Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 5. janúar 2018fréttir Þessar fréttir bar hæst í vikunni Brögð í tafli: „Svik og ekkert annað“ Lilja Þorvarðsdóttir vakti athygli á samfélagsmiðlastjörnum, eða svokölluðum áhrifavöldum, sem keyptu sér fylgjendur á samfé- lagsmiðlum, þá sérstaklega Instagram. dv.is Brynjar er kominn í vinstristjórn Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í útvarps- þættinum Harmageddon að hann væri kominn í vinstristjórn. „Það er mikil eyðsla framundan. Það eru miklar kröfur og stjórn- málamenn eiga erfitt með að standa í lappirnar,“ sagði Brynjar. Pressan.is Dýrfinna stígur fram Dýrfinna Benita, tónlistar- og myndlistarkona, segir að þrír karlmenn hefðu ráðist á hana og kærasta hennar, Þórð Inga Jónsson. Hún segir árásina hafi verið vegna þess að hún sakaði fyrrverandi kærasta sinn um nauðgun. dv.is 34 „Það er undarlegt að í hvert sinn sem kona er valin íþróttamaður ársins krefjast sumir þess að kjósa aðskilið um íþróttamann og íþróttakonu ársins. Ef hins vegar karl er kosinn virðast þeir hinir sömu bara nokkuð sáttir.“ Eiríkur Jónsson sagði að sömu menn og kvarta undan misrétti þegar kona er valin íþrótta- maður ársins segi ekkert þegar maður verður fyrir valinu. Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, var ekki sáttur við að Ólafía Þórunn hefði verið valin íþróttamaður ársins 2017. Hann kallaði eftir því á Twitter að íþróttamaður og íþróttakona ársins yrðu valin. 81 „Hvað nákvæmlega var rangt hjá Sævari? Endilega útskýrðu það. Eða ertu bara að fara í manninn af því að vísindalegar staðreyndir passa ekki við tilfinningar þínar?“ Palli Thordarson svaraði Sigurbirni Ágústi Ragnarssyni Hjelm í ummælum DV.is. „Fékk maðurinn flugeld í hausinn vælandi um bann á flugeldum og nú líkamsrækt, er ekki best að hætta þessari athyglisýki og halda sig við stjörnurnar, best geymdur þar,“ sagði Sigurbjörn um Sævar. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, gagnrýndi „infrarauða hitann“ hjá Reebok fitness. 21 „Best að banna almenna sölu alfarið.“ Stefán H. Kristinsson sagði að best væri að banna alfarið almenna sölu á flugeldum. Umræðan um flugeldasölu var eldfim í vikunni. 32 „Hugrökk stelpa“ Bubbi Morthens sagði að Dýrfinna Benita væri hugrökk. Í viðtali við DV segir Dýrfinna að þrír karlmenn hefðu ráðist á hana og kærasta hennar, Þórð Inga Jónsson. Að sögn Dýrfinnu má rekja árásina til þess að hún sakaði fyrrverandi kærasta sinn, Inga Kristján Sigurmarsson, um nauðgun. Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni E ins og fjölmiðlar greindu frá í gær þá sætir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi eins stærsta verktakafyrirtækis landsins, ÞG verk, rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar fyrir ofbeldisfulla hegðun í flugi WOW air frá Íslandi til Los Angeles. Samkvæmt heimildum DV var Þorvaldur á leið í tveggja vikna frí til Mexíkó ásamt kærustu sinni en uppákoman varð til þess að þær fyrirætlanir runnu út í sandinn. Að sögn sjónarvotta missti Þorvaldur stjórn á skapi sínu eftir að áhöfn flugvélarinnar neitaði honum um gin og tónik. Brást hann fyrst við með skömmum en síðan reyndi hann að bíta, sparka og hrækja að flugþjónum vélarinnar. Tókst forstjóranum meðal annars að sparka í andlitið á einum flugþjóninum. Blessunarlega voru tveir fílefldir flugþjónar í áhöfn flugvélarinnar og tókst þeim að yfirbuga Þorvald eftir nokkra baráttu. Var hann því næst teipaður niður í sæti vélarinnar og gríma sett yfir andlit hans til þess að verja áhöfnina fyrir frekari hrákum. Þorvaldur var síðan handtekinn við komuna til englaborgarinnar. „Ég bið starfsfólk um borð í þotu WOW og aðra farþega í fluginu innilega afsökunar á framferði mínu. Þá vil ég þakka öllum þeim sem veittu mér liðsinni í þessum erfiðu aðstæðum,“ sagði Þorvaldur í einlægri yfirlýsingu til Fréttablaðsins vegna málsins. Sagði hann enn fremur að hann hefði áður undirgengist áfengismeðferð og að hann hefði verið án áfengis í tæp tvö ár áður en kom að flugferðinni umræddu. Kvaðst hann ætla að leita sér hjálpar sérfræðinga í kjölfar atviksins. n Fékk ekki annan gin og tónik Þorvaldur brjálaðist í flugi WOW air til Los Angeles Ósk: „Skilaboðin eru þau að það sé í lagi að beita einhvern ofbeldi“ Á meðan hann er á skilorði þá er ég fangi á eigin heimili,“ segir Ósk Matthíasdóttir í stuttu samtali við DV. Fyrr- verandi kærasti Óskar, Helgi Sig- urðsson einkaþjálfari, var dæmd- ur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölmörg ofbeldisbrot gegn henni auk þess að veitast að lögreglumanni. Ósk gagnrýnir harðlega hve dómurinn er vægur og að hann sé skilorðsbundinn. „Skilaboðin eru þau að það sé í lagi að beita einhvern ofbeldi. Mað- ur sleppur við fangelsi ef maður heldur skilorð.