Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 16
16 umræða DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 5. janúar 2018 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur fréttaskot 512 7070 Spurning vikunnar Áramótaheit DV Leiðari Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is G abríel Kristjónsson, sonur minn, var 17 ára þegar hon­ um var nauðgað af dreng sem hann taldi vera vin sinn. Sonur minn tók það stóra og erfiða skref að leggja fram kæru. Síðan eru liðin þrjú löng ár. Sem fjölmiðlamaður veit ég að leiðin inn í réttarsal er eins og völundarhús. Leiðin er grýtt, oft niðurlægjandi og erfið fyrir þolendur. Á þeim árum sem hafa liðið hefur sonur minn, líkt og aðrir þolendur, séð ósjálfráðar svipmyndir. Brot úr nauðgunar­ árásinni hafa birst í huga hans við ólíklegustu aðstæður. Þeir sem ákveða að leita réttar síns þurfa oftar en ekki að rifja upp árásina á spítala, í Barnahúsi, á lögreglustöð, hjá sálfræðingi og í dómsal. Og allt þetta gerði son­ ur minn. Síðan tók biðin eftir rétt­ lætinu við. En kraftaverkin gerast. Þremur árum síðar bárust stór­ kostleg tíðindi. Sonur minn hafði sigrað. Nauðgarinn var dæmdur í fangelsi. Á þessum þremur árum hefur sonur minn ítrekað verið í lífs­ hættu og ég og aðrir ættingjar höf­ um óttast um líf hans á hans erfið­ ustu stundum. En svo fann hann sjálfan sig úti á landi, á Seyðisfirði, þar sem styrkur hans hefur vaxið. Helsta ástæðan fyrir aðdáun minni á syni mínum er sú að hann hafði kjark til að leggja fram kæru og fylgja henni á leiðarenda. Ég var á svipuðum aldri og Gabríel þegar ég var beittur kynferðisofbeldi. Ég þorði ekki að leggja fram kæru eða segja sögu mína í fjölmiðlum eins og margir þolendur hafa gert síð­ ustu ár. Ég beitti kynferðisbrota­ manninn ofbeldi og taldi það vera réttlæti. Seinna hlustaði ég á vin­ konu mína. Pabbi hennar nauðg­ aði henni og hún rogaðist um með skelfilegar minningar og reyndi að drekkja þeim í brennivíni og dópi, en ekkert gekk. Minningarn­ ar flutu alltaf upp á yfirborðið og vöfðu sig að lokum utan um hana og þegar þær loks sukku tóku þær hana með niður í djúpið. Ann­ ar vinur minn skaut sig í hausinn. Kynferðisbrot drepa, svo einfalt er það nú. En við sem búum ekki yfir sama hugrekki eða fáum ekki aðstoð til að segja frá erum í lífs­ hættu. Leiðin til bata er lífshættu­ leg og lengri en hinna sem þora að taka skrefið og kæra eða segja frá í fjölmiðlum. Ótal dæmi eru um að þolendur stígi fyrst fram í fjölmiðl­ um áður en þeir leita réttar síns hjá yfirvöldum. Í gegnum árin hafa blaðamenn DV verið óhræddir við að segja sögur af kynferðisofbeldi, og ýmiss konar óréttlæti. Starfsmenn DV ætla á þessu ári að segja óteljandi sögur af gleði og sorg, sakamálum, menningu, íþróttum, slúðri, uppskriftum og kynlífi. Þá ætla starfsmenn DV að vera, eins og árin á undan, til stað­ ar fyrir þá sem hafa verið beittir of­ beldi eða öðru óréttlæti og þurfa á rödd að halda. Það er áramótaheit DV. n Jón Karl heitur fyrir borginni Heyrst hefur að Jón Karl Ólafs- son, framkvæmdastjóri innan­ landsflugs hjá Isavia og fyrr­ verandi forstjóri Icelandair, sé heitur fyrir því að gerast oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sjálfstæðismenn þrá fátt heit­ ar en að fá öflugan leiðtoga til