Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Blaðsíða 7
Helgarblað 8. desember 2017 fréttir 7 gluggann við hliðina á hurðinni og séð á andlitinu á Arnari að hann væri mjög skrýtinn; stjarfur og undir áhrifum einhverra lyfja. Þetta er lygi. Það er ekki hægt að sjá í gegnum þennan glugga því hann er mattur og hrufóttur. Það er kannski hægt að greina útlín- ur, hvort þar sé fólk, en það er ekki möguleiki að sjá andlit á fólki. Enda kallaði dóttir mín og spurði hver þetta væri og Arnar svaraði því til að hann teldi að þetta væri Svenni,“ segir Aðalsteinn og bætir við að Arnar hafi farið út, heilsað Nabakowski-bræðrum enda hafi hann þekkt annan þeirra eftir að þeir unnu saman fyrir löngu. Aldrei átt skotvopn „Þar kom til ryskinga milli Arnars og Sveins, ekkert mjög alvarlegra. Annar Nabakowski-bræðranna tók þá utan um Arnar, missteig sig og datt með honum,“ segir Aðalsteinn sem bætir við að hann hafi haldið honum svo það yrðu ekki slagsmál. „Í lögregluskýrslu stendur að Sveinn hafi komið og sparkað í höfuðið á Arnari. Arnar náði þó að standa upp og hlaupa inn í hlöðu. En þá sagði Sveinn að hann væri að ná í byssu. Að sögn dóttur minnar átti hann enga byssu og hefur hún aldrei séð neina byssu hjá hon- um,“ segir Aðalsteinn en á þessum tímapunkti hafi þremenningarnir orðið hræddir, ekið niður brekku skammt frá húsinu og stöðvað bif- reiðina þar. Hópurinn hafi komið á tveimur bílum og annar bíllinn orðið eftir. Arnar birtist svo með kústskaft, en ekki byssu, og sló þá skaftinu í bifreiðina með þeim af- leiðingum að framrúða brotn- aði. „Þá keyrðu þeir í burtu. Fyrst þegar hann lá þarna í götunni þá var ekið yfir fótinn á honum, því hann öskraði: „Þeir keyrðu yfir fót- inn á mér.“ Það var það síðasta sem hann sagði við dóttur mína,“ segir Aðalsteinn og bætir við að hinum bílnum hafi síðan verið ekið niður eftir og Arnar líklega náð í járnrör á planinu í kjölfarið. „Þá mætti hann nágranna sín- um og hleypti honum framhjá sér og hljóp svo haltrandi niður veg- inn, einhverja 40–50 metra þar sem lóðarmörkin eru. Þar stopp- aði hann með rörið lárétt eins og hann væri að segja: hingað komið þið ekki inn fyrir.“ Jón Trausti hafi þá stokkið út úr bílnum og Sveinn Gestur í humátt á eftir honum. „Eins og eitt af aðalvitnunum, hann Árni [Jónsson, nágranni Arnars, innsk. blm.] sagði, þá hlupu þeir upp eftir, hvor sínum megin við malarveginn, og nálg- uðust hann báðir. Arnar stóð kyrr og fór að sveifla rörinu svo þeir kæmu ekki nálægt honum. Að sögn Jóns Trausta náði hann taki á rörinu og tókst að snúa Arnar nið- ur með svokölluðu dyravarðartaki, eins og hann orðaði það sjálfur, eftir að Arnar hafði runnið eftir að hafa reynt að forða sér. Hann hélt honum þar með hálstaki og síðan tók Sveinn Gestur við. Samkvæmt vitnisburði þá stökk Sveinn Gestur á bakið á Arnari, sat klofvega á honum. Vitni lýstu því að Sveinn hefði kýlt Arnar stöðugt í andlitið, beint niður, aðallega í hægri kinn- ina. Jón Trausti stóð þá þarna til hliðar. Það eina sem Jón gerði var að klappa á öxlina á Sveini eftir því sem vitni sögðu,“ segir Aðalsteinn og bætir við að Sveinn Gestur hafi haldið honum í hálstaki í ekki minna en fimm mínútur, jafnvel allt að sjö mínútur. „Þegar hann var orðinn rænu- laus, líklega látinn, þá sneri Sveinn Gestur honum við og hélt áfram að slá hann slatta af höggum í andlitið, þótt hann væri líkleg- ast farinn þá. Ég tel að Sveinn hafi ekki ætlað að drepa hann í byrjun. En hann missti stjórn á sér og gekk frá honum.“ Varpaði sök á Jón Trausta Aðalsteinn heldur því fram að Sveinn Gestur hafi reynt að bjarga eigin skinni með því að varpa sök- inni á Jón Trausta þegar fyrir dóm var komið. Veltir hann fyrir sér hvort það verði honum til refsiþyngingar þegar dómur verður kveðinn upp innan skamms. Þá bendir hann á að annar Nabakowski-bróðirinn, Marcin, hafi lýst atburðarásinni ná- kvæmlega í lögregluskýrslum en fyrir dómi hafi hann lítið sem ekk- ert munað. Aðalsteinn segir að við réttar- höldin hafi komið fram að öllum væri skylt að segja satt og rétt frá en að þar hafi engu að síður verið bullað út í eitt, þá einkum af hálfu verjanda Sveins Gests. Hann hafi sagt að vitnin hafi verið hundrað metra í burtu en þau hafi aldrei verið lengra en 60 metra frá staðn- um. Þetta hafi hann mælt sjálfur. „Vitni sagði að þeir [Sveinn Gestur og Jón Trausti; innsk. blm.] hafi báðir farið jafnt upp, en verj- andinn sagði að Jón hefði farið einn upp að honum. Verjandinn sagði alltaf að það væri ekki skrýt- ið að þeir hafi orðið skelfdir við Arnar, hann hefði verið mikill maður vexti, engin smásmíði. Samkvæmt krufningarskýrslu var hann 178 sentimetrar á hæð og 77 kíló. Það er nú meira stórmennið.