Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 26
26 fólk - viðtal Helgarblað 8. desember 2017 → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS að vera. Ég var ekki bara að eyði- leggja líf mitt heldur stórskaða börnin mín. Þá brotnaði ég nið- ur, hringdi á Vog og bað þá að taka við mér.“ Föstudaginn langa fór hann á síðasta fylleríið sitt og daginn eftir innritaði hann sig á Vog. „Páska- dagsmorgun 27. mars vaknaði ég edrú og lít á það sem minn fyrsta edrú-dag. Ég grínast með að ég hafi ekki verið frumlegri en svo að velja páskadag til að rísa upp frá dauðum.“ Eilíft líf ekki bundið við tíma Davíð skráði sig fyrst í guðfræði- nám 26 ára gamall vegna þess að honum þótti námsefnið sjálft, tungumál og heimsmynd Hebr- ea og Grikkja, svo heillandi. Hann ætlaði sér þá ekki að verða prestur heldur fræðimaður og grúskari. Hann hefur ávallt verið trúaður á æðri mátt og eftir sigur- inn á áfengisbölinu tók hann upp þráðinn í guðfræðinni en þá til að vígjast. Kom það mörgum Ís- lendingum í opna skjöldu í ljósi fyrri starfa hans. „Ég er með óhefðbundinn bakgrunn en ég held að ég sé ekki jafn óhefðbundinn prestur og margir telja. Ýmislegt sem ég segi eða geri vekur oft meiri athygli en þegar kollegar mínir segja eða gera nákvæmlega sömu hluti.“ Hefur þú lent í mótlæti frá öðrum prestum eða safnaðar­ meðlimum? „Nei. Ég hef heyrt það utan úr bæ að fólk eigi erfitt með að taka mig alvarlega sem prest og það er bara allt í lagi. Það eru aðrir prestar sem það fólk getur leitað til. Ég veit að sóknarbörn mín á Útvarpi Sögu líta ekki á mig sem björtustu von kristindómsins á Íslandi. En ég veit það af langri reynslu að maður fær hnífana frekar í bakið en í andlitið. Ég hef gengist við minni fortíð og fólk veit að gæinn í hempunni hef- ur breyst mikið frá þeim tíma sem hann var að ritstýra Bleiku og bláu.“ Davíð segir kynslóðina sem hafði gaman af Radíus- bræðrum nú vaxna upp og kyn- slóðina sem þeir gengu fram af að hverfa. „Krökkunum sem ég er að vinna með finnst merkilegast að ég hafi talað fyrir Sigmar í Svampi Sveinssyni.“ Hefur reynslan af alkóhólisma styrkt þig í prestsstörfunum? „Já, hiklaust, og ekki bara sem prest heldur sem manneskju. Að hafa þurft að róa lífróður til að halda geðheilsunni og náð í land hefur styrkt mig sem prest, föður, afa, bróður og vin.“ Erfiðast að fá hringingar um miðjar nætur Trúir þú á líf eftir dauðann? „Ég trúi á eilíft líf en við mælum það ekki í tíma heldur gæðum. Tími er fullkomlega efn- islegt hugtak og verður til með miklahvelli. Tími er ekki til í hinni andlegu vídd tilverunnar. Þegar ég segi að ég trúi á eilíft líf þýð- ir það ekki að ég trúi á einhverja óendanlega langa tilvist í ein- hverri hliðarveröld, heldur óend- anlega góða tilvist í hinni and- legu vídd.“ En hvað með helvíti? „Ég trúi að laun syndarinnar séu dauði. Dauði er ekki eilíft líf í kvöl heldur endir tilvistar. Ég skil talið um eldsofninn þannig.“ Hvað er erfiðast við prestsstörfin? „Lang erfiðast er þegar síminn hringir um miðja nótt og ég er beðinn að koma í hús þar sem orðið hefur andlát og lögreglan metur það svo að ábyrgðarlaust sé að skilja fólkið eftir eitt í því ástandi. Ég kem þá á staðinn og reyni að vera til staðar og hjálpa fólki til að fá nógu mikla ró til að geta farið að sofa.