Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 2
2 Helgarblað 12. janúar 2018fréttir Þessar fréttir bar hæst í vikunni Helgi barði Ósk Fyrrverandi kærasti Óskar Matthíasdóttur, Helgi Sigurðsson einkaþjálfari, var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldisbrot gegn henni. dv.is Ævintýralegar nágrannadeilur „Hann reyndi að drepa mig,“ segir Hreggviður Hermannsson, bóndi að Langholti 1b í Árnessýslu. Hreggviður sakar nágranna sinn, sem býr í Langholti 2, um að hafa reynt að keyra yfir hann. dv.is Fékk ekki gin og tónik Þorvaldur Gissurarson missti stjórn á sér í flugi WOW air á dögunum eftir að áhöfn vélarinnar neitaði honum um áfengi. dv.is Sérsveitin braust inn í Skáksamband Íslands Forseti Skáksambandsins handtekinn þegar hann tók grunlaus við sendingu sem reyndist innihalda fíkniefni S íðastliðinn mánudag rudd- ust fjórtán sérsveitar- menn með alvæpni inn í skrifstofuhús- næði við Faxafen og hand- tóku þar tvo menn á vett- vangi. Aðgerðin tengdist innflutningi á fíkniefnum en kassi, þar sem fíkniefni voru falin í tilteknum mun- um, hafði skömmu áður borist í DHL-sendingu í húsnæðið. Það sem var óvenjulegt við þessa að- gerð er það að vettvangur henn- ar var skrifstofa Skáksambands Ís- lands og annar hinna handteknu var Gunnar Björnsson, forseti sambandsins. „Það má segja að ég sé bara lítið peð sem var fórnað í valdatafli undirheimanna,“ segir Gunnar glettinn í samtali við DV. Hann þurfti að dúsa í varðhaldi í nokkra klukkutíma og þurfti að undirgangast yfirheyrslu lögreglu. Rétt er að geta þess að lögregla tel- ur að aðild Gunnars að málinu sé aðeins sú að hann tók grunlaus við sendingunni. Forsetinn færður í járn „Við fengum tilkynningu um að okkur hefði borist pakki frá spænskri skákvöruverslun. Fram- kvæmdastjóri sambandsins sér yfir leitt um að panta vörur og hún kannaðist ekkert við pakk- ann. Ég ákvað engu að síður að kvitta fyrir móttöku hans þegar mér var tilkynnt að flutningsgjöldin hefðu verið greidd fyrirfram,“ segir Gunnar. Brögð reynd- ust vera í tafli því þrátt fyrir að í kassanum væru sannarlega skákvör- ur þá kom á daginn að þær voru fullar af fíkniefnum. DHL-sendillinn var nýfar- inn þegar riddarar sérsveitar- innar ruddust inn með látum. „Þetta var eins og í Hollywood- mynd. Ég væri að ljúga ef ég segðist ekki hafa komist í uppnám,“ segir Gunnar sem var umsvifalaust handtek- inn. Þá ákváðu sérsveitar- menn að tefla ekki á tvær hættur heldur færðu forsetann einnig í járn. Yfir Gunnari stóð voldugur sérsveitarmaður og spurði í skip- andi tón hver Gunnar væri. „Ég svaraði því til að ég væri forseti Skáksambandsins,“ segir Gunnar og getur ekki ann- að en hlegið þegar hann rifjar atburðarásina upp. Braut allt og bramlaði Skrifstofa Skáksambandsins að Faxafeni 12 er samtengd húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Á milli rý- manna er voldug millihurð og eftir að hafa kembt húsnæði sambands- ins beindist áhugi sérsveitarmanna að húsnæði Taflfélagsins þar sem þeir urðu varir við mannaferðir. Þar leigir einstaklingur skrifstofurými og honum varð verulega brugðið þegar sérsveitarmaður með lamb- húshettu öskraði á hann að opna dyrnar. Maðurinn komst að þeirri niðurstöðu eftir skamma um- hugsun að besti leikurinn í stöð- unni væri sá að láta sig hverfa af vettvangi. Leikfléttan gekk þó ekki upp því maðurinn var handtekinn þegar hann freistaði þess að kom- ast út um annan útgang á húsnæð- inu. Við handtökuna gaf maðurinn þær skýringar að hann hafi ekki vit- að að um sérsveitarmann lögreglu væri að ræða heldur talið að þarna væri einhver óprúttinn