“ Þá sér hún fram á áframhaldandi þolraun því dómn- um hefur verið áfrýjað til Hæsta- réttar. „Alltof oft lokuð inni svo enginn sjái áverkana“ Það vakti mikla athygli í sum- ar þegar Ósk steig fram og svipti hulunni af alvarlegu heimilis- ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir. Það gerði hún með því að birta slá- andi myndir af áverkum sínum á Facebook-síðu sinni auk pistils sem hún veitti DV leyfi til þess að vinna frétt upp úr. „Ótrúlegt hve lengi maður getur þraukað og leik- ið líf sitt fagurt og hamingjuríkt þegar raunin er algjör andstæða. Eftir fleiri tugi heimsókna á slysó. Alltof oft lokuð inni svo enginn sjái áverkana,“ sagði Ósk við það til- efni. Þá var málarekstur yfirvofandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ósk kærði ekki sjálf ofbeldið heldur var það ákvörðun lögregluyfirvalda. Dómur féll síðan þann 20. nóv- ember síðastliðinn en dómurinn er ekki aðgengilegur á heimasíðu héraðsdóms. Það er fyrst nú sem DV hefur fengið hann í hendur. Strauk búrhníf yfir háls Alls gaf lögreglan á höfuðborgar- svæðinu út tvær ákærur á hendur Helga og voru þær báðar í tveimur liðum. Helgi var sakfelldur í öllum fjórum liðunum en rétt er að geta þess að hann neitaði allri sök þó að hann kannaðist við rifrildi og átök milli sín og Óskar. Þann 29. september 2016 þótti sannað að Helgi hefði meðal annars slegið Ósk þannig að hún lenti með höfuðið á spegli í íbúð að Krókavaði í Reykjavík. Upp- hafið að ofbeldisverkinu tengdist rifrildi vegna símatengingar. Ósk hafi yfirgefið íbúðina en Helgi hafi dregið hana aftur inn með ofbeldi. Hótaði hann henni með búrhníf og strauk honum um háls hennar. Hlaut Ósk yfirborðsáverka á höfði, opið sár á hálsi, marga yfirborðsá- verka á úlnlið og hendi auk mars á mjóbaki og mjaðmagrind. Slegin með krepptum hnefa á eyrun Að morgni föstudagsins 23. des- ember sama ár veittist Helgi að Ósk í íbúð í Skipholti. Sparkaði hann í hægra læri hennar og reif í hár hennar þannig að hárlokkar losnuðu. Síðan dró hann Ósk eftir gólfi íbúðarinnar. Á meðan hótaði hann henni lífláti. Afleiðingarnar urðu margvíslegir áverkar á læri og hársverði. Næsta brot átti sér stað laugar- daginn 25. mars á þessu ári, í sömu íbúð í Skipholti. Helgi veittist þá að Ósk og greip í kraga á peysu hennar þannig að hún féll í gólfið. Í framhaldinu hélt hann henni niðri og sló hana með krepptum hnefa í nokkur skipti á bæði eyru. Síðan greip hann báðum hönd- um í hálsmálið á peysunni og herti að þannig að Ósk átti erfitt með andardrátt. Síðan sló Helgi hana í síðuna og ýtti við henni. Hlaut Ósk dreifð eymsli og mar víða um lík- amann. Síðasta brotið átti sér stað þegar Helgi var handtekinn sama dag við hús á Álftanesi. Missti hann stjórn á skapi sínu þegar lögreglan freistaði þess að handtaka hann. Greip hann í vesti lögreglumanns og þurftu lögreglumenn að beita varnarúða til þess að yfirbuga hann. Eins og áður segir var Helgi dæmdur í níu mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Skaðabótakröfu Óskar upp á 250 þúsund krónur, fyrir ýmsa muni sem höfðu skemmst, var vísað frá dómi en Helga var gert að greiða henni 600 þúsund krónur í miskabætur. Að auki var hann dæmdur til þess að greiða málsvarnarlaun lögmanna beggja. n ritstjorn@dv.is Hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að berja Ósk Ósk Matthíasdóttir Birti sláandi myndir af áverkum sín- um eftir heimilisofbeldi í sumar. Fyrrverandi kærasti hennar var dæmdur í níu mánaða skilorðs- bundið fangelsi á dögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.