stað- reynd að hann starf- aði hjá Barnavernd Reykjavíkur skömmu áður en vændismálið kom upp. Alexander hét áður Jón Alexander Elíasson og ólst upp á Seltjarnarnesi. Að lok- inni grunnskólagöngu leiddist hann út á ranga braut. Hann hlaut fang- elsisdóm á táningsaldri og var honum gefið að sök að hafa reynt að aka á mann. Að lokinni afplánun venti hann kvæði sínu í kross, að minnsta kosti á yfir- borðinu. DV hefur ekki ítar- legar upplýsingar um hvað Alex- ander tók sér fyrir hendur að lok- inni afplánun dómsins. Þó er ljóst að hann rak um tíma bar á Spáni sem og köfunarskóla, en hann hefur kennsluréttindi sem kafari. Hann starfaði um tíma fyrir köf- unarþjónustuna Kafarinn.is hér á landi og árið 2004 hóf hann störf hjá Krýsuvíkursamtökunum. Þá starfaði hann einnig sem áfeng- isráðgjafi. Sú reynsla hjálpaði ef- laust til þegar hann var ráðinn til starfa hjá Barnavernd Reykjavíkur. Könnuðu bakgrunninn Samkvæmt heimildum DV var hann vel liðinn á vinnustaðnum og er starfsfólk í uppnámi yfir því að hann sé grunaður um aðkomu að vændisstarfsemi. Í umfjöllun Ríkisútvarpsins um málið fullyrti Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, að Alexander hafi verið farsæll í starfi. Í skriflegu svari til DV segist Halldóra ekki kannast við að meinbugir hafi verið á vinnu Al- exanders hjá Barnavernd Reykja- víkur. Þá hafi starfslok hans ekki á neinn hátt tengst meintri víta- verðri háttsemi. Alexander, eins og aðrir starfsmenn stofnunarinnar, undirritaði heimild til upplýsinga- öflunar úr sakaskrá þegar hann hóf þar störf. Samkvæmt heim- ildinni getur Barnavernd óskað eftir upplýsingum um kynferð- isbrot án tímamarka. Hvað aðra refsidóma áhrærir, til dæmis of- beldisbrot og brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, er tímaramm- inn fimm ár. Halldóra staðfestir að ferill Alexanders hafi verið kann- aður að því marki sem heimildir veita auk þess sem starfsferill hans var skoðaður og meðmæla aflað. „Óraunverulegt núna að þetta hafi virkilega gerst“ Samkvæmt heimildum DV fór bróðurpartur meintrar vændis- starfsemi fram í húsi við Fiska- kvísl í Ártúnsholti. Að sögn ná- granna í nærliggjandi húsi fluttu þrjár suðuramerískar konur inn í íbúð sem Alexander tók á leigu. Nánast umsvifalaust hófust tíðar mannaferðir að húsinu á öllum tímum sólarhrings. „Þetta voru menn á öllum aldri, sumir vel klæddir en aðrir ekki. Þetta spannaði í raun allan þjóðfélags- skalann,“ segir nágranni í samtali við DV. Að hans sögn fór ekki fram- hjá neinum í nágrenninu, að ein- hverjum tíma liðnum, hvers konar starfsemi fór fram í húsinu. „Þetta var í gangi í um tvo mánuði. Fólk er auðvitað smá tíma að gera sér grein fyrir einhverju af þessu tagi, enda býst maður ekki við svona starfsemi í rólegri íbúðagötu. Það er eiginlega óraunverulegt núna að þetta hafi virkilega gerst,“ segir nágranninn. Hann segist hafa mætt stúlkun- um reglulega í götunni. „Þær voru mjög vinalegar en töluðu ekki orð í íslensku eða ensku. Það þýddi lítið að bjóða þeim góðan daginn á íslensku,“ segir viðmælandinn. Þá segir hann að leigubíla ferðir hafi verið tíðar í götunni. „Það var svolítið fyndið að menn pönt- uðu greinilega leigubílana að öðr- um húsum í götunni og stóðu þar álútir, sennilega til að gera þetta ekki of augljóst. Ég tek sjálfur af og til leigubíla og á þessu tímabili spurði ég út í hvað væri í gangi í þessu tiltekna húsi. Það var alveg á hreinu að bílstjórarnir vissu það,“ segir maðurinn að lokum. n Vel klæddir karlar í Vændishúsi í FiskakVísl n Alexander vann hjá Barnavernd Reykjavíkur n Starfsemin fór fram í íbúð í Ártúnsholti Björn Þorfinnsson Kristjón Kormákur bjornth@dv.is / kristjon@dv.is „Það er eiginlega óraunverulegt núna að þetta hafi virkilega gerst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.