Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Qupperneq 45
menning 45Helgarblað 22. desember 2017
Metsölulisti Eymundsson
Vikuna 10.–16. desember
Vinsælast í bíó
Helgina 15.–17. desember
Vinsælast á Spotify
Mest spilun 20. desember
1 Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson
2 Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson
3 Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason
4 Gatið - Yrsa Sigurðardóttir
5 Þitt eigið ævintýri - Ævar Þ. Benediktsson
6 Amma best - Gunnar Helgason
7 Mistur - Ragnar Jónasson
8 Fuglar - Hjörleifur Hjartarson/Rán Flygenring
9 Heima - Sólrún Diego
10 Syndafallið - Mikael Torfason
1 Star Wars: The Last Jedi
2 Daddy's Home 2
3 Coco
4 Murder on the Orient Express
5 Wonder
6 Justice League
7 A Bad Moms Christmas
8 Litla Vampíran - The Little Vampire
9 I, Tonya
10 Jigsaw
1 Út í geim - Birnir
2 Ungir strákar - deep mix - Floni
3 Já ég veit - Birnir og Herra Hnetusmjör
4 Snjókorn falla - Laddi
5 Trappa - Floni
6 Ég hlakka svo til - Svala, Björgvin
7 Ef ég nenni - Helgi Björnsson
8 Rockstar - Post Malone og 21 Savage
9 Þú komst með jólin til mín - Ruth
10 Last Christmas - Wham!
Úr listheiminum
n Myndlistarráð hefur tilkynnt
stofnun Íslensku myndlistarverð-
launanna, en þau verða veitt í fyrsta
skipti í febrúar. Verðlaunin verða
veitt í tveimur flokkum, Myndlist-
armaður ársins og Hvatningarverð-
laun ársins, og er markmið þeirra að
vekja athygli á því sem vel er gert á
sviði myndlistar.
n Ráðning Stef-
áns Hilmarssonar
tónlistarmanns
í starf for-
stöðumanns
rekstrarsviðs STEF
var á dögunum kærð til fulltrúaráðs
samtakanna, sem vísaði kærunni
frá. Það var Hjálmar H. Ragnarsson,
fyrrverandi rektor LHÍ og formaður
Tónskáldafélags Íslands, sem
kærði ráðninguna og sagði hana
þverbrjóta samþykktir samtak-
anna. Í frétt mbl.is svarar Jakob
Frímann Magnússon stjórnarfor-
maður á þann veg að hann varði
ekkert um að „einhverjum einum
litlum höfundi“ detti í hug að gera
athugasemd við ráðninguna og bið-
ur hann heldur að finna sér eitthvað
betra að gera – „kannski að reyna að
semja einhver almennileg lög.“
n Jón Páll Eyjólfs-
son hefur sagt
upp störfum eftir
þrjú ár sem leik-
hússtjóri Leikfé-
lags Akureyrar, en
mun starfa út leik-
árið. Í Facebook-færslu
greinir Jón Páll frá því að hann telji
að með nýjum samning Akureyrar
og Menningarfélags bæjarins verði
ómögulegt að ná þeim markmiðum
sem sett voru í stefnumótunarvinnu
leikfélagsins sem hann var ráðinn
til að stýra. Hann segir samninginn
afhjúpa skort á skilningi á mikilvægi
LA sem hreyfiafls í samfélaginu og
þau áhrif sem það hefur á lífsgæði
og möguleika til auðugs lífs í bæn-
um. Einnig segir hann stöðuga óvissu
um fjárhagslega stöðu fyrirtækisins
hafa gert starf hans nærri ómögu-
legt og valdið honum óbærilegri
streitu og vanlíðan sem hafi dregið
úr starfsþrótti hans og ánægju.
