Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Qupperneq 21
Helgarblað 22. desember 2017 fréttir 21 álagstímanum. „Það var rosalega mikið að gera í desember og stór hópur af krökkum sem vann hjá okkur. Flottir krakkar og skemmti- legir. Þetta var hræðilega mikil vinna en skemmtilegur tími.“ Var unnið fram á nótt? „Fram á morgun!“ Páll rak verslunina allt árið um kring á neðri hæðinni en leigði Upplýsingaþjónustu byggingar- iðnaðarins efri hæðina. „Hann gerði þannig samninga að þeir fluttu út í desember og þá var Liverpool stækkuð fyrir jólin.“ Á þeim árum voru búsáhöld enn mjög stór hluti af rekstrinum. „Ég man eftir því þegar kaffibollarn- ir komu því þá myndaðist biðröð. Svo var hann með perlufestar og ýmislegt skraut frá Tékkóslóvakíu. Það var alltaf biðröð þegar nýjar sendingar komu.“ Páll flutti allar vörur inn sjálfur sem var flókið mál í íslensku hafta- þjóðfélagi. Fór hann út á sýningar í Danmörku, Austur-Þýskalandi og víðar til að kaupa inn. Einnig var það vandkvæðum bundið að fá byggingarefni og leyfi fyrir húsið sjálft. „Hann gat aðeins byggt tvær hæðir fyrst. Það tók þó nokkuð mörg ár að byggja það upp í fimm hæðir.“ Laumuðust til að kaupa byssur Hvaða leikföng voru vinsælust? „Ég held að Lego hafi verið vin- sælast. Við seldum alltaf mikið af kubbum og fullt af leikföngum sem eru góð og sígild. Síðan dúkkur og allt í sambandi við mömmuleiki.“ Margrét var leikskólakennari og vandaði valið þegar hún pantaði inn. „Mér þótti óskaplega erfitt að vera með byssur og Barbie var ekkert rosalega vinsæl hjá mér á tímabili. En svo rúnnaðist það nú af mér.“ Guðjón Magnússon, eigin- maður Margrétar, skýtur nú kím- inn inn í: „Friðelskandi foreldrar sem voru jafnvel búnir að ganga friðargönguna urðu að gefa eftir og laumast til þess að kaupa byssur handa strákunum. Annars smíðuðu þeir þær sjálfir.“ Vöruúrvalið breyttist hins vegar alltaf fyrir sumrin. Margrét segir: „Þá komu útileikföngin. Á þess- um tíma var til siðs að gefa börn- um sumargjafir á sumardaginn fyrsta, sippubönd, bolta, krítar og húlahringi. Við urðum að passa upp á að allar þessar vörur væru komnar í hús fyrir sumardaginn fyrsta.“ Liverpool var sérstaklega þekkt fyrir búðargluggana sem íslensk börn horfðu dreymin inn um og Margrét segir þá hafa skipt miklu máli. „Ég lagði mikla áherslu á gluggann og hafði flottar útstill- ingarkonur til að sjá um það. Það var hangið á glugganum. Pabbi var alltaf með fólk í útstillingum líka.“ Kertasníkir og Soffía frænka Liverpool var ekki aðeins fyrsta sjálfsafgreiðsluverslun landsins og fyrsta alvöru nýmóðins verslunin. Páll braut blað með því að fá jóla- sveina til að skemmta börnunum í desember. Lengst af var það Ólafur Magnússon frá Mosfelli, sem fræg- ur var um miðja síðustu öld fyrir að leika Kertasníki. „Pabbi réð hann sem jólasvein og hann vakti mikla kátínu. Hann kunni að tala við börn og var ekki með einhver fíflalæti. Kunni að syngja og kunni texta. Þeir jólasveinar sem síðar komu voru líka góðir.“ Margrét segir að á þessum árum hafi Ólafur verið nokkurs konar andlit verslunarinnar ásamt leikkonunni Emilíu Jón- asdóttur sem þekktust var fyr- ir að túlka hlutverk Soffíu frænku í uppsetningu Þjóðleikhússins á Karde mommubænum. „Hún vann alltaf hjá okkur í desem- ber. Hún seldi dúkkurnar og gerði mikla lukku. Hún var sæt kona og mikill karakter.“ Jólin færðu Liverpool hins vegar ekki aðeins líf og fjör og pen- inga í kassann. Vinnan og stressið var gríðarlegt. „Þar sem við flutt- um allt inn tókum við áhættu í vöruvalinu. Það var afskaplegt stress líka þegar maður var kom- inn með allar vörurnar í hús í október eða nóvember, það er hvort þær myndu falla í kramið.“ Á þessum tíma var líka passað upp á lítilmagnann. „Pabbi bauð Hjálpræðishernum að koma og vera með söfnunarpott fyrir fram- an verslunina. Þau höfðu alltaf athvarf hjá okkur, fengu að komast inn í hlýjuna og þiggja kaffi. Margir komu gagngert í Liverpool til að setja í pottinn og ég veit að Hjálp- ræðisherinn fékk góða innkomu hjá okkur.“ n Þar sem börnin héngu á glugganum Liverpool sem krambúð Í Mjólkurfélagshúsinu Hafnargötu 5. Búsáhöld seld í tíð Páls Sæmundssonar „Ég man eftir því þegar kaffibollarnir komu því þá myndaðist biðröð.“ → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.