Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 66
66 menning - sjónvarp Helgarblað 5. janúar 2018 Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofnar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf nýtt og gott The End of the F***ing World Breskir grínþættir fullir af kolsvörtum húmor. Tveir unglingar, hann er siðblindingi og hún hatar leiðinlega lífið, fara að heiman í leit að betra lífi. Fyrsta þáttaröðin var frumsýnd í Bretlandi í haust við góðar undir- tektir og mætir á Netflix í janúar. Glacé (The Frozen Dead) Franskir spennuþættir um rannsókn á hryllilegu morði í smábæ í Pýrenea- fjöllum. Um er að ræða sex klukkutíma langa þætti byggða á bók. Þættirnir gerast í miklum kulda og henta því vel á köldum janúarkvöldum. Friends Loksins á Netflix. Vinina þarf vart að kynna. Eins og segir í tilkynningu frá Netflix þá getur þú horft á allar tíu þáttaraðirnar á tveimur vikum ef þú hættir í vinnunni og horfir á Vini í átta klukkutíma á dag. American Vandal Ádeiluheimildaþættir þar sem fylgst er með rannsókn á skemmdarverkum í bandarískum menntaskóla. Gert er óspart grín að sakamálaheimildaþáttum en að sama skapi nær myndin að draga áhorfendur inn í eltingarleikinn við skemmdarvarginn sem getur ekki hætt að krota getnaðarlimi á veggi skólans. Somebody Feed Phil Maðurinn að baki Everybody Loves Raymond, Phil Rosenthal, ferðast um víða veröld og eldar góðan mat ásamt vinum og vandamönnum. Hann fer meðal annars til Ísrael, Mexíkó og Víetnam í leit að góðum mat og bröndurum til að fylgja með. „Á náttborðinu mínu er bókin The Sun and her Flowers eftir Rupi Kaur. Ég fékk hana í jólagjöf en hún er önnur bók Rupi. Fyrsta er Milk and Honey sem er mitt uppáhald. Þetta eru ljóðabækur. Bókin fær fjórar af fimm stjörnum.“ Bókin á náttborði Manuelu Óskar - „Hún er ekki hrædd við að láta skoðanir sínar í ljós“ Hvað segir pabbi? Hún hefur alltaf haft gaman af því að segja sögur, leika og haft frumkvæði af alls kyns bralli, alveg frá blautu barnsbeini,“ segir Garðar Garðarsson, faðir Sögu Garðars- dóttur, leikkonu og handritshöfundar. Hann segir að Saga hafi verið svolítill prakkari í sér en þó alltaf einlæg. „Hún er ekki hrædd við að láta skoðanir sínar í ljós og er með mikla réttlætiskennd en setur það alltaf fram á skemmtilegan máta. Það er það sem er skemmtilegt við hana.“ Saga var einn af handritshöfundum áramótaskaupsins 2017 og var áberandi í mörgum atriðum. Garðar segir skaupið vel lukkað að þessu sinni: „Mér fannst þetta alveg frábært skaup en maður veit alltaf að það eru tvær hliðar á þessu, það er alltaf hluti sem verður alltaf kolvitlaus en í þessu tilfelli voru óvenju margir sem nutu þess, manni heyrist það.“ Saga Garðarsdóttir Gríma á framtíðina fyrir sér K vikmyndin Svanurinn var sýnd á hátíðarsýningu í Háskólabíói miðviku- daginn 3. janúar. Söguna skrifaði rithöfundurinn Guð- bergur Bergsson og er þetta fyrsta kvikmyndin sem gerð er eftir verki hans. