Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 32
Helgarblað 8. desember 20172 Bækur Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Formaður húsfélagsins Höfundur: Friðgeir Einarsson Útgefandi: Benedikt 205 bls. F riðgeir Einarsson hefur komið sem fullmótaður höf­ undur inn í íslenska bók­ menntaheiminn eftir störf við auglýsingar og leikhússkrif sem ég hef ekki kynnt mér. Smá­ sagnasafnið Takk fyrir að láta mig vita sem kom út í fyrra var framúrskarandi byrjandaverk án nokkurs byrjandabrags. Friðgeir er makalaust stílfimur og með einstakt auga fyrir smáatriðum. Markviss átakafælni gefur sögum hans sérstakan raunveruleika­ blæ þar sem sneitt er hjá hefð­ bundnum söguflækjum. Þessi að­ ferð eða ávani gaf smásagnasafni hans flottan blæ samstillingar og frumleika. Ég er hins vegar ekki alveg eins sáttur við átakaleysið í nýrri skáld­ sögu Friðgeirs, Formaður húsfé­ lagsins. Stundum er hins vegar erfitt að átta sig á hvort við höfund eða lesanda er að sakast þegar les­ andi er ósáttur við hvaða leið höf­ undur velur að feta með efnivið sinn. Ég held þó að margir gætu tekið undir það að Formaður hús­ félagsins sé saga sem í byrjun æpir á átök, bæði innri átök aðalpersón­ unnar og átök í samskiptum sögu­ persóna, en af þeim verður ekki. Hins vegar skal líka viðurkennt að fyrir átakaleysinu eru röklegar ástæð­ ur og sagan gengur fullkomlega upp. Aðalpersónan er ungur maður sem flytur inn í íbúð systur sinn í stóru fjölbýlis­ húsi, en það tæki­ færi opnast er syst­ ir hans flytur til Noregs. Maður­ inn er að jafna sig eftir sambands­ slit. Hann stund­ ar ekki vinnu en mætir reglulega til geðlæknis. Sagan minnir dálítið á verk sum verk Braga Ólafssonar og Gyrð­ is Elíassonar, til dæmis Hvíldar­ daga eftir Braga og Suðurglugg­ ann eftir Gyrði, en jafnframt eru allir þrír höfundarnir með sterk sérkenni og hver öðrum ólíkir. Rétt eins og þessi saga lýsa þær báðar einmana mönnum sem eru utangátta í umhverfi sem öðrum er hversdagslegt en verður þeim framandi. Bæði Bragi og Gyrðir skrifa á skjön við hefðbundnar söguflækjur og átök en í sögum þeirra er samt spenna: Persónan í Hvíldardögum málar sig smám saman út í horn og aðstæðurnar verða honum óviðráðanlegar; það sama mætti segja um Gæludýrin eftir Braga; aðalpersónan í Suður­ glugganum og fleiri einsemdar­ sögum Gyrðis er hins vegar stund­ um eins og draugur, maður veit ekki hvort hún er lífs eða liðin, og sögurnar eru hlaðnar mystík. Textinn í Formaður húsfélags­ ins er afskaplega heillandi framan af. Hversdagslegt umhverfi er gert framandlegt og undarlegt í augum hins utangátta manns er hann kemur sér fyrir á nýja staðnum. Kostulegar lýs­ ingar er að finna á hinum ýmsu vandamálum og uppákomum sem verða í samskipt­ um nábúa í stóru fjölbýlishúsi. Sú litla veröld smás­ mugulegra kvart­ ana og hvers­ dagslegrar ábyrgðarkenndar reynist vera að­ alpersónunni afar heilandi um­ hverfi. Hvað er heilbrigðara en að skipta um sprungna peru í sam­ eign eða hreinsa rusl eftir ná­ granna sína án þess að vænta eða fá nokkuð í staðinn? Hvað er heil­ brigðara en góðverk sem enginn veit af? Áður en maðurinn fær fasta at­ vinnu á auglýsingastofu eftir að hann kemur undir sig fótunum tekur hann að sér verkefni sem bakgrunnsleikari í kvikmyndum. Hann þykir standa sig frábær­ lega í því hlutverki og vera hinn fullkomni bakgrunnsleikari sem fellur inn í umhverfið án þess að láta á sér bera. Þarna er að finna snjalla líkingu við líf hans sjálfs því hann nær aftur tökum á því með því að falla eins og viskustykki inn í hversdagsleikann. Menning hins smámunasama húsfélags reynist vera afar uppbyggileg fyrir mann­ inn sem eignast nýja sambýlis­ konu, stofnar fjölskyldu og tekur smám