Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 32
Helgarblað 5. janúar 2018KYNNINGARBLAÐHollari lífsstíll
Fyrsta flokks
fæðubótarefni og
fjölbreyttar heilsuvörur
BodyBuilder.is
Netverslunin Bodybuilder.is býður upp á mikið úrval af fæðubótarefnum og ýmsum
vinsælum vörum fyrir þá sem stunda
íþróttir eða vilja komast í betra form.
eigandinn, Arnlaugur einarsson,
hefur rekið verslunina í sjö ár með
góðum árangri og úrvalið er afskap-
lega mikið. Flestar vörurnar koma frá
Bretlandi (Gonutrition) og Þýskalandi
(Body Attack) og eru því framleiddar
í samræmi við stranga löggjöf esB
um innihaldsefni. Þetta eru því bæði
hollar og öruggar vörur.
Hágæða próteinduft nýtur
vinsælda meðal viðskiptavina
Bodybuilder.is en ýmsar aðrar vörur
eru ekki síður vinsælar og allrar
athygli verðar. Þar má nefna kol-
vetnasnauða steinefnadjúsa. Þessi
safaþykkni eru afskaplega góður
valkostur í staðinn fyrir gosdrykki
og sykraðar safategundir, til dæmis
handa börnum. Í boði eru 14 bragð-
tegundir. „Þessi djúsþykkni eru líka
mikið notuð af langhlaupurum og
öðrum sem stunda þrekíþróttir því
steinefnin koma þarna sterk inn,“
segir Arnlaugur.
Þá má nefna leucine amínó-
sýru en það er stök amínósýra sem
seld er bæði í töflu- og duftformi.
„Hún er tekin inn bæði fyrir og eftir
æfingar og eykur fitubrennslu. Ég
kynntist þessari vöru fyrst vegna
þess að ég er í svokölluðum „carb
nite“-hóp á Facebook. Þar er fylgt
hugmyndafræði þar sem lagt er upp
úr kolvetnasnauðu fæði en leucino
amínósýran ýtir síðan undir bæði
brennslu og vöðvauppbyggingu og
hjálpar þannig enn frekar til við að ná
árangri,“ segir Arnlaugur.
Önnur vara sem hefur notið mikilla
vinsælda undanfarið er hristibrúsinn
„fuelshaker“. „dufthólfið er innbyggt
í brúsann og hann virkar öðruvísi
að því leyti að þú losar duftið beint í
brúsann án þess að þurfa að opna
hann og hella duftinu í,“ segir Arn-
laugur en þetta er óneitanlega afar
handhægur brúsi fyrir þá sem útbúa
sér oft drykki úr dufti.
Fyrirtæki Arnlaugs starfar
eingöngu á netinu og vefsíðan
bodybuilder.is er opin allan sólar-
hringinn. Vörur eru sendar hvert
á land sem er. enginn sendingar-
kostnaður er fyrir þá sem kaupa fyrir
10.000 krónur eða meira, en ef keypt
er fyrir lægri upphæðir bætist hóflegt
sendingargjald við.
Það er um að gera að skoða úr-
valið á bodybuilder.is og kanna hvort
þú finnur ekki einmitt vörur sem þér
henta til að komast í betra form.