Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 43
43Helgarblað 8. desember 2017 menning - sjónvarp
S
jónvarpserían um Stellu
Blómkvist birtist á dögun
um í heild sinni í Sjón
varpi Símans. Um er að
ræða ánægjulega nýbreytni
enda vilja sjónvarpsnotendur í
dag helst fá að horfa á þætti eftir
sinni hentisemi, jafnvel „hám
horfa“ í einni lotu.
Sá er þessi orð ritar hefur ekki
gerst svo frægur að lesa bækurnar
um Stellu og hafði því aðeins kynnst
söguhetjunni í gegnum bókadóma
sem eru misjafnir í meira lagi. Af
því mátti ráða að Stella væri kald
hæðinn og kynþokkafullur töffari
með munninn fyrir neðan nef
ið. Því er svo sannarlega komið til
skila í þáttunum.
Fram hefur komið að að
standendur þáttanna hafi lagt
allt í sölurnar til þess að finna
hina fullkomnu Stellu. Þannig
tók áheyrnarprufuferlið um eitt
ár og er það skiljanlegt enda
standa og falla þættirnir með
aðalpersónunni. Stella er nánast
í öllum senum þáttanna auk
þess að gegna hlutverki sögu
manns. Mistök í leikaravali
hefðu því verið dýr. Að lokum
hlaut Heiða Rún Sigurðardóttir,
eða Heida Reed eins og hún kýs
að kalla sig á alþjóðlegum vett
vangi, hlutverkið. Fyrir þá sem
hafa fylgst með Heiðu í bresku
sjónvarpsþáttunum Poldark þá
kom leikaravalið nokkuð á óvart
enda er varla hægt að finna ólík
ari karaktera en þá sem Heiða
túlkar á þessum tveimur víg
stöðvum, Stellu Blómkvist og
Elizabeth Warleggan.
Það var því með hnút í mag
anum sem undirritaður hóf
áhorfið en áhyggjurnar reynd
ust óþarfar með öllu. Heiða Reed
gjörsamlega neglir hlutverk lög
fræðingsins og sýnir að það býr
mikið í henni sem leikkonu. Ef
gagnrýna á eitthvað þá má segja
að hún ofleiki á köflum en það
kemur ekki að sök þar sem aug
ljóst er frá fyrstu mínútu að
þættirnir taka sig mátulega alvar
lega. Af viðbrögðum á samfélags
miðlum má ráða að sögumanns
hlutverk Stellu fari í taugarnar
á mörgum. Í fyrstu virkar vissu
lega frekar kjánalegt að heyra
kaldhæðnar athugasemdir Stellu
um gang mála og forsögu þeirra
persóna sem kynntar eru til leiks.
Að loknum fyrsta þætti var þessi
frásagnaraðferð farin að venjast
ágætlega og hún gerir atburða
rásina hraðari og oftar en ekki
skemmtilegri.
Fjölmargir íslenskir leikarar
koma við sögu í þáttunum og vakti
frammistaða Söru Daggar Ásgeirs
dóttur og Kristínar Þóru Haralds
dóttur mesta athygli undirritaðs.
Sara Dögg er mjög sannfærandi í
hlutverki útsmogins en aðlaðandi
innanríkisráðherra. Kristín Þóra
leikur tölvunördinn Gunnu, besta
vin og nánasta samstarfsmann
Stellu. Karakterinn er sennilega
ein mesta klisja í sögu sjónvarps
þátta á Íslandi en Kristín Þóra er
frábær í sínu hlutverki.
Þá er rétt að minnast á
myndatökuna í þættinum sem
ykkar einlægum þótti afar vel
heppnuð, sérstaklega stutt
drónamyndskeið sem gerðu
mikið fyrir áhorfandann.
Helsti galli þáttanna er hand
ritið sem er frekar þunnt. Málin
sem Stella þarf að glíma við eru
fyrirsjáanleg í meira lagi. Með
hraðanum, myndatökunni og
sjarma aðalpersónunnar nær
leikstjórinn, Óskar Þór Axelsson,
samt að gera ótrúlega hluti úr fá
tæklegu hráefni. Það ber að lofa
og vonandi verður framhald á
gerð íslenskra sjónvarpsþátta
fyrir efnisveitur eins og Sjónvarp
Símans. Eftirspurnin er til stað
ar og greinilega hæfileikarnir hjá
íslenskum listamönnum. n
Heiða Rún er frábær
sem Stella Blómkvist
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Sjónvarp
Óskar Þór og Heiða Rún á tökustað
Tvíeykið gerir frábæra hluti í sjónvarps-
þáttunum um Stellu Blómkvist þrátt fyrir
að handritið sé frekar þunnt.