Mér fannst þetta eiginlega vera það
sama og var að gerast í Hollywood
með miklum tilkostnaði og mik-
illi tilgerð. Ég hafði verið að vinna
með ljósmyndurum sem voru þeir
þekktustu sem uppi hafa verið í
þessum tískuljósmyndaheimi og
var því á mjög góðum stað til að
verða fyrir smá hughrifum.“
Túristar stela myndunum
Eftir nokkrar smærri tilraunir með
börnum kunningja sinna ákvað
Hálfdan að kaupa upp lagerinn
af einnota myndavélum hjá ís-
lenskri ljósmyndavöruverslun og
senda á fimm ára leikskólabörn
um allt land. „Ég var svo heillaður
af þessari saklausu nálgun,“ segir
hann. Í heildina voru þetta um
1.200 börn í öllum bæjar- og
sveitarfélögum á Íslandi sem
fengu vélar og voru beðin um að
taka myndir af því sem fyrir augu
bar á einni viku, og foreldrar voru
vinsamlegast beðnir um að skipta
sér sem allra minnst af.
Þegar myndavélarnar komu til
baka tók svo við ærið verkefni, að
framkalla stafrænt og fara í gegn-
um einhverjar 35 þúsund mynd-
ir og sigta út það besta. „Mynd-
irnar eru alls konar, það er allur
skalinn i tilfinningum, þær geta
verið abstrakt eða ætlað að fanga
tiltekið augnablik, margar þeirra
eru listrænar og allar lausar við til-
gerð. Með því að fletta í gegnum
þetta fær maður að upplifa sjón-
arhorn barnanna, enda sjaldnast
teknar úr meira en 90 sentimetra
hæð. Það er mikið verið að horfa
upp á heiminn eins og við þekkj-
um hann. Gæludýrin, leikföngin,
náttúran og fjölskyldan var hvað
helst fyrir valinu sem myndefni,“
segir Hálfdan og tekur undir með
blaðamanni þegar hann nefnir
að fagurfræðin sem þarna birtist
sé svolítið svipuð þeirri sem hef-
ur verið áberandi að undanförnu,
áhersla á hið hversdagslega, hráa
og viðvangingslega – yfirlýstar
ljósmyndir, fókusinn óákveðinn
og innrömmunin óvenjuleg.
Hálfdan segst ekki eiga sér
neina uppáhaldsmynd en sé
tengdur mörgum þeirra sterk-
um böndum „Ég á mikið af uppá-
haldsmyndum, þær eru allar sér-
stakar á sinn hátt. Þetta er þar að
auki einhver besti heimildabanki
sem um getur um íslensk heim-
ili. Ég hef verið inni á þeim ansi
mörgum þegar ég hef farið í gegn-
um þessar myndir,“ segir hann.
Myndirnar hafa verið sýndar við
nokkur tilefni frá því að verkefnið
fór fram, úrval þeirra hefur birst
á ljósmyndasýningum á Menn-
ingarnótt og Listahátíð í Reykja-
vík, og hafa hangið uppi í gistiher-
bergjum á KEX Hostel, en þar segir
Hálfdan að þær hafi kannski not-
ið örlítið of mikilla vinsælda: „Það
hefur verið mjög mikið um það að
myndirnar séu skrúfaðar niður af
veggjunum, annaðhvort teknar úr
römmunum eða ramminn allur
tekinn. En þetta var kannski bara
staðfesting á því að þessar myndir
lögðust vel í erlenda aðila.“
Vonast til að kynnast
ljósmyndurunum
Nú birtist hluti myndanna í fyrsta
skipti á bók sem Hálfdan gefur út
sjálfur, 215 blaðsíðna listræna ljós-
myndabók með verkum eftir 107
ljósmyndara.
En hafa ljósmyndararnir sjálf-
ir eitthvað haft um notkun mynd-
anna að segja, fá þau eitthvað út
úr þessu?
„Á hvaða veg? Fjárhagslega?
Til dæmis.
„Það fær nú enginn neitt út úr
þessu fjárhagslega, kostnaður-
inn er miklu meiri en það. Hverri
myndavél fylgdi bréf þar sem for-
eldrar afsöluðu réttinum til mín
– ég framkallaði ekki filmur sem
ekki fylgdi slíkt bréf – og það var
alltaf ljóst að verkefninu var ætl-
að að verða að bók að lokum. Fjár-
hagslega er þetta mínusmál og
bara hugsjónadrifið.“
Veistu til þess að einhver barn-
anna hafi fylgst með ferlinu áfram?