að ná borginni aftur. Áhætt­ an er hins vegar mikil þar sem fjögur ár í minnihluta blasa við þeim sem mistekst. Jón Karl yrði mikill fengur þar sem hann hefur mikla þekkingu sem myndi nýtast vel í flugvallar­ málinu sem og reynslu af því að reka stórt fyrirtæki. Hvort hann sé öflugur stjórnmála­ maður sem getur heillað kjós­ endur er hins vegar erfitt að segja til um. Reiknivél ríkisins Kjararáð getur varla hóstað án þess að það mis­ bjóði al­ menn­ ingi. Í hvert sinn sem laun æðstu ráðamanna eru hækkuð er það upp á tugi prósenta og jafnvel með afturvirkum launahækk­ unum. Meira að segja fjármála­ ráðherra hefur sagt að núver­ andi fyrirkomulag sé ónýtt og að fækka þurfi þeim sem heyra undir ráðið. Enginn ef­ ast um að eitthvað eða einhver þurfi að ákvarða laun þeirra sem hafa ekki samningsrétt en nú þegar eru til slík fyrirbæri á vegum ríkisins. Sem dæmi má nefna að Tryggingastofn­ un er með sérstaka reiknivél sem reiknar út greiðslur lífeyr­ istrygginga, það væri hæglega hægt að breyta henni til að reikna út launahækkanir emb­ ættismanna. Heldur þú að árið 2018 verði gott? „Nei, ég held ekki. Ég held að ríkisstjórnin muni springa enn og aftur.“ Arna Gunnlaugsdóttir „Tvímælalaust, af því að næsta ár er alltaf betra en það sem liðið er.“ Aðalsteinn Aðalsteinsson „Við gerum það bara gott.“ Fjölnir Geir Bragason „Já, af hverju ekki?“ Margrét Þóra Jónsdóttir Þ að er rangt að laun presta hafi verið fryst. Þeir hafa fengið launahækkanir frá kjararáði í hvert skipti sem kjararáð úrskurðar um almennar launahækkanir. Eflaust er hægt að reyna að rökstyðja þessar sérstöku launa­ hækkanir núna með vísan til þess að stéttir eins og alþingismenn og læknar hafi fengið hækkun. En hvers vegna bera prestar sig saman við alþingismenn frekar en hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga eða kennara? Margir prestar hafa verulegar aukatekjur og hlunn­ indi og fjöldi þeirra er þegar með meira en milljón í mánaðarlaun. Það væri miklu eðlilegra að Þjóðkirkjan sjálf borgaði laun presta en ekki ríkið. Þá kæmi í ljós hvort það hefði þurft að „leiðrétta“ laun presta. Best væri að koma prestum undan ægivaldi kjararáðs, þeir gætu þá beitt verkfallsvopninu (og sett samfélagið á hliðina) eða leitað á einkamarkað til að bæta kjör sín. V ið erum ánægðir með þessa miklu vinnu hjá kjararáði og þessa út­ komu. Við vorum ekki með neina kröfugerð enda erum við ekki í neinni samn­ ingsstöðu, við lögðum fram greinargerð þar sem við gerð­ um grein fyrir okkar störfum. Við fórum af stað þegar byrj­ að var að leiðrétta aðra hópa sem heyra undir kjararáð, aðal­ ástæðan er skerðing sem við tókum á okkur 2009 og það vantaði að vinna hana til baka. Við lögðum til breytingar á okk­ ar launakerfi, prestar voru allir í einum launaflokki en fara nú í fimm. Við lögðum einnig fram launatöflu frá BHM sem sýnir hvernig við stoppum í launum 2009 og erum fryst á meðan launavísitalan fer upp, við fórum fram á að það yrði leiðrétt. Ég fékk miklu meira en ég átti von á í launum og ég ætla að vona að ég þurfi ekki að skammast mín fyrir það. Með oG á Móti - Launahækkun presta Kristján Björnsson, sóknarprestur og formaður Prestafélags Íslands Hjalti Rúnar Ómarsson, Vantrú Með á Móti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.