saman að lifa afar venju­ legu og reglusömu lífi. Þetta gengur upp röklega en miðað við upphaf sögunnar er sér­ kennilegt að upplifa ekki átök í henni, innri átök mannsins fram­ an af komast ekki einu sinni til skila því hann er svo dulur, jafnt gagnvart lesendum sem öðr­ um persónum bókarinnar. Þetta veldur því að áhrif textans taka að dofna eftir því sem líður á seinni hluta sögunnar og það rennur upp fyrir manni að afdrif persón­ unnar munu liggja eftir beinni og sléttri braut til söguloka. Mað­ ur kaupir þetta vissulega en nýt­ ur þess ekki. Á meðan fyrri hluti sögunnar vekur manni hrifningu, eftirvæntingu og nokkurn ugg, er seinni hlutinn eins og róandi lyf sem maður þurfti ekki á að halda. Hvað sem því líður er Formaður húsfélagsins afbragðsvel skrifuð saga sem bregður upp fjölmörgum spaugilegum og hnyttnum mynd­ um úr hversdagsleikanum, ekki síst úr hversdagsleika húsfélaga í stórum fjölbýlishúsum. n Hinn heilandi hversdagsleiki „Afbragðsvel skrifuð saga sem bregður upp fjölmörgum spaugilegum og hnyttnum myndum úr hversdagsleikanum. Friðgeir Einarsson Hefur komið sem fullmótaður höfundur inn í íslenska bókmenntaheiminn. Mynd Sigtryggur Ari Óvæntur snúningur M orð er framið á Húsavík. Með rann­ sókn málsins fer ungur og reynslu­ lítill yfirmaður lög­ reglunnar í bænum og beinist grunur hans að nokkrum hjónum og pörum sem þekktu og voru í vinfengi við fórnarlambið, aðkomu­ mann sem hafði sest að í bænum. Þetta er í hnotskurn söguþráð­ ur Vályndis, nýrrar bókar Frið­ riku Benónýsdóttur sem fetar hér í fyrsta skipti refilstigu glæpasagna­ formsins. Í upphafi eru helstu sögupersón­ ur kynntar til leiks og eru þær æði margar, í anda Agöthu Christie sem reyndar ber á góma einu sinni í sögunni. Það vafðist ekki fyrir Agöt­ hu Christie að halda mörgum bolt­ um á lofti hvað grunaða varðar, án þess að lesendur rugluðust í rím­ inu en við lestur Vályndis stóð ég mig að því drjúgan spöl inn í bókina að fletta til baka og kanna innbyrð­ is tengingu helstu sögupersónanna. Þau sem grunur beinist helst að tilheyra mektar­ stéttinni á Húsavík, eru í lítilli klíku sem á yfir borðinu virð­ ist tengjast einlæg­ um vináttuböndum. Undir niðri er annað uppi á teningnum og ekki allt fagurt. Einnig blandast í málið aðkomufólk úr höfuðborginni og aukapersón­ ur með mismik­ ið vægi. Af nógu er að taka í þeim efnum. Flétt­ an í sögunni er ekki ósennilegri en gengur og gerist í íslenskum glæpa­ sögum sem fjalla um morð og forn­ ar væringar og hér verður ekki farið frekar út í þá sálma. Helsti veikleiki sögunnar er persónusköpunin, sem virðist frekar grunn. Þau sem liggja und­ ir grun eru einsleitur hópur, sem hugsanlega má réttlæta með þeirri staðreynd að þau tilheyra sömu klíkunni. Gjarna þegar um sögur af þessum toga er að ræða finnur lesandi sér eina eða tvær persónur sem honum verður umhugað um og vill í lengstu lög að séu saklausar. Engu slíku er til að dreifa við lestur Vályndis, engin persóna vekur með lesanda samhygð og fyrir vik­ ið stendur honum nokkuð á sama „hver gerði það“. Að öllu þessu sögðu er vert að taka fram að sagan er ágætlega skrifuð, flæði samtala nokkuð trú­ verðugt sem og tungutak persóna. Einnig skal því haldið til haga að maður vill komast að hinu sanna, fá að vita hver er sekur um hvað og að viðkomandi fái makleg málagjöld. Óvæntur snúningur undir lok bókar kemur skemmtilega á óvart og sagan fær aukið vægi á síðustu metrunum. n „Maður vill komast að hinu sanna, fá að vita hver er sekur um hvað og að viðkomandi fái makleg málagjöld. Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is Bækur Vályndi Höfundur: Friðrika Benónýsdóttir Útgefandi: Sögur 256 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.