Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 70
70 fólk Helgarblað 5. janúar 2018 Lítt þekkt ættar- tengsl hin hLiðin Sigmundur Davíð mest kynæsandi teiknimyndapersónan Rithöfundurinn Stefán Máni hefur í gegnum tíðina skrifað bækur um dekkri og skuggalegri hliðar samfé- lagsins. Fyrir þessi jól gaf hann út bókina Skuggarnir sem er í svipuðum stíl og hlaut góða dóma. Við fengum Stefán Mána til að sýna lesendum DV á sér sína eigin skuggahlið og svara nokkrum furðulegum spurningum. Ef þú þyrftir að breyta, hvað mynd- irðu vilja heita annað en Stefán Máni eða vera annað en rithöfund- ur? Sirius Black – Galdramaður. Hverjum líkist þú mest? Clint Eastwood. Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt? Að ég reyki. Og sé alvarlegur. Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir? Að keyra bíl, ekki spurning. En bara áfram. Skil ekki afturábak. Hvað viltu að standi skrifað á leg- steininum þínum? Hann kom, sá og fór. Hvernig myndirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni? Tilfinningin þegar þú heyrir röddina í manneskjunni sem þú ert skotin í. Hvaða bók vildir þú hafa skrifað? Biblíuna. Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa? Scars of the crucifix með Deicide. Hvað ætti ævisagan þín að heita? Til Helvítis og til baka til að baka. (Ef Jói Fel leyfir …) Hvað er það furðulegasta sem þú hefur keypt? Ofskynjunartyggjó. Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að láta af? Að stela og ljúga og þannig. Um hvað geta allir í heiminum verið sammála? Að þjóðarhugtakið sé hugvilla og að friður sé góð hugmynd. Ef þú mættir bæta við ellefta boð- orðinu, hvernig hljómaði það? Þú skalt eigi vera leiðinlegur á netinu. Hvaða áhugamál myndirðu ekki sætta þig við að maki þinn stund- aði? Stjórnmál. Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma? Freddie Mercury. Hvaða frægu persónu leistu upp til en sérð eftir því í dag? Fred Flintstone. Hver er mest kynæsandi teikni- myndapersónan? Sigmundur Davíð. Hvaða tveir hlutir eru hræðilegir sitt í hvoru lagi en frábærir saman? VG og XD. Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt? Veistu í hvernig bók Gestapómenn skrifa? Gestapók. Hvað er löglegt í dag en verður það líklega ekki eftir 25 ár? Áfengi. Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik? Svartur á leik. Hvað verður orðið hallærislegt eftir 5 ár? Snjallsímar. Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu? Að finna ástina. Ef þú myndir borða sjálfan þig, hvort myndirðu hverfa eða tvöfald- ast? Kúgast aðallega. Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagar- fljótsormurinn finnast, Davíð Oddsson kæmi út úr skápnum og Donald Trump verða myrtur. Hver yrði stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir? „Loksins, loksins.“ Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna? Nei, ég myndi rassskella hann. Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? Enginn. Stefán Máni Telur að goðsögnin Freddie Mercury sé það merkilegasta sem hafi gerst á hans æviskeiði. MynD SiGTryGGUr Ari Magnús Ólafur Garðarsson Lögreglan rannsakar meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals forstjórans fyrrverandi. Magnús Ólafur Garðarsson Lögreglan rannsakar meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals forstjórans fyrrverandi. Fallni forstjórinn og fornleifa- fræðingurinn Á rið hefur verið viðburða- ríkt hjá systkinunum Magn- úsi Ólafi Garðarssyni og Völu Garðarsdóttur. Magnús Ólafur hefur staðið í ströngu í tengsl- um við fall um- deildasta fyrirtæk- is landsins, United Silicon, sem og meintan vítaverð- an akstur á Tesla- glæsibifreið sinni. Magnús Ólafur er grunaður um stór- fellt auðgunarbrot og skjalafals á með- an hann starfaði fyrir United Silicon og stendur rann- sókn málsins yfir. Vala hefur undanfarin miss- eri stýrt fornleifauppgreftri á Land- símareitnum. Þar er ráðgert að byggja upp glæsilegt hótel en þær fyrirætlanir hafa fallið í grýttan jarð- veg hjá hópi sem kallar sig Varð- menn Víkurgarðsins. Um mikið tilfinningamál er að ræða og hefur Vala tekist hart á við talsmenn Varðmanna. Á dögun- um steig hún fram og sakaði ónafn- greinda menn innan hópsins um að hafa kallað hana „unga sæta forn- minjafræðinginn“ og klipið hana svo í rassinn. Ekki eru öll kurl komin til grafar í málinu. Vala Garðars- dóttir Fornleifa- fræðingurinn hefur staðið í ströngu varðandi uppbyggingu á Land- símareitnum S ambýli manna og dýra er oft náið og er Lækurinn í Hafnarfirði gott dæmi um það. Fyrir nokkrum árum sendi Guðmundur Fylkisson, lög- reglumaður og íbúi í Hafnarfirði, bréf til bæjaryfirvalda