misindis- maður á ferðinni. Því hafi hann yfir gefið húsnæðið. Manninum var strax sleppt úr haldi enda augljóst að hann tengdist málinu ekki neitt. Að sögn Gunnars bætti ekki úr skák að sérsveit lög- reglu gekk mjög hart fram í aðgerðinni. Hurðir voru brotn- ar niður í Skáksam- bandinu sem og Taflfélagi Reykjavíkur. „Brot úr hurðun- um voru úti um allt og óneit- anlega talsvert tjón. Lög- reglan hefur tilkynnt mér að allt tjón verði bætt,“ segir Gunnar. Þegar sérsveitarmenn voru búnir að tryggja húsnæðið var Gunnar færður til yfir- heyrslu. Yfirheyrður bróður- part úr degi „Mér var tjáð að lögreglan yrði að yfirheyra mig enda tók ég við pakkanum,“ segir Gunnar. Hann þurfti því að dúsa í haldi lögreglu bróðurpart úr degi, aðgerðin átti sér stað um klukkan 13.00 mánudaginn 8. janúar en Gunnar losnaði úr haldi lögreglu um kvöldmat- ar leytið. „Þetta var ákveðin lífs- reynsla, það er ekki hægt að segja annað. Ég hefði samt alveg viljað sleppa við hana,“ segir Gunnar en bætir við að lög- reglumennirnir sem handtóku hann hafi sýnt fyllstu kurteisi og háttvísi miðað við aðstæður. Að- spurður um framhaldið segist Gunnar ekki hafa hugmynd um hvað taki við: „Ætli svartur eigi ekki leik.“ Á sama tíma og aðgerðin í Skáksambandinu fór fram var svipuð að- gerð í húsnæði Hvíta Riddarans í Mosfellsbæ. Þar var einn einstaklingur handtekinn og annar síðar um daginn. Mennirnir eru á þrítugsaldri og hafa þeir ver- ið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald, grunaðir um að hafa skipulagt innflutning á efnunum. Samkvæmt heimild- um DV lagði lögreglan hald á um átta kílógrömm af eiturlyfjum í aðgerðinni. Heimildum blaðsins ber ekki saman um hvort um am- fetamín eða kókaín hafi verið að ræða. Ljóst er þó að söluandvirði efnanna á götunni hleypur á tug- um, ef ekki hundruð milljónum króna. n Gunnar Björnsson Forseti Skáksambandsins tók grunlaus við DHL-sendingu á skrifstofu sam- bandsins í vikunni. Andartaki síðar var Gunnar handtekinn. Eitruð peð Skák- vörurnar reyndust innihalda fíkniefni. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Þetta var eins og í Hollywood-mynd Ökuferðin endaði með ósköpum Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 27 ára karlmann í tveggja mánaða óskilorðs- bundið fangelsi. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, þann 15. febrúar í fyrra, ekið bifreið sinni vestur Suðurlandsveg undir áhrifum MDMA, am- fetamíns og kannabisefna. Ökuferðin endaði ofan í skurði eftir að maðurinn missti stjórn á bifreiðinni. Farþegi sem var með í för slasaðist; hlaut brot á lendarlið og mar á brjóstkassa. Við leit á manninum fundust tæp tólf grömm af amfetamíni. Maðurinn hefur ítrekað komist í kast við lögin vegna umferð- arlagabrota en þegar slysið varð var þegar búið að svipta hann ökuréttindum ævilangt. Dómurinn ítrekaði ökuleyfissviptinguna og dæmdi manninn sem fyrr segir í tveggja mánaða fangelsi. Þá var honum gert að greiða sakar- kostnað sem nam rúmum 400 þúsund krónum. Stefán Black- burn laus af Litla-Hrauni Stefán Blackburn er laus af Litla-Hrauni. Greint var frá því í Fréttablaðinu fyrir áramót að Stefán hefði verið fluttur á Litla- Hraun tveimur dögum fyrir jól. Áður var hann laus með ökkla- band en Fangelsismálastofn- un ákvað að vista hann, ásamt Berki Birgissyni, á Litla-Hrauni eftir að hafa fengið upplýsingar frá lögreglu um að Stefán væri grunaður um líkamsárás. Stefán hefur nú verið látinn laus, en til hans sást á skyndibitastaðnum Serrano í Kringlunni á fimmtu- daginn ásamt nafna sínum Sí- varssyni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.