Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 30
Hollari lífsstíll Helgarblað 5. janúar 2018KYNNINGARBLAÐ
Hátíðirnar eru að baki með þungum mat, fituríkum og sætum. Mjög margir huga að
léttara mataræði en þá spillir ekki
fyrir að sá matur sé líka bragðgóður.
Það gildir um súpurnar á Súpubarn-
um, sem eru fjölbreyttar, vel kryddað-
ar og matarmiklar.
Súpurnar eru allar gerðar úr
grænmeti og eru ýmist vegetarian
eða vegan, að sögn Rakelar Þórhalls-
dóttur, eiganda Súpubarsins. Þrátt
fyrir það eru grænmetisætur og
veganfólk aðeins hluti viðskiptavina.
Flestir koma einfaldlega til að ná sér í
góða súpu.
„Hann Ölli vinnur með um 50
uppskriftir og á hverjum morgni býr
hann til sex súpur fyrir daginn,“ segir
Rakel og vísar þar til súpumeistar-
ans Örlygs Ólafssonar. „Tex-Mex- og
Malasíu-súpan eru dæmi um súpur
sem eru mjög vinsælar hjá okkur.
Súpurnar okkar eru allar bragðmikl-
ar en þær eru líka mjög ólíkar hver
annarri. Þær eru mjög matarmiklar
allar saman og við leggjum upp úr
því að fólk geti borðað sig mett af
súpunni,“ segir Rakel, en brauð frá
Brauð og Co. fylgir með súpunum.
Súpubarinn býður jafnframt upp á
eins lítra skammta af súpu sem fólk
getur tekið með sér heim í kvöldmat-
inn: „Venjulega seljum við skammt
fyrir einn, bæði take-a-away og til að
borða á staðnum, en lítraskammtur-
inn er hugsaður til að taka með sér
heim í kvöldmatinn. Hægt er að
geyma hann kaldan í ísskápnum þar
til fólk er í stuði til að fá sér súpu, því
þetta geymist vel.“
Súpubarinn var fyrst opnaður að
Borgartúni 26 og er sá staður opinn
frá 11–15, með áherslu á hádegið.
Fyrir rúmlega tveimur mánuðum var
Súpubarinn síðan opnaður að Berg-
staðastræti 4 og sá staður er opinn
frá 11 á morgnana til 20 á kvöldin og
frá 12–18 um helgar.
Þau opna síðan nýjan stað fljót-
lega, þar sem Hagavagninn hefur
verið við Vesturbæjarlaugina. Sá
Seðjandi súpur
fyrir alla sem vilja hollara mataræði á nýju ári
staður verður með nokkuð öðrum
áherslum en Súpubarinn og verð-
ur spennandi fyrir svanga sund-
laugargesti og aðra áhugasama að
kynna sér hvað þar verður á boðstól-
um þegar staðurinn verður opnaður
– innan tíðar.
Sjá nánar: Súpubarinn á Facebook.
SúpuBaRinn