„Nei, en núna þegar þetta var
loksins í höfn var haft samband
við öll börnin sem eiga mynd í
bókinni og mikil spenna að fá að
sjá útkomuna. Ég veit ósköp lítið
um ljósmyndarana en vonast til
að kynnast einhverjum þeirra í út-
gáfuhófinu.“
Fimm er fáanleg á KEX hostel, í
verslunum Geysis, í Bókabúð Máls
og menningar og í verslunum Ey-
mundsson, en 500 krónur af hverri
seldri bók rennur til Barnaspítala
Hringsins. n
„Það hefur verið
mjög mikið
um það að myndirnar
séu skrúfaðar niður af
veggjunum, annaðhvort
teknar úr römmunum eða
ramminn allur tekinn.
Mynd Jóhann - Sauðarkrókur
Mynd Hrund - Húsavík
þema. Þar er sögð saga nunnu,
sem hefur lifað í einangrun vegna
hræðslu við að þjónn kirkjunnar
ljóstri upp um leyndarmál hennar.
Í báðum tilvikum er það kirkjunn-
ar fólk sem er gerendur, í báðum
tilvikum er saklaust fólk þolendur.
Ólafur Jóhann stígur hér inn í
heim glæpasögunnar, en þó á sín-
um forsendum. Sögur hans hafa
oft byggst á einstaklingum sem
hafa búið erlendis, en finna sig
knúna til að snúa heim til að tak-
ast á við gömul leyndarmál. Hér
er aðalpersónan ekki íslensk, en
örlögin verða ekki umflúin og við-
komandi kemur til Íslands eftir
áratuga fjarveru vegna óumflýjan-
legs uppgjörs.
Þessi skáldsaga kemur út á
athyglisverðum tíma. Fjölmiðlar
heimsins eru fullir af frásögnum
kvenna sem loksins hafa ákveðið
að stíga fram og skýra frá kynferð-
islegri áreitni og ofbeldi sem þær
hafa orðið fyrir, oft fyrir mörgum
áratugum. Þær sem ekki hafa þor-
að, stíga nú fram og tala. Sakra-
ment Ólafs Jóhanns fellur vel inn í
þessa umræðu. Það er löngu orðið
tímabært að stíga fram og segja
sannleikann, þótt hann geti
verið sár.
Skáldsögur Ólafs
Jóhanns eru yfirleitt auð-
veldar aflestrar en skilja
samt eftir sig djúp spor.
Þetta er sorgleg saga, með
djúpan undirtón sem læt-
ur engan ósnortinn. Lítið
meistaraverk. n
„Það er löngu orðið tímabært
að stíga fram og segja sann-
leikann, þótt hann geti verið sár.
Ólafur Jóhann Þó að skáldsögur
Ólafs séu yfirleitt auðveldar
aflestrar skilja þær eftir sig
djúp spor.
Tveir kennarar
hætta
Tveir kennarar
við sviðslistadeild
Listaháskóla Ís-
lands hættu á föstu-
dag í kjölfar ásak-
ana um ósæmilega
hegðun, en ásakan-
irnar koma í kjöl-
far umræðu um
kynferðislega áreitni og ofbeldi
á undanförnum vikum undir
myllumerkinu Metoo.
Stefán Jónsson, fagstjóri á
leikarabraut sviðslistadeildar
Listaháskóla Íslands, mun stíga
til hliðar við leikstjórn lokaverk-
efnis útskriftarnema við skólann
og mun ljúka störfum hjá skólan-
um næsta sumar eftir 10 ára starf
þar. Pistill Birnu Rúnar Eiríks-
dóttur leikkonu, sem vakti mikla
athygli, fjallaði meðal annars um
Stefán. Þar lýsti hún andlegu of-
beldi, meðal annars kröfum um
að hún skyldi vera kynþokkafull
og sýna hold í leiksýningu.
Þá hefur Stefán Hallur Stef-
ánsson leikari sagt sig frá allri
kennslu og leikstjórn útvarps-
leikhússins. „Þetta var samskon-
ar ákvörðun [og hjá Stefáni] um
að stíga til hliðar til að standa
vörð um trúverðugleika námsins
og sýna ábyrgð,“ segir Steinunn
Knútsdóttir, forseti sviðslista-
deildar LHÍ.