Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 56
Vikublað 8. desember 2017 8 Ótrúlega taugaveiklaður, feiminn og hræddur við fólk. Alltaf þegar ég set upp sólgleraugu og fer að láta eins og spaði þá er það bara eitthvað „front og feik“. Enginn töffaraskapur, enda er ég enginn töffari.“ Valdi bleik gleraugu af einskærum hégóma Talandi um sólgleraugu. Stíllinn á þér, hárið, bleiku gleraugun og naglalakkið. Það eru ekki margir rapparar í þessum gír. Hvað kemur til? „Já, sko ég byrjaði bara að naglalakka mig af því að mér finnst það fallegt. Fyrst gerði ég þetta til að skreyta mig áður en ég fór á svið og svo fannst mér naglalakk- ið bara svo flott að ég fór að vera svona dagsdaglega. Smátt og smátt byrjaði fólk að gefa mér naglalökk, alls konar fallega liti sem ég hafði gaman af og ég kunni bara að meta þetta. Hvað hárið og gleraugun varðar – fyrst fékk ég mér skyggð gleraugu af því að ég var með ein- hverja ljósfælni, svo skipti ég yfir í þessi bleiku af eintómum hégóma. Ég viðurkenni það. Mér fannst þau bara flottari en grái liturinn,“ segir Atli sem hefur aldrei mátað sig við það sem hann kallar venjulega, töff rappara. „Ég var alltaf meira eins og eitthvert frík, eða viðrini. Líklegast ætti ég betur heima í svona „sækadelik“ rokkhljómsveit. Fagurfræðin mín á að minnsta kosti betur heima í því samhengi.“ Hádramatísk yfirlýsing um endalok rappferilsins Á dögunum sendir þú frá þér dramatíska yfirlýsingu þar sem þú sagðist vera steinhættur að rappa. Samt hefur rappið átt hug þinn allan í mörg ár. Hvers vegna þessi tilkynning um að þú værir hættur? „Það var aðallega til að stöðva allar þessar fyrir- spurnir. Ég var alltaf að fá tölvupóst, símtöl og skilaboð þar sem fólk vildi fá mig í þetta. Ég gerði þetta opin- berlega til að stoppa það allt, frekar en að reyna að „feida“ út. Ég á samt örugglega eftir að rappa aftur. Þetta er að sjálfsögðu ekki alveg búið.“ Heldurðu að þú getir náð að gera fólk jafn æst í ljóðin þín og bækurnar og það hefur verið í rapp- ið? Ljóðaupplestur kallar ekki beint á sexí trylling? „Ég veit það ekki. Ég er auðvitað pínu dóna- og ruddaskáld líka. Á það til að vera með gjörninga þar sem ég er á brókinni einni fata að tússa á líkamann. Ég kann alltaf vel við mig fyrir framan fólk, sem er í sjálfu sér ótrúlegt af því að á sama tíma sæki ég ekki mikið í félags- skap. Mig grunar að fólkið sem kemur að sjá mig á ljóðakvöldum sé sama fólkið og mætti á rapp- konsertana mína. Á ljóðakvöldum fá þau sér kannski frekar rauðvín en velja Jack í kók á tónleikum. Það má alveg leika tveimur skjöldum þannig. Svona smá.“ Frussandi fínn og sætur femínisti Í útliti er Atli bæði karlmannlegur og kvenlegur í senn. Kvenleikinn kemur aðallega með síða hárinu og naglalakki en sjálfur segist hann femínisti alla leið. „Sem sviðslista- maður var ég, og er kannski, svo- lítið fljótandi í kyngervinu. Mála mig til dæmis og set á mig fallega hringa. Fyrir tónleika fékk ég fólk til að mála mig um augun, og ég stefni alltaf á að læra að gera þetta sjálfur af því mér finnst ég æðislega fínn svona málaður. Ég fíla að vera málaður, fínn og sætur um leið og ég er sveittur og frussandi. Það er eitthvað við það,“ segir hann og brosir lymskulega. Áður en Atli lauk meistaranámi í skapandi skrifum frá HÍ lauk hann BA-námi í sagnfræði við sama skóla. Hann segist hafa heill- ast af öllu sem viðkom kynja- hlut- verkum og kyngervum þegar hann lagði stund á þetta nám. „Það er svo áhugavert að við höfum annars vegar gamla líffræðilega kynið og hins vegar kyngervið sem má núna vera frjálst og fljótandi. Kynhegðun er í sjálfu sér orðin einhvers konar róf sem teygir sig út um allt og þetta samfélagsfyrirbrigði er svo rosalega frábrugðið öllu sem fyrir- finnst í dýraríkinu. Mér finnst frá- bært að einstaklingnum sé frjálst að ákvarða nákvæmlega hvað hann er, án þess að þurfa að gera grein fyrir því. Þetta er í sjálfu sér það sem aðgreinir okkur hvað mest frá öðrum skepnum og gerir okkur svo mannleg um leið. Mér finnst það mjög fallegt.