Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Side 65

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Side 65
fólk 65Helgarblað 22. desember 2017 Allt þAð sem Jólin eru á næsta leiti og öll eigum við minningar um okkar uppáhaldsjólagjöf, gjöf sem sló í gegn jólin sem hún var gefin. Einnig langar okkur öllum í eitthvað í jólagjöf, sumum eitthvað lítið og öðrum stærra og íburðarmeira. DV fékk nokkra þekkta einstaklinga til að segja frá þeirra uppáhaldsjólagjöf hingað til og hvað þá langar í í jólagjöf núna í ár. ragna@dv.is þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra „Ég kaus að líta á það sem jólagjöf í fyrra þegar dóttir okkar hresstist ótrúlega aðfaranótt aðfangadags, þá orðin þriggja mánaða, eftir margar vikur á spítala með kíghósta. Svo man ég eftir því að hafa fengið sléttujárn frá foreldrum mínum í jólagjöf í 9. bekk og mér fannst það meiriháttar bylting fyrir krullurnar og skvísulætin. Í jólagjöf í ár langar mig mest í góðar bækur.“ Yrsa sigurðardóttir rithöfundur og byggingaverkfræðingur „Ég man einna best eftir dúkku sem ég fékk frá foreldrum mínum þegar ég var um níu ára. Sú gat hjólað og þó hún hefði seint unnið Tour de France þá fannst mér hún ótrúlegt undur. Þar sem ég er þegar búin að kaupa flestar bækur sem mig langar að lesa þá myndu skór gleðja mig mjög í jólagjöf í ár. Því hærri hælar, því betra.“ stefán Jakobsson söngvari Dimmu og Föstudagslaganna „Foreldrar mínir gáfu mér míkrófónn, míkrófónstand og nótnastand fyrir tæpum 20 árum. Það var nothæfasta gjöf sem ég hef fengið. Í ár langar mig í utanlandsferð á heitan stað.“ eyþór Árnason skáld og sviðsstjóri Hörpu „Ég man þegar ég fékk fótboltaspil ungur drengur í sveitinni. Ég ærðist af fögnuði. Kallarnir, bláir og rauðir, dönsuðu á gormum og það söng í þegar maður þrusaði stálkúlunni í markið. Þá átti maður stóra fótboltadrauma og lét þá rætast þar sem maður lá á hnjánum á stofugólfinu og skoraði frá miðju. 1-0 fyrir bláu kallana. Ef ég fæ bók og sokka í jólagjöf í ár, þá er ég glaður.“ Hanna Rún Bazev Óladóttir dansari „Ég hef fengið svo margt fallegt sem ég eiginlega bara get ekki gert upp á milli, fallegt handsmíðað skart eftir pabba, handgerða bók með myndum og textum, demantshring frá manninum og svo margt fleira persónulegt og fallegt, en ég veit að gjöfin sem sonur okkar gefur okkur í ár verður uppá- halds. Ég veit ekkert hvað er inni í pakkanum, en ég veit að þetta er eitthvað sem hann hefur föndrað alveg sjálfur og mér þykir strax svo vænt um fallega pakkann sem er skreyttur með glimmeri sem hann setti sjálfur á og bíður eftir að verða opnaður. Það er ekkert sem ég óska mér sérstaklega í jólagjöf, nema auðvitað að öllum líði vel og hafi það gott og notalegt um jólin, svo sagði ég reyndar mömmu að mig langaði í einhvern fínan púða inn í herbergi.“ sigrún lilja Guðjónsdóttir athafnakona og eigandi Gyðju Collection „Nýr kósígalli, loðinniskór, súkkulaði og góð bók gera aðfangadagskvöldið mitt, þannig að það er alltaf ein af mínum uppáhaldsgjöfum. Jóla- sveinninn sér oftast til þess að ég fái þetta að gjöf á hverju ári. Ég elska að fá ný rúmföt og eru þau ofarlega á jólagjafalistanum í ár. Svo langar mig reyndar líka í fallegt snyrtiborð með ljósum en hver veit hvað kemur undan jólatrénu í ár.“ éG ÓsKA méR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.