“ Hvað gerir þú? „Ég veit það eiginlega ekki. Ég væri löngu brunninn upp ef ég væri aðeins borinn uppi af sjálf- um mér. Ég held að ég sé borinn uppi af einhverjum öðrum á slík- um stundum.“ Hefur þú brotnað niður eftir slíkar heimsóknir? „Ég hef ekki brotnað niður, en hef þurft að eiga stund með sjálf- um mér og guði eftir ákveðin verk efni.“ En hvað er mest gefandi? „Mér finnst afskaplega gefandi að finna að ég hef orðið einhverjum að liði. Annaðhvort við eitthvert vandamál sem hrjáir hann eða við að kveðja ástvin. Það erfiðasta sem maður gerir getur líka verið það mest gefandi því á þeim stundum getur návist manns verið til mest gagns.“ Davíð segir að sú fækkun sem átt hefur sér stað í Þjóðkirkjunni sé eðlileg þróun og gerist hraðar í nágrannalöndunum. „Ég held að mesti óvinur Þjóðkirkjunnar sé skipulagið sjálft. Þetta er svo stór og mikil stofnun að fólk upplifir hana sem bákn. Staðreyndin er sú að fólk er upp til hópa ánægt með kirkjuna í hverfinu sínu en nán- ast öll óánægjan beinist að yfir- stjórninni. Viðbragðið við þessari þróun ætti að vera að Þjóðkirkj- an sjáist vera grasrótarkirkja. Við þurfum að rífa píramídann og búa til raðhúsalengju.“ Myndi kæra Útlendingastofnun Alla tíð hafa mannréttindamál skipt Davíð miklu máli og hefur hann verið meðlimur í Amnesty International síðan á unglingsár- um. Í átta ár sat hann í stjórn sam- takanna og í fimm ár var hann formaður Íslandsdeildar. Í seinni tíð hefur hann látið málefni hæl- isleitenda og flóttafólks sig miklu varða. Hann segir að hvernig Ís- lendingar taki á móti kvótaflótta- fólki sé til fyrirmyndar en öðru máli gegni um hælisleitendur. „Ég fæ ekki betur séð en að Útlendingastofnun sé hvað eftir annað að brjóta bæði barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna og íslensk barnaverndarlög. Í íslenskum barnaverndarlögum segir að þau nái yfir öll börn á yfir ráðasvæði íslenska ríkisins. Öll börn eiga rétt á umgengni við báða foreldra og fjölskyldur hafa verið brotnar upp, til dæmis þegar Tony Omos var sendur úr landi. Í barnasáttmálanum, sem á að heita lögfestur á Íslandi, segir að allar ákvarðanir um börn verði að taka með hag barnanna að leiðar- ljósi. Fólkið er sent út í algjöra óvissu. Það er smánarblettur á ís- lenskum stjórnvöldum hvernig komið er fram við fjölskyldur og börn sem leita hér hælis.“ Hann segir að skýlaus grund- völlur sé til að kæra Útlendinga- stofnun fyrir þessar aðgerðir og hann myndi gera það sjálfur ef hann væri hagsmunaaðili sam- kvæmt lögum. „Ég fagna því að ný ríkisstjórn segist ætla að taka við fleira flóttafólki en ég vona að hún geri skurk í því að skikka Útlendingastofnun til að virða íslensk barnaverndarlög og barnasáttmálann.“ Eins og flestir vita er Dav- íð fyrrverandi sambýlismaður Katrínar Jakobsdóttur forsætis- ráðherra. „Ég vona það besta og óska henni velfarnaðar en bjart- sýni mín varðandi þessa ríkis- stjórn í heild er hófleg. Ég hef enga ástæðu til þess að efast um að Katrín verði góður forsætisráð- herra. En hún er ekki ein í þessari ríkisstjórn og í henni situr fólk, án þess að ég nefni nein nöfn, sem ég vona að verði fyrir góðum áhrif- um og breyti háttum sínum.“ n „Þegar ég sá þau börn vaxa úr grasi þá rann mér til rifja að ég ætti enn eitt barn Ritstýrði Bleiku og bláu „Það er persónan sem kveikir lostann, ekki kjötið.“ Mynd SigtRygguR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.