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1991. Svanurinn er einnig fyrsta mynd leikstjórans Ásu Helgu Hjörleifs- dóttur í fullri lengd en hún nam kvikmyndagerð við Columbia- háskóla í New York. Send í sveit Sagan segir af níu ára gamalli stúlku frá Grindavík, leikinni af Grímu Valsdóttur, sem er send í sveit norður í land til frænku sinnar og manns hennar sem eru bændur á litlu mjólkurbýli. Athygli vekur að stúlkan og aðrar persónur eru sjaldnast nefndar á nafn. Stúlkunni finnst sveitalífið framandi og gamaldags og henni líður illa þar til að byrja með. En bændahjónin, sem leikin eru af Ingvari E. Sigurðssyni og Kötlu Maríu Þorgeirsdóttur, eru góð- hjörtuð og smám saman byrjar stúlkan að aðlagast. Á bænum þarf stúlkan að vinna og kynnast harðneskjuleg- um gangi lífsins í sveitinni. Líf og dauði hefur þar aðra merk- ingu en á mölinni. En hún kynn- ist líka tveimur persónum sem eru töluvert líflegri en bænda- hjónin. Annars vegar vinnu- manni sem reynir að vera rithöf- undur og dóttur bændahjónanna sem kemur ólétt heim frá námi í Þýskalandi, leikin af Þorvaldi Davíð Kristjánssyni og Þuríði Blæ Jóhannsdóttur. Strax skynj- ar maður spennuna milli þeirra tveggja og stúlkan reynir að blanda sér í það því hún er skotin í vinnumanninum. Gríma frábær Sumir myndu segja að Svanur- inn væri „artí“ mynd, með nátt- úruskotum og tónlist sem virðist handahófskennd er er sjálfsagt þrungin merkingu. Svanurinn sjálfur, eða álftin, birtist stúlkunni uppi á fjalli við lítið vatn og verða áhorfendur að túlka það á sinn hátt. Svanurinn er að mestu leyti kvikmynduð í hinum íðilfagra Svarfaðardal í Eyjafirði sem er mikill kostur fyrir mynd sem legg- ur svo mikið upp úr myndmálinu. Annar kostur er leikur myndar- innar, þá sérstaklega hjá hinni nú þrettán ára Grímu. Það er mjög fágætt að sjá barn leika svo vel og hún á augljóslega framtíðina fyr- ir sér. Hinir reyndu leikarar sem túlka bændahjónin gera það líka með stakri prýði. Persónur þeirra eru bældar og meðvirkar. Yngra fólkið er töluvert flóknari persónur og vandamál- ið er að þeirra fortíð er ekki út- skýrð nægilega vel. Hvorki í upp- hafi né í lokin. Það getur verið gott fyrir áhorfandann að þurfa að geta í eyður kvikmyndar en í þetta skipti er erfitt að ná tengsl- um við þessar persónur og skilja ákvarðanir þeirra. Fleiri hálf- kveðnar vísur eru í myndinni, til dæmis hvers vegna stúlkan var send í sveit. Í bókinni var það fyrir búðarþjófnað en hún var skrifuð á annarri öld. Börn eru almennt ekki send í sveit í dag, hvað þá í refsingarskyni. Niðurstaða Svanurinn er ekkert léttmeti. Þetta er nokkuð hægfara drama- mynd sem reynir á áhorfand- ann. Erfitt er að staðsetja hana í tíma og kannski skiptir það ekki máli, frekar en nöfn persón- anna. Til að byrja með virðist sagan ekki mjög frumleg, það er að persóna er sett í ókunnar að- stæður sem henni líst ekki á en sættist síðan við. En síðan tvinn- ast óvæntir og óútskýrðir atburðir inn í. Hafa ber í huga að myndin er frumraun leikstjórans Ásu og fleiri nýgræðinga sem unnu að gerð myndarinnar og tæknilega er hún tilkomu mikil. Við eigum eftir að sjá meira af Ásu, Grímu og félögum. n Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Kvikmyndir Svanurinn Ævisaga, drama, íþróttir Aðalhlutverk: Gríma Valsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ingvar Eggert Sigurðs- son, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjansson Leikstjóri: Ása Hjörleifsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.