Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Qupperneq 38
38 Helgarblað 5. janúar 2018 Sláðu á þráðinn! Hinn 18 ára gamli Ruben Zarate, frá Chicago, ruddist inn í hljóðkútaverslun þar í borg og heimtaði peninga. Því miður hafði hann ekki mikið upp úr krafsinu því stærstur hluti reiðufjárins var í rammlæstum peninga- skáp. Ruben ákvað á staðn- um að hann myndi reyna aftur síðar og til að spara sér erfiðið lét hann starfsmenn fá símanúmer sitt; þeir gætu þá hringt í hann þegar veg- legri upphæð var í kassan- um. Sakamál Fötin skapa manninn Milton nokkur J. Hodges varð ekki loðinn um lóf- ana eftir að hafa gert tilraun til að ræna Lowes Home Improvement-verslunina í Kissimmee á Flórída. Til- raunin mistókst hrapal- lega og Milton flúði þvert yfir götuna og komst þar yfir nokkuð háa girðingu. Ef hugmyndin var að leynast í mannfjölda hinum megin varð Milton fyrir vonbrigð- um. Handan girðingarinn- ar var nefnilega Cypress Cove-nektar- og heilsustað- ur og var lögreglan því ekki í vandræðum með að koma auga á Milton, eina mann- inn í fötum. 13 13 morð voru eignuð Richard Ramirez, en talið er að fórnarlömb hans kunni að hafa verið fleiri. Morðin framdi Ramirez árin 1984 og 1985 og beitti öllum mögulegum aðferðum við þau, meðal annars skotvopnum, eggvopnum og barsmíðum. Hann andaðist í fangelsi 7. júní 2013. Robin lenti í Ribböldum n Robin Chard varð á vegi óvandaðra kumpána n Fannst í morgunsárið „Þar spiluðu þeir Queen-lagið Bohemian Rhapsody og endurtóku í sífellu lag- línuna „Mama, just killed a man“ og hlógu hátt og mikið. Robin Chard Komst ekki lifandi heim af knæpunni. hjá Christopher hlátur í huga við frásagnir Christophers og Josephs. Í það minnsta var sextán ára dreng, sem var þar staddur, nóg boðið og hafði hann samband við lögreglu. Joseph og Christopher sóru af sér allar sakir er þeir voru hand- teknir. Það var ekki fyrr en þeim voru sýndar upptökur úr eftirlits- myndavélum og fleiri sönnunar- gögn sem þeir játuðu. Samtals voru þeir kumpánar með 67 dóma á bakinu og var Christopher laus gegn tryggingu vegna líkamsárásar. Nokkrum klukkustundum fyrir morðið hafði lögreglan veitt Joseph áminningu eftir að hann skaut úr loftriffli að stelpu nokkurri. Aldrei of löng fangelsisvist Þegar dómarinn, í desember 2004, dæmdi kumpánana í lífstíðarfang- elsi án möguleika á reynslulausn, sagði hann við Christopher Smith: „Það er deginum ljósara að þetta var líkamsárás á saklausan, mið- aldra mann og eina ástæðan var sú að þið vilduð valda einhverjum sársauka.“ Christopher var gert að afplána að minnsta kosti 17 ár en Joseph var dæmdur til 14 ára fangelsis- vistar. Eiginkona Robins hafði á orði að sama hve lengi þeir þyrftu að dúsa á bak við lás og slá þá yrði það aldrei nógu lengi. n Joseph Mee Montaði sig af morðinu. M aður getur ráðið allmörgu um þær vendingar sem til- veran tekur, en ótal margt er þó háð tilvilj- unum og duttlungum for- sjónarinnar. Sú varð raunin hjá Bretanum Robin Chard, 47 ára fjölskylduföður frá Heworth í Gateshead. Þann 23. apríl, 2004, hafði Robin gert sér glaðan dag á knæpu í Newcastle en þegar hann hafði ekki skilað sér heim klukkan 1.20 varð eiginkona hans áhyggjufull. Þegar hún hringdi í farsíma Robins heyrði hún ókunn- uga rödd: „Þú hefur hringt í rangt númer.“ Síðan var lagt á og eftir það var ekki hægt að ná sambandi við sím- ann. Finnst skammt frá heim- ili sínu Eftir að hafa haft samband við lögregluna hafði eigin- kona Robins samband við ættingja og vini og hafin var leit að honum. Klukkan átta að morgni þess 24. apríl fann ná- granni Chard-hjónanna illa leikið lík Robins í tæp- lega 400 metra fjarlægð frá heimili hjónanna. Síð- ar kom í ljós að á leið sinni frá lestar stöðinni í Heworth hafði Robin orðið á vegi tveggja útúr- dópaðra ódáma sem gerðu sér að leik að myrða hann, að því er virð- ist vegna þess eins að hann var snyrtilega til fara. Óteljandi högg og spörk Það var Christopher sem lagði fyrst til atlögu við grunlausan fjöl- skylduföðurinn og sló hann aftan frá. Þegar Christopher og Joseph loks létu af höggum og spörk- um höfðu þeir brákað höfuðkúpu Robins og brotið í honum 14 rif- bein. Að lokum urðu þeir hon- um að bana með því að þrýsta andliti hans ofan í jörðina þar til hann kafnaði. Síðan höfðu þeir á brott með sér farsíma Robins og 30 sterlingspund sem þeir fundu á honum. Fljótlega varð ljóst að tvímenningarnir, Joseph Mee og Christpher Smith, reiddu ekki vitið í þverpokum því þeir fóru að guma sig af „afrekum“ sínum. Sungu „Mama, just killed a man“ Það gerðu þeir heima hjá Christopher en þangað fóru þeir í kjölfarið og þar spiluðu þeir Queen-lagið Bohemian Rhapsody og endurtóku í sífellu laglínuna „Mama, just killed a man“ og hlógu hátt og mikið. Annar þeirra montaði sig af því að hafa svarað símhringingunni frá eiginkonu Robins, og svarað: „Eiginmaður þinn mun ekki koma heim í nótt.“ Joseph Mee sýndi vinum þeirra félaga hvernig hann hefði spark- að í höfuð Robins; hann hefði sett sig í stellingar þekkts rúbbíleik- manns, Jonnys Wilkinson. Með tugi dóma á bakinu En ekki var öllum sem voru heima Christopher Smith Sló Robin fyrsta höggið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.