Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Side 20
20 sport Helgarblað 5. janúar 2018 Þ að ríkir góðæri í íslensk- um fótbolta og launin hafa hækkað gríðarlega á síðustu árum. Leik- menn eru farnir að koma heim á besta aldri í stað að þess að vera úti í atvinnumennsku þrátt fyrir að hafa tækifæri til þess. Þeir sem leikið hafa í miðlungsgóðum liðum á Norður löndunum hafa það í flestum tilvikum betra í stærstu liðum Íslands þar sem laun og önnur hlunnindi eru mikil. Sjö atvinnumenn hafa snúið heim í vetur í Pepsi-deild karla og einn öflugasti leikmaðurinn í íslenskri kvennaknattspyrnu ákvað að koma heim. Ekki er útilokað að fleiri bætist í hóp- inn áður en boltinn fer að rúlla. Sá tími er liðinn þegar leik- menn reyna að halda sér úti eins lengi og hægt er og koma síðan heim. Launin eru slík að það hefur verið óþarfi að strita úti í hinum stóra heimi. Ekki er óalgengt að leikmenn í þessum gæðaflokki séu með meira en eina milljón króna í laun þegar peningar og hlunnindi eru tek- in saman. Bestu lið landsins hafa marga í þeim launaflokki í sínum röðum. Mörg stór nöfn hafa komið heim en ekkert er þó stærra en Birkir Már Sævarsson sem er fastamaður í íslenska lands- liðinu. Birkir á öruggt sæti í byrjunarliði Íslands en kaus samt sem áður að koma heim. Það verður því leikmaður í Pepsi-deildinni á heimsmeist- aramótinu í Rússlandi næsta sumar. n hoddi@433.is Sölvi Geir Ottesen Var í Guangzhou R&F Aldur: 33 ára Staða: Miðvörður Eftir rúm 13 ár í atvinnumennsku kemur þessi öflugi miðvörður heim. Hann fær rausnarlega borgað frá uppeldisfélagi sínu, Víkingi, sem hann samdi við fyrir jól. Sölvi hefur leikið á Norðurlöndunum, í Kína, Rússlandi og á fleiri stöðum. Hann kemur heim með mikla reynslu og verða gerðar miklar kröfur til hans í Víkinni. Kristinn Steindórsson Var í GIF Sundsvall Aldur: 27 ára Staða: Sóknarmaður Á besta aldri ákveður Kristinn að koma heim, en hann var einn af þeim sem voru í miðlungsliði á Norðurlöndunum. Það er ljóst að hann hefur það jafn gott hér á Íslandi ef ekki betra en hann hafði það launalega séð í Svíþjóð. Kristinn vildi ekki fara í uppeldisfélag sitt, Breiðablik, og samdi við FH. Hallbera Guðný Gísladóttir Var í Djurgårdens IF Aldur: 31 árs Staða: Vinstri bakvörður Ein besta knattspyrnukona Íslands ákvað að koma heim og semja við Val. Hall- bera er algjör lykilmaður í kvennalandsliðinu og hefði vel getað haldið áfram í atvinnumennsku, en hugurinn leitaði hins vegar heim. Þeir sem vel þekkja til segja að Hallbera sé með launahæstu leikmönnum í sögu íslenska kvennafót- boltans. Mikill styrkur fyrir Val og Pepsi-deildina að fá hana heim. Birkir Már Sævarsson Var í Hammarby Aldur: 33 ára Staða: Hægri bakvörður Birkir Már er annar tveggja atvinnu- manna sem hafa snúið heim. Birkir hefur átt fast sæti í íslenska lands- liðinu og er algjör lykilmaður þar. Hann hefur verið að spila sín bestu ár á ferlinum en ákveður að snúa heim, það er mögnuð staðreynd að leik- maður Vals muni verða í byrjunarliði Íslands á HM næsta sumar. Hægri bakvörður Vals mun berjast við Lionel Messi, einn besta knattspyrnumann sögunnar. Hallgrímur Jónasson Var í Lyngby Aldur: 31 árs Staða: Miðvörður Hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2009 og gert það gott. Hann hélt til á Norðurlöndunum og gerði vel. Fjöl- skyldan ákvað að flytja til Akureyrar og Hallgrímur kom í kjölfarið. Hann var eftirsóttur biti en kaus að fara heim á Norðurlandið. Hann mun spila í hjarta varnarinnar með Guðmanni Þórissyni og eiga þeir að geta búið til eina öflugustu vörn landsins. Góðæri í íslenskum fótbolta Kristinn Freyr Sigurðsson Var í GIF Sundsvall Aldur: - 26 ára Staða: - Miðjumaður Þessi öflugi miðjumaður ákvað að snúa aftur heim eftir eitt ár í atvinnu- mennsku. FH og Valur háðu afar harða baráttu um hann sem varð til þess að hann gat farið fram á góð laun. Kristinn var besti leikmaður Pepsi-deildarinnar áður en hann hélt út í atvinnumennsku og styrkir Val mikið. Hann er að koma heim á besta aldri og ætti að verða stjarna í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Hjörtur Logi Valgarðsson Var í Örebro Aldur: 29 ára Staða: Vinstri bakvörður Eftir sex ár í atvinnumennsku ákvað Hjörtur Logi að snúa heim og samdi við uppeldisfélag sitt, FH. Hjörtur á að baki tíu A-landsleiki og kemur heim á góðum aldri. Atvinnu- mennskan hefur ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Hjört en hann kemur til með að styrkja FH gríðarlega. Guðmundur Kristjánsson Var í Start Aldur: 28 ára Staða: Miðjumaður Guðmundur kemur heim og semur við FH eftir að hafa verið í sex ár í atvinnumennsku. Þessi öflugi miðjumaður hafnaði uppeldisfé- lagi sínu, Breiðabliki, og valdi að fara í risann í Hafnarfirði. Þrátt fyrir að hafa getað verið áfram úti kaus Guðmundur að flytja heim með fjölskyldu sinni. Mikill styrkur fyrir FH-inga að krækja í hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.