Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 34
Helgarblað 5. janúar 2018KYNNINGARBLAÐHollari lífsstíll Endalausir möguleikar og nýir réttir væntanlegir á Salatsjoppunni „Við opnuðum í byrjun apríl 2017. Okkur hefur verið rosalega vel tekið. Það var allt brjálað að gera fyrstu mánuðina,“ segir Karen Sigurbjörns- dóttir hjá Salatsjoppunni, Tryggva- braut 22, Akureyri. „Við erum komin með stóran hóp af fastakúnnum, fólki sem kemur aftur og aftur og marga erum við farin að þekkja með nafni, sem er mjög gam- an. Við erum aðeins utan við mið- bæinn en það eru margir vinnustaðir í nágrenninu og starfsfólkið kemur mikið hingað í hádeginu,“ segir Karen en kúnnahópur Salatsjoppunnar er breiður enda margir sem vilja gæða sér á hollu og ljúffengu salati. „Það er bæði hægt að velja af matseðlinum og líka púsla saman sjálfur, sem er mjög vinsælt. Það eru endalausir möguleikar. En margir treysta sér ekki til þess og vilja frekar velja úr þessum fjölbreyttu og girnilegu réttum sem eru í boði,“ segir Karen. Á heimasíðunni salatsjoppan.is gefur að líta upplýsingar og mynd- ir af helstu salatréttunum. Að sögn Karenar eru Piri Piri-salatið og Japanskt salat vinsælustu réttirnir og hafa slegið rækilega í gegn. Í Piri Piri er Piri Piri-kjúklingur, bygg, maís, epli, fetaostur, saltaðar jarðhnetur og Honey Mustard. Í Japönsku salati er Teriyaki-kjúklingur, mangó, tómatar, rauðlaukur, stökkar núðlur, möndlu- flögur og soja-sesamdressing. Salötin eru vissulega holl og fremur hitaeiningasnauð en það fer líka eftir hverjum og einum. Hér er ekki um sérfæði að ræða og hægt er að velja sér bæði léttari salöt og bitastæðari mat. Í næstu viku kemur nýr og spennandi matseðill á Salatsjoppuna og þá er um að gera að fylgjast með á vefsíðunni salatsjoppan.is og Face- book-síðunni Salatsjoppan. Nýtt og betra líf með jóga Upphaflega var hugmyndin að baki Reykjavik Yoga að bjóða ferðamönnum upp á jógatíma, svona tækifæri til að halda við iðkun- inni á meðan maður er á ferðalagi. Sjálf ferðast ég frekar mikið og mér finnst gott að geta farið í tíma er- lendis. Síðan tók þetta á sig þá mynd að í bland við ferðamennina tóku erlendir heimamenn að sækja tímana og í seinni tíð eru Íslendingar farnir að bætast meira við. Þetta er því orðin mjög fjölbreytt blanda af ferðamönn- um, erlendum heimamönnum og Íslendingum.“ Þetta segir Bjarney Hinriksdótt- ir hjá jógastöðinni Reykjavik Yoga, Frakkastíg 16, Reykjavík. Hún rekur stöðina ásamt Klöru Kalkusova sem er jógakennari frá Tékklandi. Seg- ir Bjarney að þeim sem sæki tíma í stöðina líki vel að vera í svo fjölbreytt- um og fjölþjóðlegum hópi. Að sögn Bjarneyjar hefur jógaiðk- un mjög jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Auk þess að komast í betra form minnkar m.a. streita hjá fólki og núvitund eykst. Aðspurð segir hún að jóga breyti lífi fólks þegar til lengdar lætur. „Margir byrja í jóga út af hreyf- ingunni, því þetta styrkir vöðvana og bætir liðleika, gerir svo margt fyrir líkamann. En fljótlega komast flest- ir að því að þetta styrkir ekki síður andlega þætti og opnar fyrir ákveðna sjálfskoðun. Andlegi þátturinn, hug- leiðsla og sjálfsnæring, eru stór hluti af okkar tímum og fólk fer að upplifa meiri andlega og líkamlega vellíðan. Það fær jafnvel nýja sýn á lífið. Við leggjum mikla áherslu á núvitund og erum með núvit- undarhugleiðslu sem hluta af tímunum.“ Bjarney segir að núvitundaræf- ingar hafi gífurlegan andlegan ávinn- ing, hjálpi fólki að takast á við lífið almennt og þjálfi hugann í að vera í núinu. Aðspurð segir Bjarney að jóga geti verið líkamlega krefjandi, sérstaklega fyrir byrjendur. Hins vegar eru tím- arnir í Reykjavik Yoga þannig hannað- ir að þeir henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Á næstunni verða síðan í boði sérstakir byrjendatímar. Nánari upplýsingar á heimasíðunni reykjavikyoga.com, Facebook-síðunni Reykjavik Yoga og í síma 825-2417. REYKJAViK YOgA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.