Ö
ll þekkjum við hinar erfiðu
tilfinningar sem fylgja því
að missa nákominn ætt
ingja eða vin. Sársaukann
sem fylgir. Hvað við gæfum ekki
fyrir enn eitt tækifæri til að hitta
manneskjuna sem við elskuðum
einu sinni. Þetta fær í raun enginn
að upplifa en það er þó ein undan
tekning. Carol Kaufman missti
bróður sinn árið 1984. Árið 1999
síðar heyrði hún hrópað:
„Hei Carol! Ég er hérna.“
Fyrir framan hana stóð bróðir
hennar. Hann spurði glaðlega
hvort hana langaði ekki í mjólkur
hristing. Bróðir hennar, Andy
Kaufman, lést eins og áður segir
árið 1984 og var einn óvenjuleg
asti grínisti sinnar kynslóðar. Nú
faðmaði hann hana að sér öll
um þessum árum síðar og tárin
skutust fram í augnkrókana. Carol
átti eftir að fá að vera í félagsskap
bróður síns næstu mánuði. Hvern
ig reis bróðir hennar svo upp frá
dauðum?
Jú, Jim Carrey lék Andy
Kaufman í kvikmyndinni Man on
the Moon. Í heimildamyndinni
Jim & Andy: The Great Beyond
sem kom nýverið út á Netflix er
einblínt á Jim Carrey og hvernig
hann tókst á við hlutverkið í Man
on the Moon sem fjallaði um lífs
hlaup Andys Kaufman. Kaufman
þessi var þekktur fyrir alls kyns
furðulega gjörninga, undarleg en
stórfengleg tónlistaratriði sam
hliða því sem hann lék fyndna
útlendinginn Latka í sjónvarps
þáttunum Taxi. Ferill Kaufmans
var stuttur, hann byrjaði að koma
fram í sjónvarpi árið 1975 en ferlin
um lauk árið 1984 þegar Kaufman
lést úr krabbameini.
Jim & Andy byggir að mestu
leyti á upptökum að tjaldabaki
við gerð Man on the Moon. Á
tökuvélinni halda besti vinur og
samstarfsfélagi Kaufmans, Bob
Zmuda, og Lynne Margulies, sem
var kærasta Kaufmans. Einnig er
í myndinni nýtt viðtal við Carrey
þar sem hann opnar sig um líf sitt
á einlægan átt. Carrey var þung
lyndur á þessum tíma og hlutverk
Kaufmans var flótti frá lífinu fyrir
Carrey en á sama tíma gjöf fyrir
aðstandendur Kaufmans.
Jim Carrey varð hreinlega Andy
Kaufman í heilt ár og fór aldrei
úr karakter þó að slökkt væri á
myndavélunum. Carrey komst
það vel inn í hugarheim Kaufmans
og tileinkaði hann sér það mikið
að úr varð einstaklega hjartnæm
stund þegar faðir og systkini
Kaufmans föðmuðu Carrey að sér
eins og hann væri Andy risinn upp
frá dauðum. Þá ræddi leikstjórinn
Milos Forman aðeins við Carrey
eins og hann væri Andy Kaufman.
Carrey hlaut Golden Globe
verðlaunin fyrir leik sinn í Man
on the Moon en var ekki tilnefnd
ur til Óskarsverðlauna. Það mætti
vel krefjast þess að aðstandend
ur Óskarsins horfðu á þessa mynd
og segðu af sér í kjölfarið. Sérstak
lega í ljósi þess að það var Kevin
Spacey, af öllum, sem fékk Óskar
inn en ekki Carrey.
Jim & Andy: The Great Beyond
er skylduáhorf fyrir aðdáendur
Carreys, en einnig fyrir þá sem
hafa aldrei þolað hann. n
Hitti „bróður“ sinn 15
árum eftir dauða hans
Ari Brynjólfsson
ari@pressan.is
Sjónvarp
Jim & Andy: The
Great Beyond
Heimildamynd - Bandaríkin
Útgefandi: Netflix
Lengd: 94 mínútur
Stella Blomkvist
Spennuþættir - Ísland
Sýnt: Sjónvarp Símans
Lengd: 6 þættir
Demantar, perlur og skínandi gull.
Handsmíðað fyrir þig.
Laugavegi 52, 101 Reykjavík
Laugavegi 52, Reykjavík