“ Tengir við baráttu kvenna og hinsegin fólks Atli segist alltaf hafa tengt mikið við baráttu kvenna og hinsegin fólks fyrir jafnrétti og virðingu en það voru meðal annars skoðana- systkini hans í stjórnmálum sem höfðu áhrif á viðhorfin – Sóley Tómasdóttir og fleiri gallharðir vinstrisinnar. „Ég tók eftir því að skoðana- systkini mín í hefðbundinni pólitík voru að hugsa á svipuðum nótum hvað varðar jafnréttismálin og ég varð fljótt sammála því sem ég heyrði um róttækan femínisma,“ segir Atli sem tók meðal annars virkan þátt í femínistaspjalli á netinu upp úr síðustu aldamótum. „Þar var mikið talað um félags- mótun. Að kynin væru mótuð inn í alls konar hlutverk og að félags- legir strúktúrar réðu í sjálfu sér muninum á kynjunum frekar en aðrir þættir. Ég var sjálfur mjög fé- lagsfræðilega sinnaður, tengdi strax við þess háttar kenningar þegar ég var í menntaskóla og fannst þessi hugmynd um félagsmótun ganga vel upp. Ég man sérstaklega eftir fræga málinu þar sem Kolbrún Halldórsdóttir tók fyrir bleiku og bláu nýburagallana á spítalanum. Mér fannst þetta örlítið ýkt og ætla ekki að hafa neinar sérstakar skoðanir á því núna, en engu að síður kviknuðu þarna miklar pælingar um það hvernig stelpum og strákum er beint í ákveðnar áttir strax frá fæðingu.“ Kynferðislega markaleysið Líkt og flestir landsmenn hefur Atli skoðanir á svokölluðum myllumerkjahreyfingum sem hafa sprottið upp á netinu síðustu ár, í þeim tilgangi að rétta stöðu kvenna í samfélaginu og koma í veg fyrir kynferðisofbeldi, áreiti og kyn- bundið misrétti. „Þessar hreyfingar hafa sýnt fram á að kynferðislegt ofbeldi og áreiti og kynbundið misrétti er ekki bara algengt fyrirbæri heldur bein- línis hversdagslegt – og það er í raun alveg sturlað þegar maður hugsar út í það. Partur af þessu er kerfisbundið vandamál, einhver strúktúr sem byggir á því að halda konum niðri, en kynferðislega markaleysið er gömul og frumstæð hellisbúahegð- un: Karlkyns hellisbúinn sem rotar konu með lurk og dregur hana svo á hárinu inn í helli,“ útskýrir Atli sem hefur lagt sín lóð á vogarskál- arnar til að breyta ástandinu til hins betra. Hefur meðal annars tek- ið þátt í Druslugöngum og fleira. Hann telur þó að félagsfælnin hafi komið í veg fyrir að hann geti sinnt því betur að vera pro-femínískur karlmaður eins og hann kallar það: „Ef ég væri ekki svona kvíðinn og lítið fyrir skipulegt félagastarf þá væri ég eflaust mun virkari í femínistabaráttunni.“ Tekur fullt af pillum á hverjum morgni Atli segir að kvíðinn og þunglyndið hafi háð sér honum því hann var unglingur. Hann taki fullt af pillum á hverjum morgni og þurfi að hafa talsvert fyrir því að vera í andlegu stuði. Síðustu misserin hafi þó verið góð. Þetta þakkar hann góðum lækni og heiðarlegri sjálfskoðun. „Ég er búinn að vera helvíti brattur það sem af er þessu ári enda á fínum lyfjakokteil. Svo nýt ég leiðsagnar frá Karl Reyni Einars- syni geðlækni sem hefur hjálpað mér mikið. Það er gott að tala við hann og samtölin hafa beint mér í réttar áttir í lífinu. Ég hef til dæmis verið að taka sjálfan mig í hugræna atferlismeðferð, tekið til í sálinni og skoðað hvar ég stend. Hvað ég vil og eitthvað svoleiðis. Þetta hefur allt haft góð áhrif. Hugræna atferlismeðferðin gengur til dæmis út á að greina hugsanavillur og hugsa jákvætt og það er allt fínt. Mig langar samt að nefna bókina Leitin að tilgangi lífisins, eftir Viktor Frankl, sem stórkostlegan áhrifavald á það hvernig maður getur breytt lífsviðhorfum til hins betra. Viktor þessi var fluggáfaður sálfræðingur sem lifði af vistina í útrýmingarbúðum nasista og skrifaði í kjölfarið þessa mögnuðu bók sem amma mín gaf mér fyrir mörgum árum,“ segir Atli ákafur og bætir svo við að reyndar hafi höf- undurinn verið trúað- ur sem hann sjálfur sé ekki. Einnig sé hann svo- lítið ósammála því að allir fæðist með ákveðinn tilgang sem þurfi svo bara að finna. Okkar maður vil meina að við getum sjálf skapað okkur góðan tilgang. „Viktor Frankl setur þetta þannig fram að tilgangur lífsins sé einhvers staðar flögrandi um í loftinu. Ég vil hins vegar meina að allir geti bara búið til sinn eigin pappírsfugl,“ segir kattavinurinn, kynjablendingurinn, rapparinn og rithöfundurinn Kött Grá Pje að lokum. „Ég gæti ekki hugsað mér að búa og starfa sem ögrandi lista- maður á Akureyri, einfaldlega af því þetta er svo mikið dúllupleis. SPYRJIÐ BARA Ógeð á sjálfum sér er eðlisólíkt andstyggð á mat. Spyrjið bara sveitastjórnarmanninn sem starir glaseygur í spegilinn á snyrtingunni á Snaps og spyr sig þess í milljón- asta sinn hví hann standi í þessu helvíti. Ég þekki hann og veit að það var af góðum hug upphaflega. Þekki líka listafólk sem spyr sig þess sama. Efinn er víða, hann hirðir ekki um starfsvettvang. Hann er kaldur og klár. Sjálfur spyr ég mig til hvers þessi orð séu. Skrifa áfram í fullkominni óvissu. Þegar klappað er fyrir mér eftir upplestur brosi ég þótt ég þykist vita að það breytir engu. Að orðin fuðra upp í tómið. Þangað hverfur allt. Spyrjið bara sveitastjórnarmanninn sem þakkar þjóninum á Snaps kærlega fyrir og hámar í sig kræklinginn og franskarnar og þjórar hvítvínið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.