Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 54
Vikublað 8. desember 2017 6 Atli stendur við útidyrnar og reykir sígarettu þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Það glampar á græna metalnaglalakkið í vetrarsólinni. Hann býður okkur inn fyrir, upp á aðra hæð. Það fyrsta sem blasir við þegar við komum upp tröppurnar er arfa- gamall, hálfþunglyndur köttur og mynd af Jesú Kristi. Flísalagt gólfið er vel skúrað og glansandi. Íbúðin fremur lítil en snoturlega hönnuð. Þröngur gangur og þrjú herbergi. Öllu haganlega komið fyrir. Fullt af alls konar skrauti. Í miðri stofu stendur stórt skrifborð með tölvu, pennum, pappírum og bókum. „Ég sit hérna eiginlega allan daginn og skrifa,“ útskýrir rithöfundurinn um leið og hann afsakar óreiðu á heimilinu að íslenskum sið. „Ég ætti ekki að hafa forræði yfir unglingi“ Atli fæddist á Akureyri í júní árið 1983. Hann er sonur Sigþórs Heimis sonar, fyrrverandi sjómanns, sem rekur í dag Pólýhúðunar- verkstæði Akureyrar, og Hrannar Einarsdóttur myndlistarkonu. Hann á einnig tvö yngri systkini sem búa bæði í Danmörku og starfa sem arkitektar. Spurður að því hvort foreldrar hans hafi stutt hann í að gerast listamaður útskýrir Atli að hann sé hálfspilltur af því að vera bæði sonur togarasjómanns og fyrsta barn foreldra sinna. Foreldrar hans hafi verið ungir þegar Atli kom í heiminn og því hafi hann líklegast fengið að ráða sér meira sjálfur en ella. „Ungir foreldrar vita auðvitað ekki alveg út í hvað þeir eru að fara. Læra sínar lexíur á fyrsta barninu. Komast smátt og smátt að því að of mikið frjálsræði gangi kannski ekki. Systkini mín eru til dæmis bæði agaðri og skynsamari en ég, enda voru foreldrar okkar búnir að æfa sig á mér. Ef maður setur þetta Kött Grá Pje er listamannsnafnið sem rithöfundurinn og rapparinn Atli Sigþórsson tók sér á fylleríi í jólafríi norður á Akureyri fyrir nokkrum árum. Kött af því hann hreinlega elskar ketti. Segist sjúkur í þá. Grá af því honum finnst grátt bæði góður og vondur litur á sama tíma. Pjé, af því hann er yfir sig hrifinn af dr. Helga Pjeturs heitnum, jarðfræðingnum og dulvís- indamanninum sem hafði áhuga á að reisa stjörnusam- bandsstöð á Íslandi. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður og stílisti, heimsótti Atla ásamt Brynju ljós- myndara, þar sem hann býr ásamt kærustu sinni í litlu raðhúsi í Bústaðahverfi. fruSSAndi fÍnn & Sætur feMÍniSti Margrét H. gústaVsdóttir margret@dv.is m yn d ir b ry n ja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.