“ Þá var verjanda Sveins tíðrætt um æsingsóráðsheilkenni og undirliggjandi geðraskanir sem hafi leitt til dauða Arnars. Í krufn- ingu réttarmeinafræðings kom fram að æsingsóráðsheilkenni hafi verið talið eitt þeirra atriða sem drógu Arnar til dauða, en einnig sú staðreynd að honum var haldið í þvingaðri frambeygðri stöðu með hendur fyrir aftan bak. Þá hafi hálstakið sem hann var tekinn leitt til minnkunar á öndunargetu sem að lokum leiddi til köfnunar. Aðal- steinn bætir við að hvað sem því öllu líður þá væri Arnar nú upp- tekinn af því að lifa lífinu og leika með dóttur sinni hefði hann ekki verið beittur skelfilegu ofbeldi. Kom heim með glóðarauga Spurður út í tengsl þeirra Arnars og Sveins segir Aðalsteinn að þeir hafi vissulega verið kunningjar. Þeir voru ekki nánir eða í mjög regluleg- um samskiptum, að minnsta kosti ekki undir það síðasta. „Dóttir mín óttaðist alltaf Svein og vildi ekki að Arnar væri í nein- um samskiptum við hann. Þrem- ur vikum áður en Arnar dó hafði hann komið heim með glóðar- auga. Þá sagðist hann hafa dottið illa. Nokkrum dögum fyrir þennan atburð viðurkenndi hann fyrir henni að Sveinn hefði kýlt hann. Hann sagði aldrei af hverju.“ Þó að Jón Trausti hafi ekki verið ákærður – og vitni hafi lýst því að þátttaka hans hafi verið lítil – er Að- alsteinn þeirrar skoðunar að hann hefði einnig átt að vera ákærður. „Hann hljóp á undan og tók hann niður og Sveinn var rétt á eftir. Hann átti náttúrlega þátt í þessu. Í fyrsta lagi sneri hann hann niður og tók hann hálstaki. Ef Sveinn Gestur hefði ekki tekið við þá veit maður ekki hvort Jón hefði haldið áfram? Það sem er kannski enn verra er að hann hafi ekki dregið Svein Gest af Arnari. Hann bara stóð til hlið- ar og horfði á hann berja hann. Þau stóðu í margar mínútur þessi átök, þessi högg sem hann var að veita honum. Við erum mjög ósátt við það að hann skuli bara sleppa alveg frá þessu. Hann átti miklu minni sök á þessu í heildina en hann átti sök á þessu líka.“ Sjálfur sagði Jón Trausti fyrir dómi að hann hefði ekki veitt Arnari neina áverka og hann hafi ekki viljað valda neinum skaða. Þá hafi hann ekki hvatt Svein til of- beldis en viðurkenndi að það hafi verið heimskulega gert að taka mynd af Arnari í blóði sínu og setja á Snapchat. Alltaf tilbúinn að aðstoða Aðalsteinn segir að Arnar hafi ekki verið í óreglu á þessum tíma. Arn- ar hafi verið nýbakaður faðir, ham- ingjusamur og lífsglaður. Á því Tveimur Tímum efTir að myndin var Tekin var arnar láTinn n Aðalsteinn, tengdafaðir Arnars, ósáttur við ákæruvaldið n Segist ekki hata Svein Gest n Unnusta Arnars sækir styrk í unga dóttur þeirra „Hann var minn“ „Samband mitt og Arnars var gott, allt var gott. Við elskuðum hvort annað heitt og ætluðum að gifta okkur á næsta ári. Arnar var góður faðir. Hann var um- hyggjusamur og hlýr. Mér leið alltaf vel með honum og hann veitti mér öryggi. Hann var minn klettur og studdi mig í hverju sem var. Hann var skilningsríkur og hvetjandi. Hann var ákveðinn og þrjóskur. Hann var minn.“ - Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, unnusta Arnars „Ég sé hann ljóslifandi fyrir mér, brosandi og haldandi á barninu. Stoltur faðir Aðalsteinn segir að Arnar hafi ljómað dagana eftir fæðingu dóttur sinnar. Dóttir Arnars og Heiðdísar var skírð í Seljakirkju þann 30. september síðastliðinn og fékk hún nafnið Arna Mist Arnarsdóttir Aspar. Mynd Úr einKASAfni Minnist góðs drengs Aðalsteinn var orðinn náinn tengdasyni sínum og talar fallega um hann. „Hann átti bara gott skilið,“ segir hann. Mynd Úr einKASAfni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.