um hvort hann mætti taka að sér að varp- staðina og reyna að minnka af- föll unga á Læknum. Beiðnin var samþykkt og „Project Henrý“ varð að veruleika. „Þetta byrjaði þannig að fyrir mörg- um árum þá las ég frétt um Henrý Bærings- son sem býr á Ísafirði, hann sótti um að taka í fóstur óræktaða spildu gegnt heim- ili hans. Hann sá um spilduna á eigin kostnað og í eigin tíma, setti þar upp þökur og spildur,“ segir Guðmundur. „Af því ég er nú Strandamaður og ólst upp við æðarfuglinn og að sinna honum, á líka fjögur börn og búinn að búa í Hafnarfirði síðan 1998, þá fannst mér svolítið afskiptaleysi þarna gagnvart fuglunum við Lækinn. Því ég sendi bréf til bæjarins og bað um leyfi til að hlúa að fuglun- um þar á eigin kostnað.“ Líkt og á Ísafirði var leyfið veitt og Guðmundur hóf að skoða hvað var hægt að gera til að koma fleiri ungum á legg. „Það var eitt og annað í umhverfinu sem þurfti að laga, það kom fullt af ungum en þeir voru étnir mjög hratt og fáir sem komust á legg. Bæði mávur- inn og lækurinn sjálfur eru ung- um hættulegir. Lækurinn liggur í hæðum og ef einn ungi fer niður þá kemst hann ekki aftur til baka, svo koma bara allir ungarnir á eft- ir honum. Við Strandgötuna er síðan ræsi og rör og þar drukkna þeir.“ Farið var í nokkrar aðgerðir. Bærinn útbjó tröppur fyrir ung- ana til að komast til baka upp lækinn, við ræsið í Strandgötu er sett fínna net yfir ræsið þegar ungar koma í byrjun júní og byrj- un júlí. „Við erum að koma 15– 20 ungum á legg á hverju sumri,“ segir Guðmundur sem telur að árin séu orðin sex eða sjö síðan verkefnið byrjaði. Allir eru velkomnir að vera með Hann sinnir Læknum þegar hann hefur tíma, hann biður aðra ekki um aðstoð, en allir eru velkomn- ir að hjálpa til. „Ég á þetta ekki, þótt ég hafi ýtt verkefninu úr vör og stundum hef ég mikinn tíma til að sinna því og stundum lítinn,“ segir Guðmundur. Hópur af fólki hefur hjálpað Guðmundi með ýmsum hætti, til dæmis séð um gjafir til fuglanna. „Ég vildi bara að það væri skýrt á milli mín og bæjarins að ég hefði eitthvað um Lækinn að segja og mætti gera svona minni háttar hluti. Ég prófaði til dæm- is að setja upp veifur, en endurn- ar eru ekkert hrifnar af því. Á tímabili var ég með 3g-myndavél og var að fylgjast með.“ Stefnir á að setja upp upplýsingaskilti Árið 2017 fékk verkefnið 60 þús- und króna styrk frá Dýraverndar- sambandinu. „Þá var ég að spá í að gera ungastiga við Austur- götuna, en þar eru tvær stíflur og þar eiga ungar enga möguleika á að komast til baka, en það virð- ist sem að eftir að tröppurnar voru settar upp aðeins ofar þá séu þeir ekkert að fara niður. Þannig að nú er ég að skoða að setja upp upplýsingaskilti með myndum og hvaða fugla megi sjá við Læk- inn. Þarna eru að koma stokkand- ar-, álftar- og gæsarungar, ég hef ekki séð aðra unga. Ég er enginn fuglafræðingur og þarf að fletta tegundunum upp, en til dæm- is þar síðasta vetur voru þarna nokkur pör af rauðhöfðaöndum, sem lentu í einhverjum hremm- ingum og enduðu hjá okkur við Lækinn yfir veturinn. Gulönd er sjaldgæf, en par hefur verið í tvo vetur hjá okkur. Toppönd hefur komið og skarfurinn, sem er yfir- leitt við sjó.“ Mannlífið við Lækinn er mikið, þar eru góðar gönguleiðir og bekkir, og er hann vel sóttur af íbúum við Lækinn og öðrum. „Við Lækinn erum við með Sólvang hjúkrunarheimili, margir eldri borgarar búa í nágrenninu og þeir gefa sig á tal við mann og láta mann vita ef eitthvað er að. Hér er leikskóli og grunnskóli auk gamla Lækjarskólans, Lækur athvarf fyrir geðfatlaða, hinum megin við götuna er dýrabúð og dýralækn- ir og fólk kemur þangað ef það verður vart við veika eða slasaða fugla,“ segir Guðmundur. Ljóst er því að sambýli dýra og manna er mikið við Lækinn. Guðmundur hefur verið lengi í félagsstörfum, en hann byrjaði sautján ára gamall í slökkvi- liðinu á Ísafirði. Hann hefur kom- ið víða við í félagsstörfum, en í dag, auk þess að sinna Lækn- um, situr hann í stjórn Dýra- verndunarfélags Hafnarfjarðar, í stjórn Hollvinasamtaka Sólvangs og Öldrunarráði Hafnarfjarðar. „Ég kalla þetta alltaf samfélags- þjónustu, maður er bara að reyna að bæta samfélagið í kringum sig með litlum atriðum.“ n Hætturnar og ungarnir Hætturnar eru víða í umhverfi unganna. „Ég er bara að reyna að bæta samfélagið í kringum mig“ Guðmundur hugsar um fuglana við Lækinn Dóttirin og fuglalífið Katrín Tekla að sinna fuglunum. MynDir SiGTryGGUr Ari Traust manna og dýra Katrín Tekla, dóttir Guðmundar gef- ur brauð, fuglinn treystir henni fullkomlega. Guðmundur Fylkisson Gefur af sér bæði í leik og starfi. ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.