Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 20
20 sport Helgarblað 5. janúar 2018 Þ að ríkir góðæri í íslensk- um fótbolta og launin hafa hækkað gríðarlega á síðustu árum. Leik- menn eru farnir að koma heim á besta aldri í stað að þess að vera úti í atvinnumennsku þrátt fyrir að hafa tækifæri til þess. Þeir sem leikið hafa í miðlungsgóðum liðum á Norður löndunum hafa það í flestum tilvikum betra í stærstu liðum Íslands þar sem laun og önnur hlunnindi eru mikil. Sjö atvinnumenn hafa snúið heim í vetur í Pepsi-deild karla og einn öflugasti leikmaðurinn í íslenskri kvennaknattspyrnu ákvað að koma heim. Ekki er útilokað að fleiri bætist í hóp- inn áður en boltinn fer að rúlla. Sá tími er liðinn þegar leik- menn reyna að halda sér úti eins lengi og hægt er og koma síðan heim. Launin eru slík að það hefur verið óþarfi að strita úti í hinum stóra heimi. Ekki er óalgengt að leikmenn í þessum gæðaflokki séu með meira en eina milljón króna í laun þegar peningar og hlunnindi eru tek- in saman. Bestu lið landsins hafa marga í þeim launaflokki í sínum röðum. Mörg stór nöfn hafa komið heim en ekkert er þó stærra en Birkir Már Sævarsson sem er fastamaður í íslenska lands- liðinu. Birkir á öruggt sæti í byrjunarliði Íslands en kaus samt sem áður að koma heim. Það verður því leikmaður í Pepsi-deildinni á heimsmeist- aramótinu í Rússlandi næsta sumar. n hoddi@433.is Sölvi Geir Ottesen Var í Guangzhou R&F Aldur: 33 ára Staða: Miðvörður Eftir rúm 13 ár í atvinnumennsku kemur þessi öflugi miðvörður heim. Hann fær rausnarlega borgað frá uppeldisfélagi sínu, Víkingi, sem hann samdi við fyrir jól. Sölvi hefur leikið á Norðurlöndunum, í Kína, Rússlandi og á fleiri stöðum. Hann kemur heim með mikla reynslu og verða gerðar miklar kröfur til hans í Víkinni. Kristinn Steindórsson Var í GIF Sundsvall Aldur: 27 ára Staða: Sóknarmaður Á besta aldri ákveður Kristinn að koma heim, en hann var einn af þeim sem voru í miðlungsliði á Norðurlöndunum. Það er ljóst að hann hefur það jafn gott hér á Íslandi ef ekki betra en hann hafði það launalega séð í Svíþjóð. Kristinn vildi ekki fara í uppeldisfélag sitt, Breiðablik, og samdi við FH. Hallbera Guðný Gísladóttir Var í Djurgårdens IF Aldur: 31 árs Staða: Vinstri bakvörður Ein besta knattspyrnukona Íslands ákvað að koma heim og semja við Val. Hall- bera er algjör lykilmaður í kvennalandsliðinu og hefði vel getað haldið áfram í atvinnumennsku, en hugurinn leitaði hins vegar heim. Þeir sem vel þekkja til segja að Hallbera sé með launahæstu leikmönnum í sögu íslenska kvennafót- boltans. Mikill styrkur fyrir Val og Pepsi-deildina að fá hana heim. Birkir Már Sævarsson Var í Hammarby Aldur: 33 ára Staða: Hægri bakvörður Birkir Már er annar tveggja atvinnu- manna sem hafa snúið heim. Birkir hefur átt fast sæti í íslenska lands- liðinu og er algjör lykilmaður þar. Hann hefur verið að spila sín bestu ár á ferlinum en ákveður að snúa heim, það er mögnuð staðreynd að leik- maður Vals muni verða í byrjunarliði Íslands á HM næsta sumar. Hægri bakvörður Vals mun berjast við Lionel Messi, einn besta knattspyrnumann sögunnar. Hallgrímur Jónasson Var í Lyngby Aldur: 31 árs Staða: Miðvörður Hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2009 og gert það gott. Hann hélt til á Norðurlöndunum og gerði vel. Fjöl- skyldan ákvað að flytja til Akureyrar og Hallgrímur kom í kjölfarið. Hann var eftirsóttur biti en kaus að fara heim á Norðurlandið. Hann mun spila í hjarta varnarinnar með Guðmanni Þórissyni og eiga þeir að geta búið til eina öflugustu vörn landsins. Góðæri í íslenskum fótbolta Kristinn Freyr Sigurðsson Var í GIF Sundsvall Aldur: - 26 ára Staða: - Miðjumaður Þessi öflugi miðjumaður ákvað að snúa aftur heim eftir eitt ár í atvinnu- mennsku. FH og Valur háðu afar harða baráttu um hann sem varð til þess að hann gat farið fram á góð laun. Kristinn var besti leikmaður Pepsi-deildarinnar áður en hann hélt út í atvinnumennsku og styrkir Val mikið. Hann er að koma heim á besta aldri og ætti að verða stjarna í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Hjörtur Logi Valgarðsson Var í Örebro Aldur: 29 ára Staða: Vinstri bakvörður Eftir sex ár í atvinnumennsku ákvað Hjörtur Logi að snúa heim og samdi við uppeldisfélag sitt, FH. Hjörtur á að baki tíu A-landsleiki og kemur heim á góðum aldri. Atvinnu- mennskan hefur ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Hjört en hann kemur til með að styrkja FH gríðarlega. Guðmundur Kristjánsson Var í Start Aldur: 28 ára Staða: Miðjumaður Guðmundur kemur heim og semur við FH eftir að hafa verið í sex ár í atvinnumennsku. Þessi öflugi miðjumaður hafnaði uppeldisfé- lagi sínu, Breiðabliki, og valdi að fara í risann í Hafnarfirði. Þrátt fyrir að hafa getað verið áfram úti kaus Guðmundur að flytja heim með fjölskyldu sinni. Mikill styrkur fyrir FH-inga að krækja í hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.